Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. janúar 2025 23:25 Joe Biden fráfarandi forseti Bandaríkjanna segir sterkan stáliðnað í innlendri eigu gríðarlega mikilvægt þjóðaröryggismál. AP Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti hefur stöðvað kaup japanska fyrirtækisins Nippon Steel á bandaríska fyrirtækinu US Steel. Biden segir að innlent eignarhald á stálframleiðandanum sé gríðarlega mikilvægt þjóðaröryggismál. BBC greinir frá þessu. Nippon Steel er fjórði stærsti stálframleiðandi heims, en í desember árið 2023 náðust samningar um að fyrirtækið myndi kaupa US Steel fyrir meira en fjórtán milljarða bandaríkjadollara. US Steel hafði þá verið í leit að kaupanda síðan í ágúst á því ári, og neitað smærra tilboði frá öðru bandarísku fyrirtæki. US Steel var stofnað árið 1901, en fyrirtækið var eitt stærsta fyrirtæki heims þegar best lét, og bandarískur iðnaður var í hæstu hæðum. Undanfarna áratugi hefur styrkleiki fyrirtækisins dvínað vegna mikillar erlendrar samkeppni, þar sem framleiðslan er ódýrari. Stéttarfélagið mótfallið sölunni Stéttarfélag stáliðnaðarmanna hefur frá upphafi verið mótfallið sölunni til Nippon Steel. Í viðtali við BBC árið 2023 sagði forsprakki þeirra að salan væri birtingarmynd þeirrar græðgi og skammsýni sem hefðu einkennt stjórnendur US Steel of lengi. Stéttarfélag stáliðnaðarmanna hafði hvatt stjórnvöld til að leggja mikla tolla á innflutt stál og ál, þegar Donald Trump lét til skarar skríða árið 2018. Donald Trump sagðist margoft ætla stöðva söluna á US Steel til Nippon þegar hann kæmist til valda. Höfuðstöðvar US Steel eru í Pennsylvaniu, sem var lykilríki í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Donald Trump og JD Vance höfðu báðir farið mikinn í kosningabaráttunni um mikilvægi innlends eignarhalds á fyrirtækinu. Rétt ákvörðun fyrir fólkið og þjóðaröryggi Joe Biden tilkynnti um ákvörðun sína fyrr í dag við mikinn fögnuð stáliðnaðarmanna, sem sögðu ákvörðunina rétta fyrir verkafólk í geiranum og þjóðaröryggi í landinu. „Sterkur stáliðnaður í innlendri eigu er gríðarlega mikilvægt þjóðaröryggismál, og er lykilatriði fyrir traustar aðfangakeðjur. Stál knýr landið okkar áfram, innviði okkar, bílaiðnað okkar og varnariðnað okkar. Án innlendrar stálframleiðslu og innlendra stáliðnaðarmanna, er þjóð okkar veikari og óöruggari,“ sagði Biden. Japönsk yfirvöld og eigendur beggja fyrirtækja hafa lýst yfir vonbrigðum og segjast ætla leita réttar síns. „Við teljum að Biden hafi fórnað framtíð bandarískra stáliðnaðarmanna til að skora pólitísk stig,“ sögðu fyrirtækin tvö í sameiginlegri yfirlýsingu. Þá sendi ákvörðunin ísköld skilaboð til allra fyrirtækja sem höfðu hugsað sér að fjárfesta í Bandaríkjunum. Þá taka japönsk yfirvöld málinu alvarlega. „Það eru miklar áhyggjur í viðskiptalífinu hér og í Bandaríkjunum, sérstaklega í japönskum iðnaði, hvað framtíð viðskipta og fjárfestinga milli þessara tveggja landa varðar. Japönsk yfirvöld hafa engra annarra kosta völ en að taka þessu alvarlega,“ sagði japanski iðnaðarráðherrann Yoji Muto við fréttastofu Reuters. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
BBC greinir frá þessu. Nippon Steel er fjórði stærsti stálframleiðandi heims, en í desember árið 2023 náðust samningar um að fyrirtækið myndi kaupa US Steel fyrir meira en fjórtán milljarða bandaríkjadollara. US Steel hafði þá verið í leit að kaupanda síðan í ágúst á því ári, og neitað smærra tilboði frá öðru bandarísku fyrirtæki. US Steel var stofnað árið 1901, en fyrirtækið var eitt stærsta fyrirtæki heims þegar best lét, og bandarískur iðnaður var í hæstu hæðum. Undanfarna áratugi hefur styrkleiki fyrirtækisins dvínað vegna mikillar erlendrar samkeppni, þar sem framleiðslan er ódýrari. Stéttarfélagið mótfallið sölunni Stéttarfélag stáliðnaðarmanna hefur frá upphafi verið mótfallið sölunni til Nippon Steel. Í viðtali við BBC árið 2023 sagði forsprakki þeirra að salan væri birtingarmynd þeirrar græðgi og skammsýni sem hefðu einkennt stjórnendur US Steel of lengi. Stéttarfélag stáliðnaðarmanna hafði hvatt stjórnvöld til að leggja mikla tolla á innflutt stál og ál, þegar Donald Trump lét til skarar skríða árið 2018. Donald Trump sagðist margoft ætla stöðva söluna á US Steel til Nippon þegar hann kæmist til valda. Höfuðstöðvar US Steel eru í Pennsylvaniu, sem var lykilríki í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Donald Trump og JD Vance höfðu báðir farið mikinn í kosningabaráttunni um mikilvægi innlends eignarhalds á fyrirtækinu. Rétt ákvörðun fyrir fólkið og þjóðaröryggi Joe Biden tilkynnti um ákvörðun sína fyrr í dag við mikinn fögnuð stáliðnaðarmanna, sem sögðu ákvörðunina rétta fyrir verkafólk í geiranum og þjóðaröryggi í landinu. „Sterkur stáliðnaður í innlendri eigu er gríðarlega mikilvægt þjóðaröryggismál, og er lykilatriði fyrir traustar aðfangakeðjur. Stál knýr landið okkar áfram, innviði okkar, bílaiðnað okkar og varnariðnað okkar. Án innlendrar stálframleiðslu og innlendra stáliðnaðarmanna, er þjóð okkar veikari og óöruggari,“ sagði Biden. Japönsk yfirvöld og eigendur beggja fyrirtækja hafa lýst yfir vonbrigðum og segjast ætla leita réttar síns. „Við teljum að Biden hafi fórnað framtíð bandarískra stáliðnaðarmanna til að skora pólitísk stig,“ sögðu fyrirtækin tvö í sameiginlegri yfirlýsingu. Þá sendi ákvörðunin ísköld skilaboð til allra fyrirtækja sem höfðu hugsað sér að fjárfesta í Bandaríkjunum. Þá taka japönsk yfirvöld málinu alvarlega. „Það eru miklar áhyggjur í viðskiptalífinu hér og í Bandaríkjunum, sérstaklega í japönskum iðnaði, hvað framtíð viðskipta og fjárfestinga milli þessara tveggja landa varðar. Japönsk yfirvöld hafa engra annarra kosta völ en að taka þessu alvarlega,“ sagði japanski iðnaðarráðherrann Yoji Muto við fréttastofu Reuters.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira