Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Magnús Haukur Ásgeirsson og Edward H. Huijbens skrifa 4. janúar 2025 10:01 Fyrir um það bil 15 árum, vorið 2010, vakti birting á tölum um rannsóknarfé ferðaþjónustunnar nokkra athygli. Í ljós kom að ferðaþjónusta fékk 0,5% af heildarfjármagni sem ríkið varði til rannsóknarstarfs helstu atvinnuvega á árinu 2007. Ljóst var að rannsóknarþörf sjávarútvegs og landbúnaðar, iðnaðar og orkugeirans var viðurkennd en framlag til rannsókna í þessum greinum var um 12,6 milljarðar árið 2007 sem eru tæpir 30 milljarðar á núvirði. Sama ár voru lagðar tæpar 70 milljónir til rannsókna í ferðaþjónustu sem samsvara um 165 milljónum í dag. Síðan 2010 hefur ferðaþjónusta sprungið út og koma nú um ferfalt fleiri ferðamenn til landsins en þá. Ferðaþjónusta hefur mikil áhrif á umhverfi, samfélag og hagkerfi, jákvæð og neikvæð. Hún er sem dæmi mannaflsfrekasta atvinnugrein landsins og stendur fyrir tæpum 9% af vergri þjóðarframleiðslu. Í ljósi þessarar margföldunar í gestakomum og hraða vaxtar greinarinnar mætti ætla að bætt hafi verið úr þessu mikla misræmi framlaga til rannsókna til grunnatvinnuvega þjóðarinnar á síðustu 14 árum. En það er ekki svo. Fjárframlög til rannsókna á sviði ferðamála eru hverfandi samanborið við til að mynda sjávarútveg og landbúnað eða um það bil 300 milljónir sem eru fyrst og fremst bundin tilteknum verkefnum. Þar með talið er framlag ríkisins til Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, rannsóknaáætlunar Ferðamálastofu og rannsókna í háskólum. Ítrekað hefur verið kallað eftir auknu fjármagni til eflingar rannsókna á sviði ferðamála og rannsóknarinnviða. Til að mynda skoraði stjórn Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF) á stjórnvöld árið 2020 að efla rannsóknir á sviði ferðamála til að tryggja mætti sjálfbæra nýtingu þeirra viðkvæmu auðlinda sem ferðaþjónusta byggir á og auka verðmætasköpun í greininni. Í vinnu við Ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030 var einnig skýrt ákall eftir auknum rannsóknum og markvissri gagnasöfnun af hálfu ólíkra hagsmunaaðila. Ný skýrsla OECD um ferðaþjónustu styður þessa áherslu en í henni er mikilvægi upplýstrar ákvörðunartöku á sviði ferðaþjónustu skýrt ítrekuð og hún sögð forsenda aukinnar sjálfbærni greinarinnar. Það þýðir með öðrum orðum að ef við, sem þjóð, ætlum að stýra vexti og móta uppbyggingu greinarinnar þannig að hún skili velsæld til samfélaga í víðtækum skilningi er fjárfesting í rannsóknum ekki bara skynsöm heldur nauðsynleg. Í ljósi þess að sjálfbær þróun ferðaþjónustu er leiðarljós téðrar Ferðamálastefnu til 2030 sem samþykkt var á Alþingi í júní sl. er afar ánægjulegt að samkvæmt henni skal stefnt að framlag til rannsókna á ferðamálum verði 1% af virðisauka greinarinnar sem myndi þýða um 3 milljarða hækkun á fjárframlögum til rannsókna í ferðamálum. Áætlunin gerir ráð fyrir að auknar fjárveitingar til rannsókna verði nýttar til að styðja við verkefni sem miða að því að bæta upplifun ferðamanna, vernda náttúru og auka verðmætasköpun og efla samkeppnishæfni. Það er mikilvægt að hafa í huga að þegar talað er um meiri rannsóknir er átt við grunnrannsóknir jafnt sem verkefnamiðaðar rannsóknir. Grunnrannsóknir eru fyrst og fremst framkvæmdar til að afla nýrrar þekkingar, án skírskotunar í sértæk verkefni. Þær veita nauðsynlegan grunn fyrir ólíka aðila greinarinnar og auka skilning á því margbrotna fyrirbæri sem ferðaþjónusta og ferðamennska er. Verkefnamiðaðar rannsóknir snúa frekar að því að leysa ákveðin og sértæk vandamál m.a. til að halda utan um tölfræði sem snýr að fjölda eða eyðslu ferðamanna, vakta áhrif ferðamennsku á umhverfi og náttúru eða vinna að því að auka gæði og fagmennsku í greininni svo dæmi séu tekin. Nýlega samþykkt fjárlög gefa ekki tilefni til bjarstýni um að þetta markmið náist í náinni framtíð. Framlög til rannsókna í ferðamálum standa í stað og þegar við bætist niðurskurður til helstu rannsóknasjóða sem standa fræðifólki til boða til að fjármagna rannsóknir virðist ljóst að skilningur alþingisfólks á sjálfbærni og mikilvægi rannsókna á ferðmálum er afar takmarkaður. Ferðaþjónustulandið Ísland stendur frammi fyrir margvíslegum og flóknum áskorunum til framtíðar. Þar gegnir öflugt rannsóknarstarf, hvort heldur sem snýr að grunnrannsóknum eða verkefnamiðuðum, lykilhlutverki sem forsenda upplýstra ákvarðana og stefnumótunar í uppbyggingu og stjórnun ferðaþjónustu sem og til nýsköpunar og aukinnar framlegðar í rekstri. Aðgengi að fjármagni til rannsókna og markviss uppbygging rannsóknainnviða er grunnforsenda þekkingarsköpunar en ljóst er, á nýsamþykktum fjárlögum, að framlög hins opinbera eru hvorki í samræmi við vægi greinarinnar í hagkerfinu né áhrifa ferðaþjónustu á samfélag og náttúru. Við skorum á þá ríkisstjórn sem nú er að taka við völdum að fylgja stefnu þeirri sem Alþingi hefur samþykkt og gera bragarbót á fjármögnun rannsókna, svo rannsakendur geti lagt sitt á vogarskálarnar í þekkingarsköpun og velsæld fyrir íslenska ferðaþjónustu. Höfundar hafa öll stundað rannsóknir á ferðamálum um árabil. Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála. Magnús Haukur Ásgeirsson, aðjúnkt í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Edward H. Huijbens, prófessor í menningarlandfræði við Wageningen háskóla, Hollandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil 15 árum, vorið 2010, vakti birting á tölum um rannsóknarfé ferðaþjónustunnar nokkra athygli. Í ljós kom að ferðaþjónusta fékk 0,5% af heildarfjármagni sem ríkið varði til rannsóknarstarfs helstu atvinnuvega á árinu 2007. Ljóst var að rannsóknarþörf sjávarútvegs og landbúnaðar, iðnaðar og orkugeirans var viðurkennd en framlag til rannsókna í þessum greinum var um 12,6 milljarðar árið 2007 sem eru tæpir 30 milljarðar á núvirði. Sama ár voru lagðar tæpar 70 milljónir til rannsókna í ferðaþjónustu sem samsvara um 165 milljónum í dag. Síðan 2010 hefur ferðaþjónusta sprungið út og koma nú um ferfalt fleiri ferðamenn til landsins en þá. Ferðaþjónusta hefur mikil áhrif á umhverfi, samfélag og hagkerfi, jákvæð og neikvæð. Hún er sem dæmi mannaflsfrekasta atvinnugrein landsins og stendur fyrir tæpum 9% af vergri þjóðarframleiðslu. Í ljósi þessarar margföldunar í gestakomum og hraða vaxtar greinarinnar mætti ætla að bætt hafi verið úr þessu mikla misræmi framlaga til rannsókna til grunnatvinnuvega þjóðarinnar á síðustu 14 árum. En það er ekki svo. Fjárframlög til rannsókna á sviði ferðamála eru hverfandi samanborið við til að mynda sjávarútveg og landbúnað eða um það bil 300 milljónir sem eru fyrst og fremst bundin tilteknum verkefnum. Þar með talið er framlag ríkisins til Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, rannsóknaáætlunar Ferðamálastofu og rannsókna í háskólum. Ítrekað hefur verið kallað eftir auknu fjármagni til eflingar rannsókna á sviði ferðamála og rannsóknarinnviða. Til að mynda skoraði stjórn Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF) á stjórnvöld árið 2020 að efla rannsóknir á sviði ferðamála til að tryggja mætti sjálfbæra nýtingu þeirra viðkvæmu auðlinda sem ferðaþjónusta byggir á og auka verðmætasköpun í greininni. Í vinnu við Ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030 var einnig skýrt ákall eftir auknum rannsóknum og markvissri gagnasöfnun af hálfu ólíkra hagsmunaaðila. Ný skýrsla OECD um ferðaþjónustu styður þessa áherslu en í henni er mikilvægi upplýstrar ákvörðunartöku á sviði ferðaþjónustu skýrt ítrekuð og hún sögð forsenda aukinnar sjálfbærni greinarinnar. Það þýðir með öðrum orðum að ef við, sem þjóð, ætlum að stýra vexti og móta uppbyggingu greinarinnar þannig að hún skili velsæld til samfélaga í víðtækum skilningi er fjárfesting í rannsóknum ekki bara skynsöm heldur nauðsynleg. Í ljósi þess að sjálfbær þróun ferðaþjónustu er leiðarljós téðrar Ferðamálastefnu til 2030 sem samþykkt var á Alþingi í júní sl. er afar ánægjulegt að samkvæmt henni skal stefnt að framlag til rannsókna á ferðamálum verði 1% af virðisauka greinarinnar sem myndi þýða um 3 milljarða hækkun á fjárframlögum til rannsókna í ferðamálum. Áætlunin gerir ráð fyrir að auknar fjárveitingar til rannsókna verði nýttar til að styðja við verkefni sem miða að því að bæta upplifun ferðamanna, vernda náttúru og auka verðmætasköpun og efla samkeppnishæfni. Það er mikilvægt að hafa í huga að þegar talað er um meiri rannsóknir er átt við grunnrannsóknir jafnt sem verkefnamiðaðar rannsóknir. Grunnrannsóknir eru fyrst og fremst framkvæmdar til að afla nýrrar þekkingar, án skírskotunar í sértæk verkefni. Þær veita nauðsynlegan grunn fyrir ólíka aðila greinarinnar og auka skilning á því margbrotna fyrirbæri sem ferðaþjónusta og ferðamennska er. Verkefnamiðaðar rannsóknir snúa frekar að því að leysa ákveðin og sértæk vandamál m.a. til að halda utan um tölfræði sem snýr að fjölda eða eyðslu ferðamanna, vakta áhrif ferðamennsku á umhverfi og náttúru eða vinna að því að auka gæði og fagmennsku í greininni svo dæmi séu tekin. Nýlega samþykkt fjárlög gefa ekki tilefni til bjarstýni um að þetta markmið náist í náinni framtíð. Framlög til rannsókna í ferðamálum standa í stað og þegar við bætist niðurskurður til helstu rannsóknasjóða sem standa fræðifólki til boða til að fjármagna rannsóknir virðist ljóst að skilningur alþingisfólks á sjálfbærni og mikilvægi rannsókna á ferðmálum er afar takmarkaður. Ferðaþjónustulandið Ísland stendur frammi fyrir margvíslegum og flóknum áskorunum til framtíðar. Þar gegnir öflugt rannsóknarstarf, hvort heldur sem snýr að grunnrannsóknum eða verkefnamiðuðum, lykilhlutverki sem forsenda upplýstra ákvarðana og stefnumótunar í uppbyggingu og stjórnun ferðaþjónustu sem og til nýsköpunar og aukinnar framlegðar í rekstri. Aðgengi að fjármagni til rannsókna og markviss uppbygging rannsóknainnviða er grunnforsenda þekkingarsköpunar en ljóst er, á nýsamþykktum fjárlögum, að framlög hins opinbera eru hvorki í samræmi við vægi greinarinnar í hagkerfinu né áhrifa ferðaþjónustu á samfélag og náttúru. Við skorum á þá ríkisstjórn sem nú er að taka við völdum að fylgja stefnu þeirri sem Alþingi hefur samþykkt og gera bragarbót á fjármögnun rannsókna, svo rannsakendur geti lagt sitt á vogarskálarnar í þekkingarsköpun og velsæld fyrir íslenska ferðaþjónustu. Höfundar hafa öll stundað rannsóknir á ferðamálum um árabil. Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála. Magnús Haukur Ásgeirsson, aðjúnkt í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Edward H. Huijbens, prófessor í menningarlandfræði við Wageningen háskóla, Hollandi.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun