„Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. janúar 2025 11:28 Nína Dögg segir Vigdísi búin að sjá brot úr þáttunum um sig. Hún bíður spennt eftir viðbrögðum hennar við restinni. Vísir/Vilhelm „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. Nína mætti í Reykjavík síðdegis í gær og ræddi þættina, sem eru úr smiðju Vesturports og var fyrsti þáttur frumsýndur á nýársdag. Hún rifjar upp heimsóknina og segir Vigdísi hafa kíkt við þegar tökur stóðu yfir í Iðnó, þar sem Vigdís var eitt sinn leikhússtjóri. „Ég er nýbúin að fara úr bláu kápunni hennar, sem hún átti og var alltaf í á þessum tíma. Svo kemur hún inn í rýmið og þetta verður áþreifanlega magnað. Af því að ég er einhvern veginn að leika hana í aðstæðum sem hún hefur þegar verið í,“ segir Nína Dögg. Vigdís hafi setið og horft á og viðstaddir notið þess að hafa hana á svæðinu. „En ég þurfti alveg að berjast við tárin. Af því að ég var eiginlega í hálfgerðri geðshræringu að upplifa þetta. Að leika manneskju sem er síðan komin á staðinn.“ Nína Dögg lýsir Vigdísi sem skemmtilegri, öruggri og hnyttinni og þeim hafi komið vel saman. „Ég ákvað að reyna að herma ekki eftir henni heldur taka eiginleika sem mér finnst hún hafa,“ segir Nína Dögg. „Allt mildið sem hún hefur, ótrúlega mikla birtu. Og svo er hún með lítinn prakkarapúka í sér. Svona innri prakkari.“ Hún segir ýmislegt koma fram í þáttunum um ævi og störf Vigdísar sem hinn almenni borgari viti ekki endilega, og nefnir bróðurmissinn og námsárin í Frakklandi sem dæmi. „Þess vegna er frábært að gera þætti um hana þar sem þú færð heildarmynd af lífinu hennar frá þessum tíma. Frá því að hún er svona ung. Við þekkjum fleiri tímann þegar ég tek við af Elínu og leik hana,“ segir Nína Dögg. Hægt er að hlusta viðtalið í heild sinni hér að neðan. Vigdís Finnbogadóttir Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira
Nína mætti í Reykjavík síðdegis í gær og ræddi þættina, sem eru úr smiðju Vesturports og var fyrsti þáttur frumsýndur á nýársdag. Hún rifjar upp heimsóknina og segir Vigdísi hafa kíkt við þegar tökur stóðu yfir í Iðnó, þar sem Vigdís var eitt sinn leikhússtjóri. „Ég er nýbúin að fara úr bláu kápunni hennar, sem hún átti og var alltaf í á þessum tíma. Svo kemur hún inn í rýmið og þetta verður áþreifanlega magnað. Af því að ég er einhvern veginn að leika hana í aðstæðum sem hún hefur þegar verið í,“ segir Nína Dögg. Vigdís hafi setið og horft á og viðstaddir notið þess að hafa hana á svæðinu. „En ég þurfti alveg að berjast við tárin. Af því að ég var eiginlega í hálfgerðri geðshræringu að upplifa þetta. Að leika manneskju sem er síðan komin á staðinn.“ Nína Dögg lýsir Vigdísi sem skemmtilegri, öruggri og hnyttinni og þeim hafi komið vel saman. „Ég ákvað að reyna að herma ekki eftir henni heldur taka eiginleika sem mér finnst hún hafa,“ segir Nína Dögg. „Allt mildið sem hún hefur, ótrúlega mikla birtu. Og svo er hún með lítinn prakkarapúka í sér. Svona innri prakkari.“ Hún segir ýmislegt koma fram í þáttunum um ævi og störf Vigdísar sem hinn almenni borgari viti ekki endilega, og nefnir bróðurmissinn og námsárin í Frakklandi sem dæmi. „Þess vegna er frábært að gera þætti um hana þar sem þú færð heildarmynd af lífinu hennar frá þessum tíma. Frá því að hún er svona ung. Við þekkjum fleiri tímann þegar ég tek við af Elínu og leik hana,“ segir Nína Dögg. Hægt er að hlusta viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Vigdís Finnbogadóttir Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira
Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19