Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 22:45 Samræðisaldur í Dúbaí er 18 ár. Paula Bronstein/Getty Ungur maður frá Bretlandi hefur verið fangelsaður í Dúbaí, fyrir að eiga samræði við 17 ára stúlku. Bresk stjórnvöld eru með málið á sínu borði. Hinn 18 ára gamli Marcus Fakana afplánar nú eins árs fangelsisdóm í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, eftir því sem BBC greinir frá. Fakana átti þar samræði við breska stúlku sem er ári yngri en hann sjálfur. Móðir stúlkunnar tilkynnti hann til yfirvalda í Dúbaí þegar hún sá skilaboð milli hans og dóttur hennar, eftir komuna aftur til Bretlands. Samræðisaldurinn í Dúbaí er 18 ár. Krefjast lausnar Vinir og fjölskylda Fakana söfnuðust saman í Westminster í London í dag og kröfðust lausnar hans. Utanríkisþjónusta Bretlands hefur þegar tilkynnt að hún sé með mál bresks manns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til skoðunar. Fakana var handtekinn í september en hafði gengið laus í Dúbaí gegn tryggingu og dvalið í tímabundnu húsnæði þar, sem foreldrar hans greiddu fyrir. Nú segja forsvarsmenn samtakanna Detained in Dubai að Fakana dúsi í Al Awir-fangelsinu í útjaðri Dúbaí. Líf ungs manns lagt í rúst Radha Stirling, talskona samtakanna, segir fangelsisdóminn yfir Fakana óskiljanlegan. „Þetta kallar ekki á ársfangelsi, þetta kallar ekki á að þessi fjölskylda verði rifin í sundur og framtíð þessa unga manns lögð í rúst.“ Hún sé hins vegar fullviss um að áfrýjun málsins muni bera árangur, og Fakana muni fá að snúa aftur heim til Lundúna. „Spurningin er bara hversu langan tíma það mun taka og hversu mikið þarf til, hvort það verði afskipti breska ríkisins eða stuðningur almennings sem geri stjórnvöldum í Dúbaí ljóst að þetta gangi ekki.“ Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Marcus Fakana afplánar nú eins árs fangelsisdóm í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, eftir því sem BBC greinir frá. Fakana átti þar samræði við breska stúlku sem er ári yngri en hann sjálfur. Móðir stúlkunnar tilkynnti hann til yfirvalda í Dúbaí þegar hún sá skilaboð milli hans og dóttur hennar, eftir komuna aftur til Bretlands. Samræðisaldurinn í Dúbaí er 18 ár. Krefjast lausnar Vinir og fjölskylda Fakana söfnuðust saman í Westminster í London í dag og kröfðust lausnar hans. Utanríkisþjónusta Bretlands hefur þegar tilkynnt að hún sé með mál bresks manns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til skoðunar. Fakana var handtekinn í september en hafði gengið laus í Dúbaí gegn tryggingu og dvalið í tímabundnu húsnæði þar, sem foreldrar hans greiddu fyrir. Nú segja forsvarsmenn samtakanna Detained in Dubai að Fakana dúsi í Al Awir-fangelsinu í útjaðri Dúbaí. Líf ungs manns lagt í rúst Radha Stirling, talskona samtakanna, segir fangelsisdóminn yfir Fakana óskiljanlegan. „Þetta kallar ekki á ársfangelsi, þetta kallar ekki á að þessi fjölskylda verði rifin í sundur og framtíð þessa unga manns lögð í rúst.“ Hún sé hins vegar fullviss um að áfrýjun málsins muni bera árangur, og Fakana muni fá að snúa aftur heim til Lundúna. „Spurningin er bara hversu langan tíma það mun taka og hversu mikið þarf til, hvort það verði afskipti breska ríkisins eða stuðningur almennings sem geri stjórnvöldum í Dúbaí ljóst að þetta gangi ekki.“
Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira