Prófessor í hagfræði leggur til fyrir nýja ríkisstjórn að veita fólki sem hefur borð fyrir báru og vertakafyrirtækjum í byggingargeiranum skattalegar ívilninar til að ná enn frekari tökum á verðbólgunni og vöxtum.
Íbúi í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hefur áhyggjur af því að fyrirhugað fimm hæða hús í hverfinu verði til þess að aðrar íbúðir verði í skugga allan ársins hring. Umhverfissálfræðingur segir birtuleysi hafa gríðarleg áhrif á fólk.
Næst er það elsti systkinahópur landsins, sem telur sextán systkini frá Kjóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Samanlagður aldur systkinanna er 1166 ár. Elsta systkinið er 83 ára og það yngsta 58 ára.
Þá förum við yfir valið á íþróttamanni ársins, veðrið í Bandaríkjunum og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.