Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2025 12:08 Stine Oftedal Dahmke var lengi fyrirliði undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Þau hafa nú bæði sagt skilið við norska handboltalandsliðið. EPA-EFE/Bo Amstrup Þórir Hergeirsson var heiðraður samtímis á tveimur verðlaunahófum í gærkvöld, á Íslandi og í Noregi. Ein af stjörnunum sem hann þjálfaði svo lengi í norska handboltalandsliðinu, Stine Oftedal Dahmke, þakkaði Þóri fyrir allt í verðlaunaræðu. Þórir var valinn þjálfari ársins á Íslandi af Samtökum íþróttafréttamanna með yfirburðum, eftir að hafa gert kvennalandslið Noregs að Ólympíumeisturum og svo einnig Evrópumeisturum á sínu síðasta stórmóti með liðinu. Hann þakkaði fyrir sig í myndbandskveðju sem sýnd var í Hörpu, enda gat hann ekki verið á tveimur stöðum á sama tíma. Þórir var nefnilega einnig valinn fram yfir alla þjálfara, í öllum greinum, í Noregi en ásamt honum voru tilnefnd þau Stian Grimseth, Kjetil Knutsen, Siegfried Mazet/Egil Kristiansen, Arild Monsen/Eirik Myhr Nossum og Espen Rooth. Grimseth hjálpaði Solfrid Koanda að vinna ólympíugull í lyftingum, Knutsen er þjálfari fótboltaliðs Bodö/Glimt sem átti frábært ár, og Rooth þjálfar soninn Markus Rooth sem tryggði Noregi fyrsta ólympíugullið í tugþraut síðan árið 1920. „Stórt að hafa fengið þessi verðlaun“ Þessi afrek dugðu þó ekki til að verða þjálfari ársins því þau verðlaun féllu í skaut Þóris: „Hvað get ég sagt? Í fyrsta lagi er ég auðmjúkur yfir að hafa verið valinn. Kollegar mínir sem voru tilnefndir eru ótrúlega hæfileikaríkir. Það er stórt að hafa fengið þessi verðlaun,“ sagði Þórir á hófinu í Noregi, svipað og í ræðu hans sem sýnd var í Hörpu. Hann þakkaði einnig þjálfarateymi sínu og leikmönnum, og konu sinni Kirsten sérstaklega. Stelpurnar hans Þóris fengu líka verðlaun sem lið ársins í Noregi, og nýtti Stine Oftedal Dahmke þá tækifærið til að þakka Þóri fyrir allt og sagði: „Ég held að ég hafi aldrei hitt, og muni aldrei hitta, nokkurn sem að byggir upp lið eins og hann,“ en Oftedal Dahmke var lengi fyrirliði handboltaliðsins, áður en hún lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þórir endaði á að segja að landsliðið ætti áfram eftir að skína skært þó að hans og Oftedal Dahmke nyti ekki lengur við. Handbolti Íþróttamaður ársins Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Þórir var valinn þjálfari ársins á Íslandi af Samtökum íþróttafréttamanna með yfirburðum, eftir að hafa gert kvennalandslið Noregs að Ólympíumeisturum og svo einnig Evrópumeisturum á sínu síðasta stórmóti með liðinu. Hann þakkaði fyrir sig í myndbandskveðju sem sýnd var í Hörpu, enda gat hann ekki verið á tveimur stöðum á sama tíma. Þórir var nefnilega einnig valinn fram yfir alla þjálfara, í öllum greinum, í Noregi en ásamt honum voru tilnefnd þau Stian Grimseth, Kjetil Knutsen, Siegfried Mazet/Egil Kristiansen, Arild Monsen/Eirik Myhr Nossum og Espen Rooth. Grimseth hjálpaði Solfrid Koanda að vinna ólympíugull í lyftingum, Knutsen er þjálfari fótboltaliðs Bodö/Glimt sem átti frábært ár, og Rooth þjálfar soninn Markus Rooth sem tryggði Noregi fyrsta ólympíugullið í tugþraut síðan árið 1920. „Stórt að hafa fengið þessi verðlaun“ Þessi afrek dugðu þó ekki til að verða þjálfari ársins því þau verðlaun féllu í skaut Þóris: „Hvað get ég sagt? Í fyrsta lagi er ég auðmjúkur yfir að hafa verið valinn. Kollegar mínir sem voru tilnefndir eru ótrúlega hæfileikaríkir. Það er stórt að hafa fengið þessi verðlaun,“ sagði Þórir á hófinu í Noregi, svipað og í ræðu hans sem sýnd var í Hörpu. Hann þakkaði einnig þjálfarateymi sínu og leikmönnum, og konu sinni Kirsten sérstaklega. Stelpurnar hans Þóris fengu líka verðlaun sem lið ársins í Noregi, og nýtti Stine Oftedal Dahmke þá tækifærið til að þakka Þóri fyrir allt og sagði: „Ég held að ég hafi aldrei hitt, og muni aldrei hitta, nokkurn sem að byggir upp lið eins og hann,“ en Oftedal Dahmke var lengi fyrirliði handboltaliðsins, áður en hún lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þórir endaði á að segja að landsliðið ætti áfram eftir að skína skært þó að hans og Oftedal Dahmke nyti ekki lengur við.
Handbolti Íþróttamaður ársins Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira