„Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 13:32 Jónas Björn Sigurgeirsson birti þessa mynd á Facebook af sér og Edward Pettifer sem lést í hryðjuverkaárásinni í New Orleans á nýársdag. Mynd/Jónas Jónas Björn Sigurgeirsson, bókaútgefandi og eiginmaður Rósu Guðbjartsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins, segir Edward Pettifer sem lést í hryðjuverkaárásinni í New Orleans á nýársdag hafa verið einstaklega skemmtilegan mann með frábært skopskyn. Jónas birti mynd af þeim félögunum saman í gær á Facebook-síðu sinni en þeir kynntust í veiði í Selá þar sem Pettifer starfaði sem leiðsögumaður. Eyddu þeir þremur dögum saman þar sem þeir ræddu heima og geima að sögn Jónasar. Pettifer starfaði á Íslandi nokkur sumur í laxveiðiám og dvaldi á landinu um nokkra vikna skeið að hverju sinni. Sjá má færslu Jónasar neðar hér í fréttinni. „Ég setti þetta í rauninni bara inn því mér finnst svo magnað hvað heimurinn er lítill. Þetta var bara gæðadrengur, hann var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór. Hann var alveg ofboðslegur stangveiðimaður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Bretakonungur vottaði fjölskyldunni samúð Eins og greint hefur frá vottaði Karl Bretakonungur fjölskyldu hins 31 árs gamla Pettifer samúð. Hann var sonur Alexöndur Pettfier, barnfóstru Harrys og Vilhjálms Bretaprins. Pettifer er sagður hafa látist af völdum áverka sem hlutust þegar bílnum var ekið á fólkið í þvögunni í New Orleans á nýársdag. Árásarmaðurinn Shamsud-Din Bahar Jabbar, 42 ára maður frá Texas, var skotinn til bana af lögreglumönnum eftir að hann hafði ekið inn í mannfjölda á Bourbon-stræti. Starfsmenn alríkislögreglunnar segja liggja fyrir að hann hefði verið innblásinn af Íslamska ríkinu en voðaverkið er rannsakað sem hryðjuverk. Hokinn af reynslu Jónas segir að Pettifer hafi verið hokinn af reynslu þrátt fyrir ungan aldur og vísar til hans sem framúrskarandi stangveiðimanns. „Hann var mikið náttúrubarn og elskaði að veiða. Hann var mikill húmoristi og grínaðist mikið.“ Færsla Jónasar í heild sinni.skjáskot „Ég sá hann fyrst í flugvélinni á leið til Vopnafjarðar, glaðbeittan og skrafhreifinn náunga,“ segir í færslu Jónasar en hann tekur fram að Pettifer hafi talað vel um Karl Bretakonung. „Góður drengur, léttur í lund, enskur í öllum háttum og hógvær. Nú er hann allur af því að einhver bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk á nýársgleði í New Orleans. Blessuð sé minning Edward Pettifer.“ Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Jónas birti mynd af þeim félögunum saman í gær á Facebook-síðu sinni en þeir kynntust í veiði í Selá þar sem Pettifer starfaði sem leiðsögumaður. Eyddu þeir þremur dögum saman þar sem þeir ræddu heima og geima að sögn Jónasar. Pettifer starfaði á Íslandi nokkur sumur í laxveiðiám og dvaldi á landinu um nokkra vikna skeið að hverju sinni. Sjá má færslu Jónasar neðar hér í fréttinni. „Ég setti þetta í rauninni bara inn því mér finnst svo magnað hvað heimurinn er lítill. Þetta var bara gæðadrengur, hann var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór. Hann var alveg ofboðslegur stangveiðimaður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Bretakonungur vottaði fjölskyldunni samúð Eins og greint hefur frá vottaði Karl Bretakonungur fjölskyldu hins 31 árs gamla Pettifer samúð. Hann var sonur Alexöndur Pettfier, barnfóstru Harrys og Vilhjálms Bretaprins. Pettifer er sagður hafa látist af völdum áverka sem hlutust þegar bílnum var ekið á fólkið í þvögunni í New Orleans á nýársdag. Árásarmaðurinn Shamsud-Din Bahar Jabbar, 42 ára maður frá Texas, var skotinn til bana af lögreglumönnum eftir að hann hafði ekið inn í mannfjölda á Bourbon-stræti. Starfsmenn alríkislögreglunnar segja liggja fyrir að hann hefði verið innblásinn af Íslamska ríkinu en voðaverkið er rannsakað sem hryðjuverk. Hokinn af reynslu Jónas segir að Pettifer hafi verið hokinn af reynslu þrátt fyrir ungan aldur og vísar til hans sem framúrskarandi stangveiðimanns. „Hann var mikið náttúrubarn og elskaði að veiða. Hann var mikill húmoristi og grínaðist mikið.“ Færsla Jónasar í heild sinni.skjáskot „Ég sá hann fyrst í flugvélinni á leið til Vopnafjarðar, glaðbeittan og skrafhreifinn náunga,“ segir í færslu Jónasar en hann tekur fram að Pettifer hafi talað vel um Karl Bretakonung. „Góður drengur, léttur í lund, enskur í öllum háttum og hógvær. Nú er hann allur af því að einhver bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk á nýársgleði í New Orleans. Blessuð sé minning Edward Pettifer.“
Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira