Steinþór Darri Þorsteinsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir tildrög slyssins vera óljós en miðað við mynd frá vettvangi er líkt og önnur bifreiðin hafi beygt fyrir hina.
Ökumennirnir tveir sem voru fluttir á slysadeild hlutu minniháttar áverka og voru aðeins fluttir á slysadeild til aðhlynningar og skoðunar. Steinþór tekur fram að einn dælubíll hafi einnig verið kallaður til á vettvang til að astoða með hreinsun og önnur verkefni.