Biðtíminn hefur lengst um tvær klukkustundir frá því í fyrra og fjórar frá árinu 2022.
Samkvæmt Inrix er umferðaröngþveitið Bretlandi mest á A40 Westway í Lundúnum, sérstaklega á milli klukkan 17 og 18.
París vermir annað sætið á listanum yfir verstu umferðina í borgum Evrópu, þar sem ökumenn máttu sitja fastir í að meðaltali 97 klukkustundir árið 2024, og Dublin þriðja sætið en þar var biðtíminn 81 klukkustund.
Að sögn Bob Pishue, greinanda hjá Inrix, hefur umferðarmagn haldist nokkuð stöðugt í Lundúnum en aukist verulega í öðrum borgum á Bretlandseyjum, meðal annars um þrettán prósent í Manchester.
Hann segir vegaframkvæmdir hafa haft umtalsverð áhrif á ferðatíma innan höfuðborgarinnar. Þá megi rekja miklar umferðartafir til þéttbýlis borgarinnar og mikilla efnhagslegra umsvifa.