Innlent

Kviknaði í eld­hús­inn­réttingu

Atli Ísleifsson skrifar
Íbúum hafði sjálfum tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn.
Íbúum hafði sjálfum tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn. SHS

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir kviknaði í eldhúsinnréttingu í húsi í Reykjavík skömmu fyrir miðnætti í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var eldurinn í húsi í Suðurhlíðum í Reykjavík og var var tilkynnt um eldinn um hálf tólf.

Allir íbúar í húsinu sluppu ómeiddir út úr húsinu en þeim hafði sjálfum tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn.

Í færslu slökkviliðs á Facebook er fólk minnt á að vera á varðbergi og gera ráðstafanir gagnvart kuldanum hvað varðar vatn og vatnsleiðslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×