Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar 6. janúar 2025 11:31 Þrettándinn er merkilegur tími. Jólin eru að baki og sú táknræna athöfn að taka niður jólatré og jólaskraut er til marks um það að hversdagurinn tekur nú við af hátíðinni. Það sem fyrir fáum vikum jók litadýrðina í kringum okkur og gerði hinu óhefðbundna hátt undir höfði, er nú eins og hver annar óþarfi. Fyrrum stofuskraut öðlast framhaldslíf sem jarðvegur. Þetta er líka tíminn þar sem fólk nær sér. Það nær sér eftir sykur og salt jólanna, eftir vökunætur og morgunsyfju, eftir kaupgleði og pakkafjöld og veisluhöld og allt það sem einkennir þessa mögnuðu tíma sem jólin eru. Það þyrfti sannarlega sterk bein og taugar til þess að þola líferni hátíðarinnar í lengri tíma. Nú hefst endurheimt hins hversdagslega og því fylgir alls kyns heilsuátak: einkaþjálfun, lágkolvetniskúrar og engiferdrykkir, svo eitthvað sé nefnt. Allir eru að ná sér. Ég veit ekki hvort orðalag þetta á sér hliðstæðu á öðrum tungum en fátt nýtur meiri skilnings og viðurkenningar í okkar samfélagi þessa dagana. Hvað merkir þetta nákvæmlega, að ná sér? Hvert er þetta ákjósanlega „ég“ sem við ætlum okkur að ná í skottið á? Skáldin hafa gefið þessu gaum. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur telur að í þeirri viðleitni að ná sér sé fólgið hvorki meira né minna en sjálft hlutskipti mannsins frá vöggu til grafar. Allt lífið erum við í þeim eltingarleik: „Lífið gengur einmitt út á það að ná sér. Að ná sér eftir nætursvefn, það tekur hálfan daginn. Að ná sér eftir kríu er verkefni fram á kvöld. Að ná sér eftir fæðinguna, upphafsöskrið, í það fer heil mannsævi.” (Steinunn Sigurðardóttir, Hugástir, Mál og menning: Reykjavík, 1999) Náum við okkur nokkurn tímann? Hvert viðfangsefnið á fætur öðru raskar þessu jafnvægi sem við leitum að: að borða, byggja, vinna, elskast, leika og í kjölfarið þurfum við ... einmitt það að ná okkur. Þessu skyldur er frasinn, að finna sig. Hann er gjarnan hafður um fólk á tímamótum sem lokið hefur einum áfanga og stefnir á nýjan. „Hann er bara ekki búinn að finna sig,“ heyrist ef illa gengur að stíga næstu skref i kapphlaupinu um stöður og lífsgæði. Líklega þarf maður fyrst að finna sig áður en maður á möguleika á því að ná sér. Að baki býr einhver hugmynd um hið æskilega ástand, þessa stöðu sem við sjáum fyrir okkur að sé ákjósanleg og eðlileg. En hana finnum við ekki í kúrunum, ekki á hlaupabrettinu, hvorki í óhófi hátíðar né rútínu hversdagsins. Leit mannsins að tilgangi er trúarleg leit þótt víða sé borið við á öðrum sviðum tilverunnar. Í helgidómnum skynjum við tengslin við skapara okkar og þar finnum við þann tilgang sem við höfum í þessu lífi okkar. Já, fer vel á því í upphafi árs að hugleiða að við miðum tímatal okkar við fæðingu Jesú og lýsir það vel þeim miklu áhrifum sem hann hafði. Hann var ekki eingöngu sá er leiddi brautina fyrir okkur með sigri sínum á dauðanum. Jesús var ekki síður fordæmi fyrir okkur sem viljum lifa innihaldsríku lífi. Skáldið Steinunn Sigurðardóttir leikur sér með þennan ævilanga eltingaleik mannsins við að ná sjálfum sér. Á lýsing hennar ekki vel við núna þegar við göngum inn í nýtt tímabil og reynum að ná okkur eftir jólahátíðina? Við ættum að taka með okkur boðskapinn sem fluttur var í kirkjum landsins á helgum jólum. Í hinu látlausa og sanna er tilgangur okkar fólginn. Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þrettándinn er merkilegur tími. Jólin eru að baki og sú táknræna athöfn að taka niður jólatré og jólaskraut er til marks um það að hversdagurinn tekur nú við af hátíðinni. Það sem fyrir fáum vikum jók litadýrðina í kringum okkur og gerði hinu óhefðbundna hátt undir höfði, er nú eins og hver annar óþarfi. Fyrrum stofuskraut öðlast framhaldslíf sem jarðvegur. Þetta er líka tíminn þar sem fólk nær sér. Það nær sér eftir sykur og salt jólanna, eftir vökunætur og morgunsyfju, eftir kaupgleði og pakkafjöld og veisluhöld og allt það sem einkennir þessa mögnuðu tíma sem jólin eru. Það þyrfti sannarlega sterk bein og taugar til þess að þola líferni hátíðarinnar í lengri tíma. Nú hefst endurheimt hins hversdagslega og því fylgir alls kyns heilsuátak: einkaþjálfun, lágkolvetniskúrar og engiferdrykkir, svo eitthvað sé nefnt. Allir eru að ná sér. Ég veit ekki hvort orðalag þetta á sér hliðstæðu á öðrum tungum en fátt nýtur meiri skilnings og viðurkenningar í okkar samfélagi þessa dagana. Hvað merkir þetta nákvæmlega, að ná sér? Hvert er þetta ákjósanlega „ég“ sem við ætlum okkur að ná í skottið á? Skáldin hafa gefið þessu gaum. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur telur að í þeirri viðleitni að ná sér sé fólgið hvorki meira né minna en sjálft hlutskipti mannsins frá vöggu til grafar. Allt lífið erum við í þeim eltingarleik: „Lífið gengur einmitt út á það að ná sér. Að ná sér eftir nætursvefn, það tekur hálfan daginn. Að ná sér eftir kríu er verkefni fram á kvöld. Að ná sér eftir fæðinguna, upphafsöskrið, í það fer heil mannsævi.” (Steinunn Sigurðardóttir, Hugástir, Mál og menning: Reykjavík, 1999) Náum við okkur nokkurn tímann? Hvert viðfangsefnið á fætur öðru raskar þessu jafnvægi sem við leitum að: að borða, byggja, vinna, elskast, leika og í kjölfarið þurfum við ... einmitt það að ná okkur. Þessu skyldur er frasinn, að finna sig. Hann er gjarnan hafður um fólk á tímamótum sem lokið hefur einum áfanga og stefnir á nýjan. „Hann er bara ekki búinn að finna sig,“ heyrist ef illa gengur að stíga næstu skref i kapphlaupinu um stöður og lífsgæði. Líklega þarf maður fyrst að finna sig áður en maður á möguleika á því að ná sér. Að baki býr einhver hugmynd um hið æskilega ástand, þessa stöðu sem við sjáum fyrir okkur að sé ákjósanleg og eðlileg. En hana finnum við ekki í kúrunum, ekki á hlaupabrettinu, hvorki í óhófi hátíðar né rútínu hversdagsins. Leit mannsins að tilgangi er trúarleg leit þótt víða sé borið við á öðrum sviðum tilverunnar. Í helgidómnum skynjum við tengslin við skapara okkar og þar finnum við þann tilgang sem við höfum í þessu lífi okkar. Já, fer vel á því í upphafi árs að hugleiða að við miðum tímatal okkar við fæðingu Jesú og lýsir það vel þeim miklu áhrifum sem hann hafði. Hann var ekki eingöngu sá er leiddi brautina fyrir okkur með sigri sínum á dauðanum. Jesús var ekki síður fordæmi fyrir okkur sem viljum lifa innihaldsríku lífi. Skáldið Steinunn Sigurðardóttir leikur sér með þennan ævilanga eltingaleik mannsins við að ná sjálfum sér. Á lýsing hennar ekki vel við núna þegar við göngum inn í nýtt tímabil og reynum að ná okkur eftir jólahátíðina? Við ættum að taka með okkur boðskapinn sem fluttur var í kirkjum landsins á helgum jólum. Í hinu látlausa og sanna er tilgangur okkar fólginn. Höfundur er prestur í Neskirkju.
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun