Leikirnir sem beðið er eftir Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 09:02 Það er mikið um efnilega leiki á sjóndeildarhringnum og leikjaspilarar ættu að hafa nóg fyrir stafni á komandi mánuðum. Á þessum myrkustu tímum ársins er fólki hollt að rísa upp úr hversdagslegri eymdinni og líta til framtíðar. Að hætta að hjakka sífellt í sama gamla, og djúpa, farinu og líta jákvæðum augum til betri tíma og nýrra tölvuleikja. Út við sjóndeildarhringinn má nefnilega sjá glitta í GTA 6 en vonum að það sé ekki hilling. Nýtt ár þýðir nýir tölvuleikir og það er von á mörgum efnilegum slíkum á þessu ári en það sama var upp á teningnum í fyrra. Eins og undanfarin ár er gífurlega margir framhaldsleikir væntanlegir en að þessu sinni er oft verið að blása nýju lífi í gamlar seríur. Sjá einnig: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu leikina sem eiga að koma út á þessu ári og jafnvel seinna en það. Árið sem er að hefjast lítur ágætlega út en vert er að taka fram að útgáfudagar taka oft miklum breytingum. Enn sem komið er eru tiltölulega fáir leikir á listanum komnir með útgáfudag. Við byrjum á leikjunum sem fyrir liggur hvenær þeir eiga að koma út. Hinir eru svo neðar. Sniper Elite: Resistance Sniper Elite-leikirnir eru orðnir ansi margir en sá fyrsti kom út árið 2005. Eins og nafnið gefur til kynna snúast leikirnir um að skjóta fólk á færi og þá aðallega nasista. Að þessu sinni setur leikurinn spilara í spor leyniskyttu sem berst með frönskum uppreisnarmönnum sem berjast gegn hernámi Þjóðverja. Saga leiksins á að gerast samhliða SE5 og snýst hún um að stöðva þróun enn eins ofurvopnsins sem Hitler gæti notað til að vinna heimsstyrjöldina. Eins og áður býður leikurinn upp á fjölspilun og það að aðrir spilarar geti stokkið inn í leikinn þinn og skotið þig, ef þú leyfir það. Sniper Elite: Resistance kemur út þann 28. janúar á PC, PS 4 og 5 og Xbox. Kingdom Come: Deliverance 2 Okkar allra bestu Henry snýr loksins aftur í Kingdom Come: Deliverance 2. Þarr er um að ræða framhald að upprunalega hlutverkaleiknum frá 2018 en hann gerist í Bóhemíu í Tékklandi á fimmtándu öld. Í fyrri leiknum lærir Henry að berjast og tekst að vinna mikinn sigur á Sigsmund keisara og öðrum óvinum sínum. Honum tókst þó ekki að ná aftur sverði föður síns og endaði fyrri leikurinn á því að Henry lagði af stað í ferðalag með vini sínum og lávarði Hans Capon til Kuttenberg. Seinni leikurinn hefst á því ferðalagi. Kingdom Come: Deliverance 2 kemur út þann 4. febrúar á PC, PS5 og Xbox. Civilization 7 Civilization-leikina þarf líklega ekki að kynna fyrir neinum en við fyrirgefum þeim sem þekka þetta ekki. Fyrir ykkur, ef þið slysuðust hérna inn, á snúast leikirnir frá Sid Meier um að byggja upp samfélög og þjóðríki frá örófi alda til framtíðarinnar. Að þessu sinni hafa nokkrar breytingar verið gerðar. Spilarar munu til að mynda geta valið sér leiðtoga sérstaklega og prófað sig þannig áfram með samblöndu leiðtoga og þjóða, til að finna sinn leikstíl. Civilization 7 kemur út þann 11. febrúar á PC. Assassin’s Creed Shadows Nýjasti leikurinn í langlífu leikjaseríunni um launmorðingja í gegnum aldirnar kemur út í febrúar. Að þessu sinni er sögusviðið fært til Japan, loksins, og eru tveir mjög svo mismunandi launmorðingjar spilanlegir. Það eru þau Naoe og Yasuke. Naoe er ninja og Yasuke byggir á sögulegum manni með sama nafn, sem var maður frá Afríku í Japan á sextándu öld sem þjónaði hinum sögufræga Oda Nobunaga í stuttan tíma. Tiltölulega lítið er vitað um raunverulega manninn en hann mun hafa komið til Japan með portúgölskum trúboða. Hins vegar er ekki vitað hvaðan hann kom í Afríku. Persónurnar eiga að bjóða spilurum upp á mismunandi leiðir til að spila leikinn, þar sem Naoe ku vera meira fyrir það að laumast um og stinga menn í bakið en Yasuke er sagður meira fyrir það að ganga upp að fólki og skera það í herðar niður. Leikurinn hefur þótt mjög umdeildur á internetinu en gagnrýnin snýr að mestu að því að Yasuke sé í leiknum. Assassin‘s Creed Shadows kemur út þann 14. febrúar á PC, PS5 og Xbox. Avowed Fyrstu persónu ævintýra- og hlutverkaleikurinn Avowed hefur verið á þessum lista áður. Hann er gerður af Obsidian Entertainment og gerist í sama söguheimi og Pillars of Eternity leikirnir sem fyrirtækið hefur gefið út á undanförnum árum. Í leiknum munu spilarar geta beitt sverðum, byssum og göldrum til að bjarga heiminum. Avowed kemur út þann 18. febrúar á PC og Xbox. Monster Hunter Wilds Capcom er að gefa út nýjan leik um skrímslaveiðar en fyrsti leikurinn í seríunni kom út árið 2004. Þeir hafa alltaf notið mikilla vinsælda í Japan en undanfarin ár hafa vinsældir leikjanna aukist á heimsvísu. Í grunninn snúast þessir leikir um það að drepa skrímsli, nota líkamshluta þess til að búa til betri vopna og brynjur, og nota það svo til að drepa nýtt og erfiðara skrímsli og svo koll af kolli. Monster Hunter Wilds kemur ú þann 28. febrúar á PC, PS5 og Xbox. Atomfall Miðað við stiklur og spilun er hægt að lýsa leiknum Atomfall sem nokkurskonar breskri útgáfu af Fallout leikjunum. Leikurinn gerist í hliðarheimi þar sem eldurinn í Windscale kjarnorkuverinu árið 1957 gerði stóran hluta Bretlandseyja óbyggilegan. Atomfall kemur út í þann 27. mars á PC, Playstation og Xbox. Commandos: Origins Líklega þarftu í það minnsta að vera kominn ansi nærri fertugsaldrinum til að muna hlýjum hug eftir Commandos leikjunum gömlu. Nú er loks verið að gera nýjan slíkan leik um hóp sérveitarmanna í seinni heimsstyrjöldinni. Commandos: Origins kemur út í mars á PC, Playstation og Xbox. Grand Theft Auto 6 Biðin eftir nýjasta GTA-leiknum hefur staðið yfir um langt skeið en GTA 5 kom út árið 2013, á PlayStation 3! Nú virðist sem þetta muni loks gerast og fá spilarar aftur að heimsækja Vice City. Leikurinn virðist einnig gerast í uppsveitum Flórída, ef svo má að orði komast og eru krókodílar fyrirferðarmiklir í stiklunni sem gefin var út í desember 2023. Þar má einnig sjá þó nokkrar persónur sem geta eingöngu verið frá Flórída. GTA 6 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á seinni hluta ársins á PS5 og Xbox. Ark 2 Það er nokkuð langt liði frá því fyrsta stiklan fyrir Ark 2 var sýnd, þar sem Vin Diesel stakk óvænt upp kollinum sem aðalpersónan. Síðan þá hefur tiltölulega lítið heyrst af leiknum, sem er framhald vinsæls leiks sem gengur út á að lifa af á skringilegri plánetu með risaeðlum, öðrum skrímslum og öðrum spilurum. Ark 2 er ekki kominn með útgáfudag og guð einn veit hvenær leikurinn á að koma út en hann á að koma út á PC, PS5 og Xbox. Borderlands 4 Nýr Borderlandsleikur var kynntur á síðasta ári en þar er um að ræða hressa og skondna skotleiki þar sem allt að fjórir spilarar geta skotið fólk og allskyns kvikyndi í massavís. Fjórir nýir „hvelfingarveiðimenn“ eru kynntir til leiks en saga leiksins mun víst fylgja sögu Borderlands 3 eftir. Borderlands 4 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu. Broken Arrow Herkænskuleikurinn Broken Arrow á að koma út á árinu en slíkir leikir virðast verða sífellt sjaldgæfari. Hann fjallar um stríð milli Bandaríkjanna og Rússlands og er sagður verulega umfangsmikill. Broken Arrow er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu. Crimson Desert Sömu aðilar og gerðu fjölspilunarleikinn Black Desert Online eru að gefa út leikinn Crimson Desert. Upprunalega átti leikurinn að fjalla um forsögu fjölspilunarleiksins en varð seinna í framleiðslunni að eigin einspilunar- ævintýraleik, sem gerist í sama söguheimi. Crimson Desert er ekki kominn með útgáfu dag en á að koma út á árinu á PC, PS5 og Xbox. Death Stranding 2: On the Beach Hideo Kojima opinberaði nýverið sinn nýjasta leik, framhald Death Stranding. Upprunalegi leikurinn kom út árið 2019 og þótti hann mjög svo einstakur. Í stuttu máli sagt fjallar leikurinn um Sam Porter Bridges, sem leikinn er af Norman Reedus, en síðasti forseti Bandaríkjanna, sem er einnig móðir Sam, fær hann til að sameina Bandaríkin á nýjan leik. Aðallega með því að flytja pakkningar á milli borga og tengja þær neðanjarðarborgir sem eftir eru saman í gegnum svokallað Chiral Network. Nú virðist sem Sam eigi að reyna að sameina fleiri hluta heimsins. Death Stranding 2: On the Beach er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PS5. Dune: Awakening Starfsmenn Funcom, sem eru hvað þekktastir fyrir Conan Exiles leikinn, ætla sér að gera aftur stóra hluti á sviði fjölspilunarleikja með Dune: Awakening. Þessi leikur gerist á krydd/eyðimerkur-plánetunni Arraks úr sögum Franks Herbert. Þar eiga spilarar að lifa af, mynda fylkingar og berjast við aðrar um kryddið svokallaða í risastórum opnum heimi. Dune: Awakening er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS og Xbox. Doom: The Dark Ages Doom-gaurinn, eða Slátrarinn, snýr aftur í nýjum leik frá Bethesda. Að þessu sinni mun hann slátra djöflum og drýslum með miðaldasniði. Um er að ræða þriðja nútímaleikinn í Doom heiminum og á saga þessa leiks að gerast á undan sögu leiksins sem kom út árið 2016. Doom: The Dark Ages er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS5 og Xbox. Dying Light: The Beast Kyle Crane, söguhetja upprunalega Dying Light leiksins, snýr aftur í Dying Light: The Beast. Hann sleppur úr haldi drullusokka eftir að þeir hafa gert grimmilegar tilraunir á honum í söguheimi sem uppvakningar hafa leikið grátt. Crane notar krafta sína eftir allar tilraunirnar til að hefna sín á kveljurum sínum. Dying Light: The Beast er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS og Xbox. Elden Ring Nightreign From Software er að gefa út nýjan leik sem er nokkurskonar viðbót við Elden Ring. Um er að ræða fjölspilunarleik þar sem allt að þrír spilarar geta tekið höndum saman og barist við ófreskjur og önnur kvikyndi. Elden Ring Nightreign er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC, PS5 og Xbox. Fable Mörg ár eru liðin síðan tilvist fjórða Fable leiksins var opinberuð. Þriðji leikurinn frá Albion kom út árið 2010 og þótti tími til kominn fyrir nýjan. Síðan þá hefur hins vegar lítið gerst, þar til fyrir skömmu, þegar tilkynnt var að Fable ætti að koma út á þessu ári. Um er að ræða ævintýraleik með grínívafi og er þessum nýjasta Fable ætlað að endurstilla söguheiminn. Fable er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC og Xbox. FBC: Firebreak Remedy er að gefa út fjölspilunarleik sem gerast á í sama söguheimi og Control og Alan Wake. Spilarar taka höndum saman, þrír og þrír, og berjast við ýmsar óvættir með byssum og öðrum óhefðbundnum vopnum. FBC: Firebreak er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS5 og Xbox. Gears of War: E-Day Nýir leikir í gömlum seríum virðist nokkurskonar þema þessa árs. Þá er ekki hægt að skilja Gears of War eftir útundan. Þessi nýjasti leikur fjallar um upphaf innrásar (upprásar?) Locust hjarðarinnar og baráttu þeirra Marcus Fenix og Dom Santiago, sem þeir sem spiluðu gömlu leikina ættu að kannast við. Gears of War: E-Day er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á seinni hluta ársins á PC og Xbox. Ghost of Yōtei Starfsmenn Sucker Punch hafa unnið hörðum höndum að framhaldi leiksins Ghost of Tsushima, sem kom út árið 2020. Þessi leikur gerist árið 1603, mun seinna en fyrri leikurinn, og fjallar um nýjan draug sem ber nafnið Atsu. Þá gerist leikurinn á svæðinu kringum fjallið Yotei í Japan og inniheldur fjölbreytt landslag. Þá bendir stiklan einnig til þess að vopn leiksins verði fjölbreyttari en í fyrri leiknum. Ghost of Yōtei er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PS5. Island of Winds Íslenski tölvuleikurinn Island of Winds (Eyja vindanna) sem framleiddur er af Parity Games kemur út á árinu. Sögusviðið er svonefnd „eyja vindanna,“ en um er að ræða ævintýraheim sem svipar til Íslands á 17. öld. Parity sækir innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og þjóðhátta. Leikurinn er einspilunarleikur og fjallar um söguhetjuna Brynhildi og hvernig hún rís upp til að vernda eyjuna sína og takast á við áskoranir lífsins þó vindar blási á móti. Island of Winds er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC og allar helstu leikjatölvur. Metal Gear Solid Delta: Snake Eater Starfsmenn Konami hafa unnið að endurgerð leiksins Metal Gear Solid: Snake Eater, sem var líklega einn af bestu leikjum PlayStation 2 á sínum tíma, og er tilefni til. Í þessum leik þarf Snake að taka á honum stóra sínum í leynilegu verkefni innan Sovétríkjanna og berjast við óvænta óvini í leiðinni. Metal Gear Solid Delta: Snake Eater er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC, PS5 og Xbox. Mafia: The Old Country Þema ársins heldur áfram. Tæp tíu ár eru liðin frá því Mafia 3 kom út og eðli málsins samkvæmt þarf að henda í nýjan leik. Að þessu sinni verður farið til Sikileyjar og fjallar saga leiksins um uppruna skipulagðar glæpastarfsemi þar í upphafi tuttugustu aldarinnar. Mafia: The Old Country er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS5 og Xbox. Marvel 1943: Rise of Hydra Steve Rogers og Azzuri, konungur Wakanda og Svarti Pardusinn, taka höndum saman í Marvel 1943: Rise of Hydra sem gerist í hersetinni París í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir berjast gegn nasistum og meðlimum Hydra-samtakanna. Marvel 1943: Rise of Hydra er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC, PS5 og Xbox. The Outer Worlds 2 Margir átta sig ef til vill ekki á því en Outer Worlds 2 er framhaldsleikur Outer Worlds frá 2019. Leikirnir eru gerðir af Obsidian Entertainment, sem á sér góða sögu við gerð hlutverkaleikja, og gerast í hliðarveruleika árið 2355. Stór fyrirtæki ráða nánast öllu og eru farin að leggja fjarlæg sólkerfi undir sig. Leikirnir taka sig ekki alvarlega og sá fyrri var mjög svo fyndinn. Svo virðist sem að seinni leikurinn verði það einnig. The Outer Worlds 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS5 og Xbox. Subnautica 2 „Það er allaf stærri fiskur,“ sagði vitur Jedi-riddari eitt sinn og Subnautica 2 virðist ætlað að sanna þau ummæli. Subnautica: Below Zero hefur vakið mikla lukku á undanförnum árum en hann snýst um að lifa af á sjávarplánetu þar sem auðlindir eru takmarkaðar. Subnautica 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út, að hluta til, á þessu ári á PC, PS5 og Xbox. Vampire: The Masquearde – Bloodlines 2 Leikurinn með þrjú nöfn. Vampire: The Masquerade – Bloodlines 2 er framhald leiks sem kom út árið 2004. Framleiðsla þessa leiks hefur gengið illa í gegnum árin og hefur leiknum ítrekað verið frestað. Guð einn veit hversu oft ég hef verið með þennan leik á þessum lista, ekki nenni ég að athuga það. Að þessu sinni setja spilarar sig í spor fornrar vampíru sem er nývöknuð eftir aldalangan blund, í Seattle og þurfa að læra að fóta sig í nýjum heimi. Spilarar geta valið mismunandi ættbálka vampíra til að tilheyra í leiknum, sem hefur áhrif á framvindu sögunnar. Vampire: The Masquearde – Bloodlines 2 er einhvern veginn ekki enn kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS5 og Xbox. Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Nýtt ár þýðir nýir tölvuleikir og það er von á mörgum efnilegum slíkum á þessu ári en það sama var upp á teningnum í fyrra. Eins og undanfarin ár er gífurlega margir framhaldsleikir væntanlegir en að þessu sinni er oft verið að blása nýju lífi í gamlar seríur. Sjá einnig: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu leikina sem eiga að koma út á þessu ári og jafnvel seinna en það. Árið sem er að hefjast lítur ágætlega út en vert er að taka fram að útgáfudagar taka oft miklum breytingum. Enn sem komið er eru tiltölulega fáir leikir á listanum komnir með útgáfudag. Við byrjum á leikjunum sem fyrir liggur hvenær þeir eiga að koma út. Hinir eru svo neðar. Sniper Elite: Resistance Sniper Elite-leikirnir eru orðnir ansi margir en sá fyrsti kom út árið 2005. Eins og nafnið gefur til kynna snúast leikirnir um að skjóta fólk á færi og þá aðallega nasista. Að þessu sinni setur leikurinn spilara í spor leyniskyttu sem berst með frönskum uppreisnarmönnum sem berjast gegn hernámi Þjóðverja. Saga leiksins á að gerast samhliða SE5 og snýst hún um að stöðva þróun enn eins ofurvopnsins sem Hitler gæti notað til að vinna heimsstyrjöldina. Eins og áður býður leikurinn upp á fjölspilun og það að aðrir spilarar geti stokkið inn í leikinn þinn og skotið þig, ef þú leyfir það. Sniper Elite: Resistance kemur út þann 28. janúar á PC, PS 4 og 5 og Xbox. Kingdom Come: Deliverance 2 Okkar allra bestu Henry snýr loksins aftur í Kingdom Come: Deliverance 2. Þarr er um að ræða framhald að upprunalega hlutverkaleiknum frá 2018 en hann gerist í Bóhemíu í Tékklandi á fimmtándu öld. Í fyrri leiknum lærir Henry að berjast og tekst að vinna mikinn sigur á Sigsmund keisara og öðrum óvinum sínum. Honum tókst þó ekki að ná aftur sverði föður síns og endaði fyrri leikurinn á því að Henry lagði af stað í ferðalag með vini sínum og lávarði Hans Capon til Kuttenberg. Seinni leikurinn hefst á því ferðalagi. Kingdom Come: Deliverance 2 kemur út þann 4. febrúar á PC, PS5 og Xbox. Civilization 7 Civilization-leikina þarf líklega ekki að kynna fyrir neinum en við fyrirgefum þeim sem þekka þetta ekki. Fyrir ykkur, ef þið slysuðust hérna inn, á snúast leikirnir frá Sid Meier um að byggja upp samfélög og þjóðríki frá örófi alda til framtíðarinnar. Að þessu sinni hafa nokkrar breytingar verið gerðar. Spilarar munu til að mynda geta valið sér leiðtoga sérstaklega og prófað sig þannig áfram með samblöndu leiðtoga og þjóða, til að finna sinn leikstíl. Civilization 7 kemur út þann 11. febrúar á PC. Assassin’s Creed Shadows Nýjasti leikurinn í langlífu leikjaseríunni um launmorðingja í gegnum aldirnar kemur út í febrúar. Að þessu sinni er sögusviðið fært til Japan, loksins, og eru tveir mjög svo mismunandi launmorðingjar spilanlegir. Það eru þau Naoe og Yasuke. Naoe er ninja og Yasuke byggir á sögulegum manni með sama nafn, sem var maður frá Afríku í Japan á sextándu öld sem þjónaði hinum sögufræga Oda Nobunaga í stuttan tíma. Tiltölulega lítið er vitað um raunverulega manninn en hann mun hafa komið til Japan með portúgölskum trúboða. Hins vegar er ekki vitað hvaðan hann kom í Afríku. Persónurnar eiga að bjóða spilurum upp á mismunandi leiðir til að spila leikinn, þar sem Naoe ku vera meira fyrir það að laumast um og stinga menn í bakið en Yasuke er sagður meira fyrir það að ganga upp að fólki og skera það í herðar niður. Leikurinn hefur þótt mjög umdeildur á internetinu en gagnrýnin snýr að mestu að því að Yasuke sé í leiknum. Assassin‘s Creed Shadows kemur út þann 14. febrúar á PC, PS5 og Xbox. Avowed Fyrstu persónu ævintýra- og hlutverkaleikurinn Avowed hefur verið á þessum lista áður. Hann er gerður af Obsidian Entertainment og gerist í sama söguheimi og Pillars of Eternity leikirnir sem fyrirtækið hefur gefið út á undanförnum árum. Í leiknum munu spilarar geta beitt sverðum, byssum og göldrum til að bjarga heiminum. Avowed kemur út þann 18. febrúar á PC og Xbox. Monster Hunter Wilds Capcom er að gefa út nýjan leik um skrímslaveiðar en fyrsti leikurinn í seríunni kom út árið 2004. Þeir hafa alltaf notið mikilla vinsælda í Japan en undanfarin ár hafa vinsældir leikjanna aukist á heimsvísu. Í grunninn snúast þessir leikir um það að drepa skrímsli, nota líkamshluta þess til að búa til betri vopna og brynjur, og nota það svo til að drepa nýtt og erfiðara skrímsli og svo koll af kolli. Monster Hunter Wilds kemur ú þann 28. febrúar á PC, PS5 og Xbox. Atomfall Miðað við stiklur og spilun er hægt að lýsa leiknum Atomfall sem nokkurskonar breskri útgáfu af Fallout leikjunum. Leikurinn gerist í hliðarheimi þar sem eldurinn í Windscale kjarnorkuverinu árið 1957 gerði stóran hluta Bretlandseyja óbyggilegan. Atomfall kemur út í þann 27. mars á PC, Playstation og Xbox. Commandos: Origins Líklega þarftu í það minnsta að vera kominn ansi nærri fertugsaldrinum til að muna hlýjum hug eftir Commandos leikjunum gömlu. Nú er loks verið að gera nýjan slíkan leik um hóp sérveitarmanna í seinni heimsstyrjöldinni. Commandos: Origins kemur út í mars á PC, Playstation og Xbox. Grand Theft Auto 6 Biðin eftir nýjasta GTA-leiknum hefur staðið yfir um langt skeið en GTA 5 kom út árið 2013, á PlayStation 3! Nú virðist sem þetta muni loks gerast og fá spilarar aftur að heimsækja Vice City. Leikurinn virðist einnig gerast í uppsveitum Flórída, ef svo má að orði komast og eru krókodílar fyrirferðarmiklir í stiklunni sem gefin var út í desember 2023. Þar má einnig sjá þó nokkrar persónur sem geta eingöngu verið frá Flórída. GTA 6 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á seinni hluta ársins á PS5 og Xbox. Ark 2 Það er nokkuð langt liði frá því fyrsta stiklan fyrir Ark 2 var sýnd, þar sem Vin Diesel stakk óvænt upp kollinum sem aðalpersónan. Síðan þá hefur tiltölulega lítið heyrst af leiknum, sem er framhald vinsæls leiks sem gengur út á að lifa af á skringilegri plánetu með risaeðlum, öðrum skrímslum og öðrum spilurum. Ark 2 er ekki kominn með útgáfudag og guð einn veit hvenær leikurinn á að koma út en hann á að koma út á PC, PS5 og Xbox. Borderlands 4 Nýr Borderlandsleikur var kynntur á síðasta ári en þar er um að ræða hressa og skondna skotleiki þar sem allt að fjórir spilarar geta skotið fólk og allskyns kvikyndi í massavís. Fjórir nýir „hvelfingarveiðimenn“ eru kynntir til leiks en saga leiksins mun víst fylgja sögu Borderlands 3 eftir. Borderlands 4 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu. Broken Arrow Herkænskuleikurinn Broken Arrow á að koma út á árinu en slíkir leikir virðast verða sífellt sjaldgæfari. Hann fjallar um stríð milli Bandaríkjanna og Rússlands og er sagður verulega umfangsmikill. Broken Arrow er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu. Crimson Desert Sömu aðilar og gerðu fjölspilunarleikinn Black Desert Online eru að gefa út leikinn Crimson Desert. Upprunalega átti leikurinn að fjalla um forsögu fjölspilunarleiksins en varð seinna í framleiðslunni að eigin einspilunar- ævintýraleik, sem gerist í sama söguheimi. Crimson Desert er ekki kominn með útgáfu dag en á að koma út á árinu á PC, PS5 og Xbox. Death Stranding 2: On the Beach Hideo Kojima opinberaði nýverið sinn nýjasta leik, framhald Death Stranding. Upprunalegi leikurinn kom út árið 2019 og þótti hann mjög svo einstakur. Í stuttu máli sagt fjallar leikurinn um Sam Porter Bridges, sem leikinn er af Norman Reedus, en síðasti forseti Bandaríkjanna, sem er einnig móðir Sam, fær hann til að sameina Bandaríkin á nýjan leik. Aðallega með því að flytja pakkningar á milli borga og tengja þær neðanjarðarborgir sem eftir eru saman í gegnum svokallað Chiral Network. Nú virðist sem Sam eigi að reyna að sameina fleiri hluta heimsins. Death Stranding 2: On the Beach er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PS5. Dune: Awakening Starfsmenn Funcom, sem eru hvað þekktastir fyrir Conan Exiles leikinn, ætla sér að gera aftur stóra hluti á sviði fjölspilunarleikja með Dune: Awakening. Þessi leikur gerist á krydd/eyðimerkur-plánetunni Arraks úr sögum Franks Herbert. Þar eiga spilarar að lifa af, mynda fylkingar og berjast við aðrar um kryddið svokallaða í risastórum opnum heimi. Dune: Awakening er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS og Xbox. Doom: The Dark Ages Doom-gaurinn, eða Slátrarinn, snýr aftur í nýjum leik frá Bethesda. Að þessu sinni mun hann slátra djöflum og drýslum með miðaldasniði. Um er að ræða þriðja nútímaleikinn í Doom heiminum og á saga þessa leiks að gerast á undan sögu leiksins sem kom út árið 2016. Doom: The Dark Ages er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS5 og Xbox. Dying Light: The Beast Kyle Crane, söguhetja upprunalega Dying Light leiksins, snýr aftur í Dying Light: The Beast. Hann sleppur úr haldi drullusokka eftir að þeir hafa gert grimmilegar tilraunir á honum í söguheimi sem uppvakningar hafa leikið grátt. Crane notar krafta sína eftir allar tilraunirnar til að hefna sín á kveljurum sínum. Dying Light: The Beast er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS og Xbox. Elden Ring Nightreign From Software er að gefa út nýjan leik sem er nokkurskonar viðbót við Elden Ring. Um er að ræða fjölspilunarleik þar sem allt að þrír spilarar geta tekið höndum saman og barist við ófreskjur og önnur kvikyndi. Elden Ring Nightreign er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC, PS5 og Xbox. Fable Mörg ár eru liðin síðan tilvist fjórða Fable leiksins var opinberuð. Þriðji leikurinn frá Albion kom út árið 2010 og þótti tími til kominn fyrir nýjan. Síðan þá hefur hins vegar lítið gerst, þar til fyrir skömmu, þegar tilkynnt var að Fable ætti að koma út á þessu ári. Um er að ræða ævintýraleik með grínívafi og er þessum nýjasta Fable ætlað að endurstilla söguheiminn. Fable er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC og Xbox. FBC: Firebreak Remedy er að gefa út fjölspilunarleik sem gerast á í sama söguheimi og Control og Alan Wake. Spilarar taka höndum saman, þrír og þrír, og berjast við ýmsar óvættir með byssum og öðrum óhefðbundnum vopnum. FBC: Firebreak er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS5 og Xbox. Gears of War: E-Day Nýir leikir í gömlum seríum virðist nokkurskonar þema þessa árs. Þá er ekki hægt að skilja Gears of War eftir útundan. Þessi nýjasti leikur fjallar um upphaf innrásar (upprásar?) Locust hjarðarinnar og baráttu þeirra Marcus Fenix og Dom Santiago, sem þeir sem spiluðu gömlu leikina ættu að kannast við. Gears of War: E-Day er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á seinni hluta ársins á PC og Xbox. Ghost of Yōtei Starfsmenn Sucker Punch hafa unnið hörðum höndum að framhaldi leiksins Ghost of Tsushima, sem kom út árið 2020. Þessi leikur gerist árið 1603, mun seinna en fyrri leikurinn, og fjallar um nýjan draug sem ber nafnið Atsu. Þá gerist leikurinn á svæðinu kringum fjallið Yotei í Japan og inniheldur fjölbreytt landslag. Þá bendir stiklan einnig til þess að vopn leiksins verði fjölbreyttari en í fyrri leiknum. Ghost of Yōtei er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PS5. Island of Winds Íslenski tölvuleikurinn Island of Winds (Eyja vindanna) sem framleiddur er af Parity Games kemur út á árinu. Sögusviðið er svonefnd „eyja vindanna,“ en um er að ræða ævintýraheim sem svipar til Íslands á 17. öld. Parity sækir innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og þjóðhátta. Leikurinn er einspilunarleikur og fjallar um söguhetjuna Brynhildi og hvernig hún rís upp til að vernda eyjuna sína og takast á við áskoranir lífsins þó vindar blási á móti. Island of Winds er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC og allar helstu leikjatölvur. Metal Gear Solid Delta: Snake Eater Starfsmenn Konami hafa unnið að endurgerð leiksins Metal Gear Solid: Snake Eater, sem var líklega einn af bestu leikjum PlayStation 2 á sínum tíma, og er tilefni til. Í þessum leik þarf Snake að taka á honum stóra sínum í leynilegu verkefni innan Sovétríkjanna og berjast við óvænta óvini í leiðinni. Metal Gear Solid Delta: Snake Eater er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC, PS5 og Xbox. Mafia: The Old Country Þema ársins heldur áfram. Tæp tíu ár eru liðin frá því Mafia 3 kom út og eðli málsins samkvæmt þarf að henda í nýjan leik. Að þessu sinni verður farið til Sikileyjar og fjallar saga leiksins um uppruna skipulagðar glæpastarfsemi þar í upphafi tuttugustu aldarinnar. Mafia: The Old Country er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS5 og Xbox. Marvel 1943: Rise of Hydra Steve Rogers og Azzuri, konungur Wakanda og Svarti Pardusinn, taka höndum saman í Marvel 1943: Rise of Hydra sem gerist í hersetinni París í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir berjast gegn nasistum og meðlimum Hydra-samtakanna. Marvel 1943: Rise of Hydra er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC, PS5 og Xbox. The Outer Worlds 2 Margir átta sig ef til vill ekki á því en Outer Worlds 2 er framhaldsleikur Outer Worlds frá 2019. Leikirnir eru gerðir af Obsidian Entertainment, sem á sér góða sögu við gerð hlutverkaleikja, og gerast í hliðarveruleika árið 2355. Stór fyrirtæki ráða nánast öllu og eru farin að leggja fjarlæg sólkerfi undir sig. Leikirnir taka sig ekki alvarlega og sá fyrri var mjög svo fyndinn. Svo virðist sem að seinni leikurinn verði það einnig. The Outer Worlds 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS5 og Xbox. Subnautica 2 „Það er allaf stærri fiskur,“ sagði vitur Jedi-riddari eitt sinn og Subnautica 2 virðist ætlað að sanna þau ummæli. Subnautica: Below Zero hefur vakið mikla lukku á undanförnum árum en hann snýst um að lifa af á sjávarplánetu þar sem auðlindir eru takmarkaðar. Subnautica 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út, að hluta til, á þessu ári á PC, PS5 og Xbox. Vampire: The Masquearde – Bloodlines 2 Leikurinn með þrjú nöfn. Vampire: The Masquerade – Bloodlines 2 er framhald leiks sem kom út árið 2004. Framleiðsla þessa leiks hefur gengið illa í gegnum árin og hefur leiknum ítrekað verið frestað. Guð einn veit hversu oft ég hef verið með þennan leik á þessum lista, ekki nenni ég að athuga það. Að þessu sinni setja spilarar sig í spor fornrar vampíru sem er nývöknuð eftir aldalangan blund, í Seattle og þurfa að læra að fóta sig í nýjum heimi. Spilarar geta valið mismunandi ættbálka vampíra til að tilheyra í leiknum, sem hefur áhrif á framvindu sögunnar. Vampire: The Masquearde – Bloodlines 2 er einhvern veginn ekki enn kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PS5 og Xbox.
Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira