Enski boltinn

West Ham búið að bjóða Potter starfið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Graham Potter á þess kost að taka við West Ham United.
Graham Potter á þess kost að taka við West Ham United. getty/Plumb Images

Svo virðist sem það sé ekki spurning hvort heldur hvenær Julen Lopetegui verður rekinn úr starfi knattspyrnustjóra West Ham United.

The Guardian greinir frá því að David Sullivan, stærsti eigandi West Ham, hafi rætt við Graham Potter í gær og boðið honum að taka við liðinu.

Lopetegui tók við West Ham af David Moyes í sumar. Illa hefur gengið hjá liðinu í vetur og það er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í síðustu umferð tapaði West Ham, 4-1, fyrir meisturum Manchester City.

West Ham ræddi einnig við Potter í síðasta mánuði þegar það munaði litlu að Lopetegui yrði sagt upp. Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir það.

Potter hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Chelsea í apríl 2023. Hann stýrði liðinu aðeins í sjö mánuði. Potter hefur einnig þjálfað Östersund, Swansea City og Brighton.

Næsti leikur West Ham er gegn Fulham eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×