Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Bjarki Sigurðsson skrifar 7. janúar 2025 18:50 Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að aðgerðina umtöluðu. vísir/vilhelm Ekkja manns sem fékk ígræddan plastbarka árið 2011 og lést þrjátíu mánuðum síðar hefur stefnt íslenska ríkinu. Hann hafi mátt þola ómannúðlega meðferð, meðal annars af hálfu starfsmanna Landspítalans, sem síðar dró hann til dauða. Fréttastofa hefur stefnuna undir höndum. Þar er heilbrigðisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, stefnt vegna tjóns sem ekkja Andemariams Teklesenbet Beyene og synir þeirra urðu fyrir. Þeir eru sextán, þrettán og ellefu ára gamlir. Aldrei verið gert áður Í stefnunni er það rakið hvernig íslenskir læknar sendu hinn krabbameinssjúka Andemariam til Svíþjóðar í aðgerð hjá Paolo Macchiarini. Aðgerð sem átti síðar eftir að draga hann til dauða. Þetta var í fyrsta sinn sem plastbarki var græddur í manneskju. Seinna kom í ljós að Macchiarini hafði ekki fengið leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni og hann dæmdur til fangelsisvistar vegna aðgerðarinnar og tveggja annarra. Tómas sendi Andemariam til Macchiarinis Meðferðarlæknir Andemariam var Tómas Guðbjartsson skurðlæknir. Hann tók einnig þátt í aðgerðinni örlagaríku í Svíþjóð. Í stefnunni segir að Tómas beri mesta ábyrgð á því sem kallað er óforsvaranleg læknismeðferð en frá því að aðgerðin var framkvæmd og til dauðadags hafi Andemariam upplifað óbærilegar þjáningar sem og hans nánustu. Tómas hafi ekki ráðfært sig við aðra lækna um hvaða meðferð hentaði Andemariam og hann breytt skjölum fyrir Macchiarini til þess að fá samþykki sænskra yfirvalda fyrir aðgerðinni. Ríkið áður hafnað bótakröfu Ekkja Andemariams krefst viðurkenningar á bótaskyldu ríkisins í málinu en ekki er nefnd tiltekin fjárhæð skaða- og miskabóta. Hann hafi mátt þola ómannúðlega meðferð af hálfu lækna Landspítalans og þegar brotið sé á grundvallar mannréttindum eigi að greiða hærri bætur en leiða má af skaðabótalögum. Forstjóri Landspítalans hefur áður beðið ekkju Andemariams afsökunar og lögmaður spítalans beint kröfu um skaðabætur til ríkislögmanns. Íslenska ríkið hafnaði þeirri kröfu hins vegar og því ákvað hún í samráði við lögmenn sína að stefna ríkinu. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2: Klippa: Stefna ríkinu vegna ómannúðlegrar meðferðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Fréttastofa hefur stefnuna undir höndum. Þar er heilbrigðisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, stefnt vegna tjóns sem ekkja Andemariams Teklesenbet Beyene og synir þeirra urðu fyrir. Þeir eru sextán, þrettán og ellefu ára gamlir. Aldrei verið gert áður Í stefnunni er það rakið hvernig íslenskir læknar sendu hinn krabbameinssjúka Andemariam til Svíþjóðar í aðgerð hjá Paolo Macchiarini. Aðgerð sem átti síðar eftir að draga hann til dauða. Þetta var í fyrsta sinn sem plastbarki var græddur í manneskju. Seinna kom í ljós að Macchiarini hafði ekki fengið leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni og hann dæmdur til fangelsisvistar vegna aðgerðarinnar og tveggja annarra. Tómas sendi Andemariam til Macchiarinis Meðferðarlæknir Andemariam var Tómas Guðbjartsson skurðlæknir. Hann tók einnig þátt í aðgerðinni örlagaríku í Svíþjóð. Í stefnunni segir að Tómas beri mesta ábyrgð á því sem kallað er óforsvaranleg læknismeðferð en frá því að aðgerðin var framkvæmd og til dauðadags hafi Andemariam upplifað óbærilegar þjáningar sem og hans nánustu. Tómas hafi ekki ráðfært sig við aðra lækna um hvaða meðferð hentaði Andemariam og hann breytt skjölum fyrir Macchiarini til þess að fá samþykki sænskra yfirvalda fyrir aðgerðinni. Ríkið áður hafnað bótakröfu Ekkja Andemariams krefst viðurkenningar á bótaskyldu ríkisins í málinu en ekki er nefnd tiltekin fjárhæð skaða- og miskabóta. Hann hafi mátt þola ómannúðlega meðferð af hálfu lækna Landspítalans og þegar brotið sé á grundvallar mannréttindum eigi að greiða hærri bætur en leiða má af skaðabótalögum. Forstjóri Landspítalans hefur áður beðið ekkju Andemariams afsökunar og lögmaður spítalans beint kröfu um skaðabætur til ríkislögmanns. Íslenska ríkið hafnaði þeirri kröfu hins vegar og því ákvað hún í samráði við lögmenn sína að stefna ríkinu. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2: Klippa: Stefna ríkinu vegna ómannúðlegrar meðferðar
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira