Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar 7. janúar 2025 19:31 Í nýlokinni kosningabaráttu kom fram hjá formanni og prókúruhafa flokks fólksins að flokkurinn lofaði öldruðum og öryrkjum laun að lágmarki kr. fjögurhundruð og fimmtíu þúsund á mánuði „skatta og skerðingarlaust”. Loforð þetta var sagt ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku flokksins enda eins og formaðurinn orðaði það sjálf: „...að ég á ekkert erindi í einhvern ráðherrastól ef ég get ekki staðið við það minnsta kosti sem er algjör tilurð flokks fólksins.” (Forystusætið RUV) Í stuttu máli kom í ljós strax að afloknum kosningum, varla búið að telja upp úr kössunum, að þetta loforð var einskis virði. Enda mátti öllum ljóst vera „að flokkur fólksins fékk ekki fimmtiu og eitt prósent atkvæða.” sem er eftiráskýring formanns og prókúruhafa flokks fólksins. Loforðið var semsagt skilyrt líkt og lánsloforð eru stundum í bönkum. Skilyrði flokks fólksins var að flokkurinn fengi hreinan meirihluta í kosningunum nýliðnu en ekki hefur enn gerst að einn flokkur fái hreinan meirihluta í þingkosningum á Íslandi. Ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi komið fram af hálfu flokks fólksins í kosningabaráttunni að loforðið til öryrkja og eldri borgara og önnur loforð s.s. að ekki skyldi gengið til samninga við ESB væru skilyrt. Skilyrðin fyrir kúvendingu í Evrópumálum og að forsóma réttindi öryrkja og aldraðra voru háð ráðherrasætum forystufólki flokks fólksins til handa. Það er því ljóst að frambjóðendur flokks fólksins fóru fram með blekkingum í kosningabaráttunni lofandi hlutum sem aldrei stóð til að standa við. Þetta er reyndar með meiri svikum á kosningaloforðum sem höfundur man eftir hafandi fylgst með pólitík í áratugi. Varðandi Evrópumálin má minna á orð formanns og prókúruhafa flokks fólksins: „Ég sem kjörinn fulltrúi hér, sem elska mitt land og elska mitt fullveldi og okkar lýðveldi og okkar lýðræði, okkar sjálfstæði og okkar stjórnarskrá, mun ekki greiða því atkvæði að bókun 35 nái fram að ganga eins og hér virðist eiga að verða að veruleika,“ (Umræður á Alþingi um skýrslu utanríkisráðherra 13.feb.2024.) „Staðreyndin er sú að þessi bókun 35, að okkar viti og mínu viti, er hreinlega, bara gengur algerlega í berhögg við aðra grein stjórnarskrár lýðveldisins.“ Vísaði formaðurinn þar til fullveldisákvæðis stjórnarskrárinnar. „Við munum berjast gegn þessari bókun 35 eins og kostur er.” Þessir frasar hafa reynst skítódýrir. Einnig má minna á afstöðu Eyjólfs Ármannssonar þingmanns flokks fólksins nú ráðherra sem var til skamms tíma formaður samtakanna Orkan okkar. Hann hafði lýst því hátíðlega yfir margsinnis að hann myndi aldrei styðja bókun 35 enda færi hun í bága við Stjórnarskrá Íslands. :„Framsal löggjafarvaldsins. Þess vegna var bókun 35 ekki sett í lög. Þetta er þjóðréttarleg skuldbinding í dag gagnvart Evrópusambandinu. Þetta er ekki inni í lögum og lausnin var 3. grein laga um EES-samninginn. Það er alveg kristaltært að ef þetta verður sett í lög mun það ganga gegn löggjafarvaldinu, um framsal löggjafarvalds, og ganga gegn stjórnarskránni.“ Óðar en eftir var leitað féll hann frá þessari afstöðu sinni. Ekki fyrir 30 silfurpeninga heldur ráðherrastól. Eyjólfur sagði í viðtali á Útvarpi Sögu 13. september að þeir sem hefðu áhuga á fullveldi Íslands myndu berjast gegn bókun 35 og þar á meðal hann. Spurður út í þessi ummæli og hvort hann myndi berjast gegn málinu svarar hann að flokkur fólksins sé í málamiðlunum. „Ég mun ekki gera bókun 35 að ágreiningsmáli innan stjórnarflokkanna. Það eru alveg hreinar línur, ég mun ekki gera það.” (Mbl.is 28.12.2024) Þau sem trúðu loforðunum og fagurgalanum um okkar minnstu bræður og systur og frösunum um fátækt fólk, staðfestu í málefnum flóttamanna og andstöðu við Evrópusambandsaðild og greiddu flokki fólksins atkvæði sín í nýliðnum kosningum munu verða fyrir vonbrigðum. Þau hin sömu geta í næstu kosningabaráttu sem er skammt undan verið viss um að loforð flokks fólksins eru ekki eiginleg loforð heldur háð því að flokkurinn fái hreinan meirihluta á þingi sem er ekki að fara að gerast. Nú eða því sem segir í texta Stuðmanna: „Bara þegar hentar mér.” Það væri ráð fyrir formann og prókúruhafa flokks fólksins sem brestur í söng nær hvenær sem er öðrum til ama og aulahrolls að kyrja þessa hendingu þegar hún étur ofan í sig hvert kosningaloforðið af öðrum. Flokkur fólksins mun ekki ríða feitum hesti frá næstu Alþingiskosningum sem verða fyrr en varir. Þvert á móti mun flokkurinn gjalda svika sinna og fylgi hans hrynja eða með orðum séra Hallgríms: „Sjá hér hvað illan endaótryggð og svikin fá.Júdasar líkar lendaleiksbróður sínum hjá.Andskotinn illskuflárenn hefur snöru snúnasnögglega þeim til búnasem fara með fals og dár.” Það er rétt fyrir öryrkja og eldra fók að fylgjast vel með framlagningu fyrstu fjármálaáætlunar nýrrar ríkisstjórnar og næstu fjárlögum. Þar mun birtast hin rétti skilningur flokks fólksins á kjörum og stöðu eldra fólks og öryrkja. Þá er rétti tíminn fyrir öryrkja og eldri borgara að fjölmenna að félagsmálaráðuneytinu og krefjast réttlætis. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlokinni kosningabaráttu kom fram hjá formanni og prókúruhafa flokks fólksins að flokkurinn lofaði öldruðum og öryrkjum laun að lágmarki kr. fjögurhundruð og fimmtíu þúsund á mánuði „skatta og skerðingarlaust”. Loforð þetta var sagt ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku flokksins enda eins og formaðurinn orðaði það sjálf: „...að ég á ekkert erindi í einhvern ráðherrastól ef ég get ekki staðið við það minnsta kosti sem er algjör tilurð flokks fólksins.” (Forystusætið RUV) Í stuttu máli kom í ljós strax að afloknum kosningum, varla búið að telja upp úr kössunum, að þetta loforð var einskis virði. Enda mátti öllum ljóst vera „að flokkur fólksins fékk ekki fimmtiu og eitt prósent atkvæða.” sem er eftiráskýring formanns og prókúruhafa flokks fólksins. Loforðið var semsagt skilyrt líkt og lánsloforð eru stundum í bönkum. Skilyrði flokks fólksins var að flokkurinn fengi hreinan meirihluta í kosningunum nýliðnu en ekki hefur enn gerst að einn flokkur fái hreinan meirihluta í þingkosningum á Íslandi. Ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi komið fram af hálfu flokks fólksins í kosningabaráttunni að loforðið til öryrkja og eldri borgara og önnur loforð s.s. að ekki skyldi gengið til samninga við ESB væru skilyrt. Skilyrðin fyrir kúvendingu í Evrópumálum og að forsóma réttindi öryrkja og aldraðra voru háð ráðherrasætum forystufólki flokks fólksins til handa. Það er því ljóst að frambjóðendur flokks fólksins fóru fram með blekkingum í kosningabaráttunni lofandi hlutum sem aldrei stóð til að standa við. Þetta er reyndar með meiri svikum á kosningaloforðum sem höfundur man eftir hafandi fylgst með pólitík í áratugi. Varðandi Evrópumálin má minna á orð formanns og prókúruhafa flokks fólksins: „Ég sem kjörinn fulltrúi hér, sem elska mitt land og elska mitt fullveldi og okkar lýðveldi og okkar lýðræði, okkar sjálfstæði og okkar stjórnarskrá, mun ekki greiða því atkvæði að bókun 35 nái fram að ganga eins og hér virðist eiga að verða að veruleika,“ (Umræður á Alþingi um skýrslu utanríkisráðherra 13.feb.2024.) „Staðreyndin er sú að þessi bókun 35, að okkar viti og mínu viti, er hreinlega, bara gengur algerlega í berhögg við aðra grein stjórnarskrár lýðveldisins.“ Vísaði formaðurinn þar til fullveldisákvæðis stjórnarskrárinnar. „Við munum berjast gegn þessari bókun 35 eins og kostur er.” Þessir frasar hafa reynst skítódýrir. Einnig má minna á afstöðu Eyjólfs Ármannssonar þingmanns flokks fólksins nú ráðherra sem var til skamms tíma formaður samtakanna Orkan okkar. Hann hafði lýst því hátíðlega yfir margsinnis að hann myndi aldrei styðja bókun 35 enda færi hun í bága við Stjórnarskrá Íslands. :„Framsal löggjafarvaldsins. Þess vegna var bókun 35 ekki sett í lög. Þetta er þjóðréttarleg skuldbinding í dag gagnvart Evrópusambandinu. Þetta er ekki inni í lögum og lausnin var 3. grein laga um EES-samninginn. Það er alveg kristaltært að ef þetta verður sett í lög mun það ganga gegn löggjafarvaldinu, um framsal löggjafarvalds, og ganga gegn stjórnarskránni.“ Óðar en eftir var leitað féll hann frá þessari afstöðu sinni. Ekki fyrir 30 silfurpeninga heldur ráðherrastól. Eyjólfur sagði í viðtali á Útvarpi Sögu 13. september að þeir sem hefðu áhuga á fullveldi Íslands myndu berjast gegn bókun 35 og þar á meðal hann. Spurður út í þessi ummæli og hvort hann myndi berjast gegn málinu svarar hann að flokkur fólksins sé í málamiðlunum. „Ég mun ekki gera bókun 35 að ágreiningsmáli innan stjórnarflokkanna. Það eru alveg hreinar línur, ég mun ekki gera það.” (Mbl.is 28.12.2024) Þau sem trúðu loforðunum og fagurgalanum um okkar minnstu bræður og systur og frösunum um fátækt fólk, staðfestu í málefnum flóttamanna og andstöðu við Evrópusambandsaðild og greiddu flokki fólksins atkvæði sín í nýliðnum kosningum munu verða fyrir vonbrigðum. Þau hin sömu geta í næstu kosningabaráttu sem er skammt undan verið viss um að loforð flokks fólksins eru ekki eiginleg loforð heldur háð því að flokkurinn fái hreinan meirihluta á þingi sem er ekki að fara að gerast. Nú eða því sem segir í texta Stuðmanna: „Bara þegar hentar mér.” Það væri ráð fyrir formann og prókúruhafa flokks fólksins sem brestur í söng nær hvenær sem er öðrum til ama og aulahrolls að kyrja þessa hendingu þegar hún étur ofan í sig hvert kosningaloforðið af öðrum. Flokkur fólksins mun ekki ríða feitum hesti frá næstu Alþingiskosningum sem verða fyrr en varir. Þvert á móti mun flokkurinn gjalda svika sinna og fylgi hans hrynja eða með orðum séra Hallgríms: „Sjá hér hvað illan endaótryggð og svikin fá.Júdasar líkar lendaleiksbróður sínum hjá.Andskotinn illskuflárenn hefur snöru snúnasnögglega þeim til búnasem fara með fals og dár.” Það er rétt fyrir öryrkja og eldra fók að fylgjast vel með framlagningu fyrstu fjármálaáætlunar nýrrar ríkisstjórnar og næstu fjárlögum. Þar mun birtast hin rétti skilningur flokks fólksins á kjörum og stöðu eldra fólks og öryrkja. Þá er rétti tíminn fyrir öryrkja og eldri borgara að fjölmenna að félagsmálaráðuneytinu og krefjast réttlætis. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun