Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar 8. janúar 2025 08:01 Við sem erum fædd á seinni hluta áttunda áratugar seinustu aldar skilgreindum okkur sem þrítugt fólk í anda strax þegar við stigum inn í gelgjuna. Núna þegar við erum að slaga í fimmtugt eða komin þangað erum við enn þrítug í anda. Við erum alltaf þrítug. Okkar kynslóð er bara þannig. Ég var það með ykkur hinum þar til um daginn. Þá allt í einu og með engum fyrirvara fór ég yfir í að vera algjörlega og gjörsamlega ekki með þetta. Í fyrsta skiptið, sjáið til, síðan ég var unglingur nítjánhundruðognítíuogeitthvað var ég algjörlega out þegar kom að tæknimálum og nú voru það samfélagsmiðlar sem allir og amma þeirra eiga að kunna á sem ég klikkaði á. Sjálft X-ið. Kynslóðin mín sem fékk tækniframfarir í æð og lifði bæði gamla tímann en var nógu og ung til að komast inn í nýja tímann án þess að missa cool-ið! Allt í einu var ég bara ekki með þetta. Ekki lengur að kenna heldur að fá kennslu og upplifa “hvernig virkar þetta apparat eiginlega, eigum við ekki bara að kassa þetta og halda áfram með lífið eins og það var fyrir þessar tækninýjungar” hugarfar. Ég var komin svo langt aftur að ég var jafnvel til í að fara til baka og taka upp snældur og kasettutæki, kjarna mig með því sem ég þekki. Þetta var orðin mín hugsun þegar ungviðið var að kenna mér hvernig áhrifavaldar vinna á samfélagsmiðlum. Hvernig þeir virka og hvað þarf að gera til að ná árangri. Stundum þarf bara að að opna ítrekað pakka eða skera niður leir til þess að fá fylgjendur í milljónavís. Ég grínast ekki. Setningin “það er bara gamalt fólk sem notar Facebook” fékk mig aftur í gang. Ég er ekki gömul – ég er X og við erum alltaf ung. Ég ákvað því að kassa þetta ekki og fór að kynna mér betur alla hina samfélagsmiðlana. Sumt tókst vel í upphafi en annað reyndi á og það mikið að börnin mín, sem einmitt eru um þrítugt sendu mér skilaboð í sjokki um áríðandi breytingar á miðlun upplýsinga á viðeigandi miðli. Jæja, ég er mamma mín – kom fyrst í huga mér og áreynsla mín við að útskýra fyrir móður minni hvað rafræn skilríki væru. Ég er bara þar og hvergi annars staðar þegar kemur að nýjustu undrum í tækni á samfélagsmiðlum. Erfitt að viðurkenna en sannleikur að einhverju leyti (sjáið, viðurkenni ekki alveg fulla sök á kunnáttuleysi mínu og trega við að tileikna mér nýjungar enda X út í gegn). Í kvöld með mér yngra fólki í liði ákvað ég og Livefood, fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, að teppaleggja alla samfélagsmiðla með auglýsingum um “Ásta á vinnustaðnum í Veganúar.” Eina vitið til að koma litlu nýsköpunarfyrirtæki á kortið sem hefur ekki fjármagn til þess að auglýsa í slottinu fyrir Skaupið eða þar sem greiða þarf fyrir. Ég var svo fránumin af þakklæti og virðingu fyrir þessu unga fólki mínu sem sýndi í verki hvernig teppaleggja skal samfélagsmiðla að ég varð að vera gamaldags og rita nokkur orð um verkið. Sjáið þessa nýju kynslóð okkar. Sjáið hvað þau eru flott. Ég er bæði stolt og sátt við að vera X en fann í fyrsta skiptið að ég er orðin EX þegar kemur að samfélagsmiðlum. Ps. Já og ég setti upp lonníetturnar þegar ég ritaði þessa grein enda letrið orðið svo smátt nú á dögum að það er varla hæft til lesturs án þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við sem erum fædd á seinni hluta áttunda áratugar seinustu aldar skilgreindum okkur sem þrítugt fólk í anda strax þegar við stigum inn í gelgjuna. Núna þegar við erum að slaga í fimmtugt eða komin þangað erum við enn þrítug í anda. Við erum alltaf þrítug. Okkar kynslóð er bara þannig. Ég var það með ykkur hinum þar til um daginn. Þá allt í einu og með engum fyrirvara fór ég yfir í að vera algjörlega og gjörsamlega ekki með þetta. Í fyrsta skiptið, sjáið til, síðan ég var unglingur nítjánhundruðognítíuogeitthvað var ég algjörlega out þegar kom að tæknimálum og nú voru það samfélagsmiðlar sem allir og amma þeirra eiga að kunna á sem ég klikkaði á. Sjálft X-ið. Kynslóðin mín sem fékk tækniframfarir í æð og lifði bæði gamla tímann en var nógu og ung til að komast inn í nýja tímann án þess að missa cool-ið! Allt í einu var ég bara ekki með þetta. Ekki lengur að kenna heldur að fá kennslu og upplifa “hvernig virkar þetta apparat eiginlega, eigum við ekki bara að kassa þetta og halda áfram með lífið eins og það var fyrir þessar tækninýjungar” hugarfar. Ég var komin svo langt aftur að ég var jafnvel til í að fara til baka og taka upp snældur og kasettutæki, kjarna mig með því sem ég þekki. Þetta var orðin mín hugsun þegar ungviðið var að kenna mér hvernig áhrifavaldar vinna á samfélagsmiðlum. Hvernig þeir virka og hvað þarf að gera til að ná árangri. Stundum þarf bara að að opna ítrekað pakka eða skera niður leir til þess að fá fylgjendur í milljónavís. Ég grínast ekki. Setningin “það er bara gamalt fólk sem notar Facebook” fékk mig aftur í gang. Ég er ekki gömul – ég er X og við erum alltaf ung. Ég ákvað því að kassa þetta ekki og fór að kynna mér betur alla hina samfélagsmiðlana. Sumt tókst vel í upphafi en annað reyndi á og það mikið að börnin mín, sem einmitt eru um þrítugt sendu mér skilaboð í sjokki um áríðandi breytingar á miðlun upplýsinga á viðeigandi miðli. Jæja, ég er mamma mín – kom fyrst í huga mér og áreynsla mín við að útskýra fyrir móður minni hvað rafræn skilríki væru. Ég er bara þar og hvergi annars staðar þegar kemur að nýjustu undrum í tækni á samfélagsmiðlum. Erfitt að viðurkenna en sannleikur að einhverju leyti (sjáið, viðurkenni ekki alveg fulla sök á kunnáttuleysi mínu og trega við að tileikna mér nýjungar enda X út í gegn). Í kvöld með mér yngra fólki í liði ákvað ég og Livefood, fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, að teppaleggja alla samfélagsmiðla með auglýsingum um “Ásta á vinnustaðnum í Veganúar.” Eina vitið til að koma litlu nýsköpunarfyrirtæki á kortið sem hefur ekki fjármagn til þess að auglýsa í slottinu fyrir Skaupið eða þar sem greiða þarf fyrir. Ég var svo fránumin af þakklæti og virðingu fyrir þessu unga fólki mínu sem sýndi í verki hvernig teppaleggja skal samfélagsmiðla að ég varð að vera gamaldags og rita nokkur orð um verkið. Sjáið þessa nýju kynslóð okkar. Sjáið hvað þau eru flott. Ég er bæði stolt og sátt við að vera X en fann í fyrsta skiptið að ég er orðin EX þegar kemur að samfélagsmiðlum. Ps. Já og ég setti upp lonníetturnar þegar ég ritaði þessa grein enda letrið orðið svo smátt nú á dögum að það er varla hæft til lesturs án þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar