Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar 8. janúar 2025 00:00 Nú er nýtt ár gengið í garð og ný ríkisstjórn tekin við. Það var ánægjulegt þegar nýja ríkisstjórnin tilkynnti að hún hafi engin áform um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kennir hins vegar ýmissa grasa. Til að mynda hyggist hún rukka ferðamenn um auðlindagjald fyrir aðgang að náttúruperlum, en á meðan verið er að útfæra slíka gjaldtöku skal innheimta komugjöld. Sú yfirlýsing hefur vakið upp ýmsar spurningar svo vægt sé til orða tekið. Samhengi hlutanna skiptir máli Á dögunum samþykkti Alþingi enn eina nær fyrirvaralausa hækkun á gistináttaskatti og að innviðagjald skuli lagt á farþega skemmtiferðaskipa. Þá hafa meðal annars hömlulaus bílastæðagjöld haldið áfram að spretta upp við margar af helstu náttúruperlum landsins og ný gestagjöld litið dagsins ljós innan þjóðgarða, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Það er því varhugavert að ofan á nýjar álögur og hækkanir á þeim sem fyrir voru eigi nú að bæta enn frekar í. Það er ekki eitt, það er allt. Þó óljóst sé hvernig boðuð auðlinda- og komugjöld nýrrar ríkisstjórnar eigi að líta út þá er ljóst að slík gjöld munu vera til þess fallin að leiða til enn frekari verðhækkana á íslenskri ferðaþjónustu. Rannsóknir sýna að ferðaþjónusta er fremur næm fyrir verðbreytingum. Það liggur fyrir að óhóflegar hækkanir skatta og gjalda sem og nýjar álögur geta dregið úr komum erlendra ferðamanna til þess áfangastaðar sem fyrir barðinu verður. Það er ekki sjálfsagt að erlendir ferðamenn kjósi að ferðast til Íslands fremur en til annarra áfangastaða. Fari svo að ferðamönnum fækki hér á landi hefur það ekki aðeins bein áhrif á ferðaþjónustuna heldur á atvinnulífið í heild enda eru einnig óbein og afleidd áhrif sem fylgja slíkri þróun sem eiga það oft til að gleymast í umræðunni. Auknar álögur ekki svarið Jafn opið orðalag og raun ber vitni í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar varðandi boðuð auðlinda- og komugjöld felur sömuleiðis í sér aukna óvissu þar sem hvorki er vitað hvernig þau verða né hvenær eða hvort þau eigi að taka gildi. Sú staðreynd ein og sér dregur úr fyrirsjáanleika og leggur stein í götu fyrirtækja sem geta þá síður gert raunhæfar áætlanir til framtíðar. Í slíku umhverfi er það almennt svo að fyrirtæki halda að sér höndum, fjárfestingar þeirra verða minni en ella og það dregur að öðru óbreyttu úr verðmætasköpun. Mikilvægi þess að stjórnvöld lágmarki óvissu og tryggi atvinnulífinu fyrirsjáanleika er óumdeilanlegt. Ferðaþjónustan er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og skapar um 9% af verðmætasköpun landsins. Það er óþarfi að leggja nú samkeppnishæfni Íslands og íslenskrar ferðaþjónustu að veði. Nær engin umræða hefur orðið samhliða stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um þær álögur sem fyrir eru. Auknar álögur geta einfaldlega ekki alltaf verið svar stjórnvalda enda eru skatttekjur ekki ótæmandi uppspretta. Samhengi hlutanna skiptir máli. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú er nýtt ár gengið í garð og ný ríkisstjórn tekin við. Það var ánægjulegt þegar nýja ríkisstjórnin tilkynnti að hún hafi engin áform um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kennir hins vegar ýmissa grasa. Til að mynda hyggist hún rukka ferðamenn um auðlindagjald fyrir aðgang að náttúruperlum, en á meðan verið er að útfæra slíka gjaldtöku skal innheimta komugjöld. Sú yfirlýsing hefur vakið upp ýmsar spurningar svo vægt sé til orða tekið. Samhengi hlutanna skiptir máli Á dögunum samþykkti Alþingi enn eina nær fyrirvaralausa hækkun á gistináttaskatti og að innviðagjald skuli lagt á farþega skemmtiferðaskipa. Þá hafa meðal annars hömlulaus bílastæðagjöld haldið áfram að spretta upp við margar af helstu náttúruperlum landsins og ný gestagjöld litið dagsins ljós innan þjóðgarða, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Það er því varhugavert að ofan á nýjar álögur og hækkanir á þeim sem fyrir voru eigi nú að bæta enn frekar í. Það er ekki eitt, það er allt. Þó óljóst sé hvernig boðuð auðlinda- og komugjöld nýrrar ríkisstjórnar eigi að líta út þá er ljóst að slík gjöld munu vera til þess fallin að leiða til enn frekari verðhækkana á íslenskri ferðaþjónustu. Rannsóknir sýna að ferðaþjónusta er fremur næm fyrir verðbreytingum. Það liggur fyrir að óhóflegar hækkanir skatta og gjalda sem og nýjar álögur geta dregið úr komum erlendra ferðamanna til þess áfangastaðar sem fyrir barðinu verður. Það er ekki sjálfsagt að erlendir ferðamenn kjósi að ferðast til Íslands fremur en til annarra áfangastaða. Fari svo að ferðamönnum fækki hér á landi hefur það ekki aðeins bein áhrif á ferðaþjónustuna heldur á atvinnulífið í heild enda eru einnig óbein og afleidd áhrif sem fylgja slíkri þróun sem eiga það oft til að gleymast í umræðunni. Auknar álögur ekki svarið Jafn opið orðalag og raun ber vitni í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar varðandi boðuð auðlinda- og komugjöld felur sömuleiðis í sér aukna óvissu þar sem hvorki er vitað hvernig þau verða né hvenær eða hvort þau eigi að taka gildi. Sú staðreynd ein og sér dregur úr fyrirsjáanleika og leggur stein í götu fyrirtækja sem geta þá síður gert raunhæfar áætlanir til framtíðar. Í slíku umhverfi er það almennt svo að fyrirtæki halda að sér höndum, fjárfestingar þeirra verða minni en ella og það dregur að öðru óbreyttu úr verðmætasköpun. Mikilvægi þess að stjórnvöld lágmarki óvissu og tryggi atvinnulífinu fyrirsjáanleika er óumdeilanlegt. Ferðaþjónustan er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og skapar um 9% af verðmætasköpun landsins. Það er óþarfi að leggja nú samkeppnishæfni Íslands og íslenskrar ferðaþjónustu að veði. Nær engin umræða hefur orðið samhliða stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um þær álögur sem fyrir eru. Auknar álögur geta einfaldlega ekki alltaf verið svar stjórnvalda enda eru skatttekjur ekki ótæmandi uppspretta. Samhengi hlutanna skiptir máli. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun