Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 9. janúar 2025 07:32 Tekið er skýrt fram í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, æðstu löggjöf þess, að þeim sem sitja í framkvæmdastjórn sambandsins sé með öllu óheimilt að ganga erinda heimaríkja sinna. Með öðrum orðum geta þeir ekki í nokkrum skilningi þess orðs talizt fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra. Hvert ríki Evrópusambandsins kemur með tillögu að einum einstaklingi í framkvæmdastjórnina þegar hún er skipuð sem þarf síðan að hljóta samþykki viðeigandi stofnana sambandsins. Aðkoma ríkjanna er ekki önnur í þeim efnum. Með öðrum orðum eru þeir ekki annað en embættismenn Evrópusambandsins. Mjög langur vegur er þannig frá því að skipan framkvæmdastjórnarinnar sé til marks um áhrif fámennari ríkja innan Evrópusambandsins. Jafnvel þó svo væri sitja þar 27 einstaklingar og hver með afmarkaðan málaflokk. Við hefðum þá sitthvað um einn málaflokk að segja innan hennar en væntanlega ekkert um hina. Hið sama á við um forseta þings Evrópusambandsins. Þeir einstaklingar sem gegna því embætti gera það ekki sem fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra heldur þeirra þingflokka sem þeir tilheyra í þinginu. Rétt eins og til dæmis á Alþingi. Hvort viðkomandi komi frá fjölmennu eða fámennu ríki skiptir ekki máli. Framkvæmdastjórnin starfar einkum innan þess ramma sem ráðherraráð Evrópusambandsins setur en í ráðinu, sem er jafnan talið valdamesta stofnun sambandsins og hvar fulltrúar ríkjanna eiga sæti ólíkt stjórninni, fer vægi þeirra fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra sem vitanlega kemur sér verst fyrir fámenn ríki. Væri Ísland innan Evrópusambandsins yrði vægi landsins í ráðherraráðinu einungis um 0,08% eða á við það að hafa aðeins 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Finna má til að mynda hins ágætustu reiknivél á vefsíðu ráðsins sem hægt er að nota til þess að sjá vægi hvers ríkis sambandsins innan þess í þessum efnum. Hafa má í huga að þau ríki innan Evrópusambandsins sem gjarnan er vísað til sem smáríkja eða lítilla ríkja eru í flestum tilfellum milljónaþjóðir og þannig margfalt fjölmennari en við Íslendingar. Raunar yrði Ísland fámennasta ríkið innan sambandsins ef til inngöngu landsins kæmi og allajafna með vægi í samræmi við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Tekið er skýrt fram í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, æðstu löggjöf þess, að þeim sem sitja í framkvæmdastjórn sambandsins sé með öllu óheimilt að ganga erinda heimaríkja sinna. Með öðrum orðum geta þeir ekki í nokkrum skilningi þess orðs talizt fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra. Hvert ríki Evrópusambandsins kemur með tillögu að einum einstaklingi í framkvæmdastjórnina þegar hún er skipuð sem þarf síðan að hljóta samþykki viðeigandi stofnana sambandsins. Aðkoma ríkjanna er ekki önnur í þeim efnum. Með öðrum orðum eru þeir ekki annað en embættismenn Evrópusambandsins. Mjög langur vegur er þannig frá því að skipan framkvæmdastjórnarinnar sé til marks um áhrif fámennari ríkja innan Evrópusambandsins. Jafnvel þó svo væri sitja þar 27 einstaklingar og hver með afmarkaðan málaflokk. Við hefðum þá sitthvað um einn málaflokk að segja innan hennar en væntanlega ekkert um hina. Hið sama á við um forseta þings Evrópusambandsins. Þeir einstaklingar sem gegna því embætti gera það ekki sem fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra heldur þeirra þingflokka sem þeir tilheyra í þinginu. Rétt eins og til dæmis á Alþingi. Hvort viðkomandi komi frá fjölmennu eða fámennu ríki skiptir ekki máli. Framkvæmdastjórnin starfar einkum innan þess ramma sem ráðherraráð Evrópusambandsins setur en í ráðinu, sem er jafnan talið valdamesta stofnun sambandsins og hvar fulltrúar ríkjanna eiga sæti ólíkt stjórninni, fer vægi þeirra fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra sem vitanlega kemur sér verst fyrir fámenn ríki. Væri Ísland innan Evrópusambandsins yrði vægi landsins í ráðherraráðinu einungis um 0,08% eða á við það að hafa aðeins 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Finna má til að mynda hins ágætustu reiknivél á vefsíðu ráðsins sem hægt er að nota til þess að sjá vægi hvers ríkis sambandsins innan þess í þessum efnum. Hafa má í huga að þau ríki innan Evrópusambandsins sem gjarnan er vísað til sem smáríkja eða lítilla ríkja eru í flestum tilfellum milljónaþjóðir og þannig margfalt fjölmennari en við Íslendingar. Raunar yrði Ísland fámennasta ríkið innan sambandsins ef til inngöngu landsins kæmi og allajafna með vægi í samræmi við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun