Lífið

Skilnaður eftir tuttugu ára sam­band

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jessica Alba og Cash Warren gengu í hjónaband árið 2008.
Jessica Alba og Cash Warren gengu í hjónaband árið 2008. Getty

Leikkonan, Jessica Alba og eiginmaður hennar, Cash Warren kvikmyndaframleiðandi, eru að skilja eftir sextán ára hjónaband. Hjónin kynntust árið 2004.

Bandaríski miðillinn TMZ greinir frá skilnaðinum. Ástæðan fyrir skilnaðinum er enn óljós, en heimildir miðilsins herma að hjónin hafi þroskast í sundur og ástin slokknað á milli þeirra.

Alba og Warren kynntust við tökur á kvikmyndinni Fantastic Four árið 2004 í Kanada, þar sem hún fór með aðalhlutverk kvikmyndarinnar sem ofurhetjan Sue Storm og Cash var aðstoðarleikstjóri.

Parið trúlofuði sig árið 2007 og gekk í hjónaband um ári síðar, eða þann 19. maí árið 2008, við leynilega athöfn í Los Angeles.

Saman eiga þau þrjú börn á aldrinum sjö til sextán ára, dæturnar Honor Marie og Haven Garner, og soninn Hayes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.