Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 13:34 Donald Trump og Samuel Alito. AP/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. Eftir að fregnir bárust af símtalinu sendi Alito út yfirlýsingu um að hann hefði svaraði símtali Trumps að beiðni William Levi, fyrrverandi aðstoðarmanns síns, og lagt til að Trump réði hann í ríkisstjórn sína. Alito segir að þeir hafi ekkert talað um áfrýjun Trumps og að hann hafi ekki einu sinni vitað af henni. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ætti að vera að kanna bakgrunn aðstoðarmannsins en slíkt er iðulega gert af lágt settum starfsmönnum. AP fréttaveitan segir hæstaréttardómara iðulega mæla með fyrrverandi aðstoðarmönnum sínum í opinber embætti en beint samtal við forseta Bandaríkjanna um slíkt sé mjög óhefðbundið. Sérstaklega með tilliti til þeirra mála Trumps sem hafa farið fyrir Hæstarétt og munu fara fyrir dómstólinn á næsta kjörtímabili. Áfrýjuðu til Hæstaréttar eftir símtalið Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Sakfelling Trumps stendur Hann og lögmenn hans hafa reynt að koma í veg fyrir dómsuppkvaðningu á undanförnum vikum en þeirri kröfu hefur verið hafnað á öllum dómstigum, að Hæstarétti undanskildum. Lögmenn Trumps áfrýjuðu málinu þangað stuttu eftir að Trump og Alito töluðu saman á þriðjudaginn. Umdeildur Alito Samuel Alito hefur staðið frammi fyrir áköllum um að hann segi sig frá málum tengdum Trump. Þau mál tengdust árás stuðningsmanna Trumps á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Í fyrra bárust fregnir af því að tveimur umdeildum fánum hefði verið flaggað við tvö hús í eigu Alitos og eiginkonu hans. Þeir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í kosningunum 2020. Annar fáninn er sá bandaríski á hvolfi og hinn er hvítur fáni með mynd af furu sem á stendur „An Appeal to heaven“ eða Beiðni til himna. Báðir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja ranglega að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Hvíti fáninn er þar að auki tengdur hópi sem vill auka vægi kristinna gilda í opinberri stjórnsýslu Bandaríkjanna. Leiðtogar þessarar hreyfingar hafa bundið miklar vonir við Alito og afstöðu hans til málefna eins og þungunarrofs, hjónabanda samkynja para og trúfrelsis. Þá var í fyrra birt upptaka af Alito taka undir það að Bandaríkjamenn ættu að verða trúræknari og tala um að pólitískar málamiðlanir væru ómögulegar. Sjá einnig: Umdeildur dómari vill trúræknari Bandaríki Árið 2023 birti ProPublica fréttir um að Alito hefði ekki sagt frá ókeypis flugferð í einkaþotu auðjöfurs sem rak seinna mál fyrir Hæstarétti. Alito er ekki fyrsti dómarinn sem er bendlaður við stoðlausar samsæriskenningar Trump um meint misferli í forsetakosningunum 2020. Ginni Thomas, eiginkona Clarence Thomas dómara, tók þannig virkan þátt í að reyna að hnekkja úrslitum kosninganna. Thomas hefur hafnað því að víkja í málum sem tengjast kosningunum. Dómarar Hæstaréttar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum, þegar slíkt hefur hentað Trump. New York Times segir mögulegt að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurði um áfrýjun Trumps í dag. Henni var hafnað af dómara í New York á þriðjudaginn en sá var mjög gagnrýninn á málflutning lögmanna Trumps. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Eftir að fregnir bárust af símtalinu sendi Alito út yfirlýsingu um að hann hefði svaraði símtali Trumps að beiðni William Levi, fyrrverandi aðstoðarmanns síns, og lagt til að Trump réði hann í ríkisstjórn sína. Alito segir að þeir hafi ekkert talað um áfrýjun Trumps og að hann hafi ekki einu sinni vitað af henni. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ætti að vera að kanna bakgrunn aðstoðarmannsins en slíkt er iðulega gert af lágt settum starfsmönnum. AP fréttaveitan segir hæstaréttardómara iðulega mæla með fyrrverandi aðstoðarmönnum sínum í opinber embætti en beint samtal við forseta Bandaríkjanna um slíkt sé mjög óhefðbundið. Sérstaklega með tilliti til þeirra mála Trumps sem hafa farið fyrir Hæstarétt og munu fara fyrir dómstólinn á næsta kjörtímabili. Áfrýjuðu til Hæstaréttar eftir símtalið Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Sakfelling Trumps stendur Hann og lögmenn hans hafa reynt að koma í veg fyrir dómsuppkvaðningu á undanförnum vikum en þeirri kröfu hefur verið hafnað á öllum dómstigum, að Hæstarétti undanskildum. Lögmenn Trumps áfrýjuðu málinu þangað stuttu eftir að Trump og Alito töluðu saman á þriðjudaginn. Umdeildur Alito Samuel Alito hefur staðið frammi fyrir áköllum um að hann segi sig frá málum tengdum Trump. Þau mál tengdust árás stuðningsmanna Trumps á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Í fyrra bárust fregnir af því að tveimur umdeildum fánum hefði verið flaggað við tvö hús í eigu Alitos og eiginkonu hans. Þeir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í kosningunum 2020. Annar fáninn er sá bandaríski á hvolfi og hinn er hvítur fáni með mynd af furu sem á stendur „An Appeal to heaven“ eða Beiðni til himna. Báðir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja ranglega að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Hvíti fáninn er þar að auki tengdur hópi sem vill auka vægi kristinna gilda í opinberri stjórnsýslu Bandaríkjanna. Leiðtogar þessarar hreyfingar hafa bundið miklar vonir við Alito og afstöðu hans til málefna eins og þungunarrofs, hjónabanda samkynja para og trúfrelsis. Þá var í fyrra birt upptaka af Alito taka undir það að Bandaríkjamenn ættu að verða trúræknari og tala um að pólitískar málamiðlanir væru ómögulegar. Sjá einnig: Umdeildur dómari vill trúræknari Bandaríki Árið 2023 birti ProPublica fréttir um að Alito hefði ekki sagt frá ókeypis flugferð í einkaþotu auðjöfurs sem rak seinna mál fyrir Hæstarétti. Alito er ekki fyrsti dómarinn sem er bendlaður við stoðlausar samsæriskenningar Trump um meint misferli í forsetakosningunum 2020. Ginni Thomas, eiginkona Clarence Thomas dómara, tók þannig virkan þátt í að reyna að hnekkja úrslitum kosninganna. Thomas hefur hafnað því að víkja í málum sem tengjast kosningunum. Dómarar Hæstaréttar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum, þegar slíkt hefur hentað Trump. New York Times segir mögulegt að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurði um áfrýjun Trumps í dag. Henni var hafnað af dómara í New York á þriðjudaginn en sá var mjög gagnrýninn á málflutning lögmanna Trumps.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira