Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 21:09 „Ég held að við ættum að minnsta kosti að undirbúa okkur undir að þetta gæti verið það sem koma skal,“ segir Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur. Getty/Vísir Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst. Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur ræddi um gróðureldana í Kaliforníu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í rauninni gróðureldahætta í Kaliforníu allt árið, en mest utan regntímans, og nú vegna loftlagsbreytinga þá hefur regntíminn verið að styttast í báða enda. Það er búið að vera mjög þurrt og hlýtt lengi og þá eykst hættan. Og núna eru Santa Ana vindarnir, og þeir verða til þess að eldurinn sem kviknar að útbreiðsla hans verður miklu meiri og slökkvistarfið erfiðara.“ Er þetta bein afleiðing loftlagsbreytinga? „Það er alltaf að segja hvað er bein afleiðing, árið 2024. Þá var það ár aftakaveðurs á mörgum stöðum. Það var bæði úrhellisúrkoma, flóð, en líka hiti, þurrkur, og gróðureldar víða í heimi, bæði í Suður- og Norður-Ameríku, Síberíu og í Evrópu getum við minnst á Portúgal þar sem voru miklir gróðureldir,“ segir Nína. „Ég held að við ættum að minnsta kosti að undirbúa okkur undir að þetta gæti verið það sem koma skal.“ Kort af eldunum sem nú geysa vestanhafs.Vísir/Grafík Að sögn Nínu þurfa Íslendingar að huga að forvörnum þar sem gróður og skógar færast í aukanna hér á landi. „En það er eitt annað sem þetta byggir á. Eldarnir geta kviknað og veður hefur þar mikil áhrif, og þurkkur, vindátt og vindhraði. En svo er þetta líka spurning með hvernig við gerum okkar umhverfi, hvaða varnir við erum með. Þetta er eitthvað sem við þurfum líka að hugsa á Íslandi með auknum gróðri og auknum skógi.“ Eyðileggingin er mikil.Getty Þannig það er hægt að byggja upp einhverjar varnir og varúðarráðstafanir með þetta í huga? „Við getum alltaf haft einhverjar varnir, en þegar hlutirnir eru á þessum skala sem þetta er núna úti í Kaliforníu þá er þetta náttúrulega afskaplega erfitt viðureignar.“ Bandaríkin Veður Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Slysavarnir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Innlent Fleiri fréttir Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Sjá meira
Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur ræddi um gróðureldana í Kaliforníu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í rauninni gróðureldahætta í Kaliforníu allt árið, en mest utan regntímans, og nú vegna loftlagsbreytinga þá hefur regntíminn verið að styttast í báða enda. Það er búið að vera mjög þurrt og hlýtt lengi og þá eykst hættan. Og núna eru Santa Ana vindarnir, og þeir verða til þess að eldurinn sem kviknar að útbreiðsla hans verður miklu meiri og slökkvistarfið erfiðara.“ Er þetta bein afleiðing loftlagsbreytinga? „Það er alltaf að segja hvað er bein afleiðing, árið 2024. Þá var það ár aftakaveðurs á mörgum stöðum. Það var bæði úrhellisúrkoma, flóð, en líka hiti, þurrkur, og gróðureldar víða í heimi, bæði í Suður- og Norður-Ameríku, Síberíu og í Evrópu getum við minnst á Portúgal þar sem voru miklir gróðureldir,“ segir Nína. „Ég held að við ættum að minnsta kosti að undirbúa okkur undir að þetta gæti verið það sem koma skal.“ Kort af eldunum sem nú geysa vestanhafs.Vísir/Grafík Að sögn Nínu þurfa Íslendingar að huga að forvörnum þar sem gróður og skógar færast í aukanna hér á landi. „En það er eitt annað sem þetta byggir á. Eldarnir geta kviknað og veður hefur þar mikil áhrif, og þurkkur, vindátt og vindhraði. En svo er þetta líka spurning með hvernig við gerum okkar umhverfi, hvaða varnir við erum með. Þetta er eitthvað sem við þurfum líka að hugsa á Íslandi með auknum gróðri og auknum skógi.“ Eyðileggingin er mikil.Getty Þannig það er hægt að byggja upp einhverjar varnir og varúðarráðstafanir með þetta í huga? „Við getum alltaf haft einhverjar varnir, en þegar hlutirnir eru á þessum skala sem þetta er núna úti í Kaliforníu þá er þetta náttúrulega afskaplega erfitt viðureignar.“
Bandaríkin Veður Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Slysavarnir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Innlent Fleiri fréttir Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Sjá meira
Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53
„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13
Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30