Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 09:04 Ískjarni úr borun vísindamannanna á Little Dome C á austanverðu Suðurskautslandinu. AP/PNRA/IPEV Beyond Epica Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur náð að sækja eitt elsta ískjarnasýni í heimi djúpt úr Suðurskautslandsísnum. Ísinn er sagður að minnsta kosti 1,2 milljóna ára gamall. Hann getur varpað skýrara ljósi á hvernig lofthjúpur og loftslag jarðar hefur breyst. Það tók hóp sextán vísindamanna fjögur sumur að bora 2,8 kílómetra niður á berggrunn til þess að sækja sér sýnið. Hitinn var að meðaltali um -35 gráður á Celsíus á meðan á verkinu stóð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sam hópur hafði áður náð um 800.000 ára gömlum ískjarna. Loftslagsvísindamenn nota svokölluð veðurvitni eins og ískjarna til þess að rannsaka hvernig lofthjúpurinn og loftslag jarðar hefur breyst. Í ísnum má finna bólur af lofti frá þeim tíma sem ísinn fraus. Þannig er hægt að mæla efnasamsetningu þess, meðal annars styrk gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings og metans. „Þökk sé ískjarnanum munum við geta skilað hvað hefur breyst með gróðurhúsalofttegundir, efni og ryk í lofthjúpnum,“ segir Carlo Barbante, ítalskur jöklafræðingur og einn stjórnenda teymisins sem boraði eftir kjarnanum. Rannsóknir hópsins á fyrri ískjarnanum sýna að styrkur koltvísýrings hefur ekki verið eins hár í lofthjúpi jarðar og nú í að minnsta kosti hundruð árþúsunda. „Nú sjáum við styrk koltvísýrings sem er fimmtíu prósent hærri en hæstu gildin sem við höfum séð síðustu 800.000 árin,“ segir Barbante. Richard Alley, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segir sérstaklega spennandi að teymið hafi borað alla leið niður á berggrunn suðuskautslandsins. Mögulega muni menn þá læra meira um sögu jarðar en bara af ískjörnunum. „Þetta er virkilega, virkilega ótrúlega stórkostlegt. Þau eiga eftir að komast að stórkostlegum hlutum,“ segir Alley sem tengist hópnum ekki. Loftslagsmál Vísindi Suðurskautslandið Tengdar fréttir Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Það tók hóp sextán vísindamanna fjögur sumur að bora 2,8 kílómetra niður á berggrunn til þess að sækja sér sýnið. Hitinn var að meðaltali um -35 gráður á Celsíus á meðan á verkinu stóð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sam hópur hafði áður náð um 800.000 ára gömlum ískjarna. Loftslagsvísindamenn nota svokölluð veðurvitni eins og ískjarna til þess að rannsaka hvernig lofthjúpurinn og loftslag jarðar hefur breyst. Í ísnum má finna bólur af lofti frá þeim tíma sem ísinn fraus. Þannig er hægt að mæla efnasamsetningu þess, meðal annars styrk gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings og metans. „Þökk sé ískjarnanum munum við geta skilað hvað hefur breyst með gróðurhúsalofttegundir, efni og ryk í lofthjúpnum,“ segir Carlo Barbante, ítalskur jöklafræðingur og einn stjórnenda teymisins sem boraði eftir kjarnanum. Rannsóknir hópsins á fyrri ískjarnanum sýna að styrkur koltvísýrings hefur ekki verið eins hár í lofthjúpi jarðar og nú í að minnsta kosti hundruð árþúsunda. „Nú sjáum við styrk koltvísýrings sem er fimmtíu prósent hærri en hæstu gildin sem við höfum séð síðustu 800.000 árin,“ segir Barbante. Richard Alley, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segir sérstaklega spennandi að teymið hafi borað alla leið niður á berggrunn suðuskautslandsins. Mögulega muni menn þá læra meira um sögu jarðar en bara af ískjörnunum. „Þetta er virkilega, virkilega ótrúlega stórkostlegt. Þau eiga eftir að komast að stórkostlegum hlutum,“ segir Alley sem tengist hópnum ekki.
Loftslagsmál Vísindi Suðurskautslandið Tengdar fréttir Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01