Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Lovísa Arnardóttir skrifar 10. janúar 2025 08:41 Áslaug Arna hefur sagt að hún hafi áhuga á því að bjóða sig fram til formanns. Hún hefur þó ekki gefið neitt út um það hvort það verði að veruleika. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að framtíð forystu Sjálfstæðisflokksins verði ekki slegið á frest. Hún segir mikilvægt að Sjálfstæðismenn taki höndum saman og vinni „farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins“. Þetta segir Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í grein sinni segir Áslaug Arna eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig forysta flokksins verður skipuð þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur flokksins fer fram í febrúar að öllum líkindum. Einhverjir hafa lagt til að honum verði frestað en það hefur ekki verið gert. Þó nokkrir hafa verið orðaðir við formannshlutverkið. Margir í þingflokki flokksins eins og Áslaug sjálf en líka Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þá hafa einnig verið nefndir til leiks sveitarstjórnarfulltrúarr eins og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Auk þeirra hafa aðrir verið nefndir sem skipa ekkert hlutverk í dag á vegum flokksins eins og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu og Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri fasteignafélagsins Heima. Skemmtilegur samkvæmisleikur „Og það er óneitanlega skemmtilegur samkvæmisleikur fyrir okkur öll að velta upp nöfnum og máta fólk við ákveðin hlutverk í öflugasta stjórnmálaflokki landsins. Þessi miklu tímamót í Sjálfstæðisflokknum verða hins vegar að snúast um meira en persónur og leikendur,“ segir Áslaug í grein sinni. Þannig þurfi þessi tímamót að snúast um framtíð flokksins, áskoranirnar fram undan og hvernig eigi að berjast fyrir hugsjónum og tryggja framgang þeirra. Hún segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að endurheimta trúverðugleika sinn „og verða aftur það forystuafl sem hann hefur alla tíð verið í íslensku samfélagi.“ Áslaug segir þá hagsæld sem fólk búi við hér byggjast fyrst og síðast á ákvörðunum Sjálfstæðisflokksins. Einhverjir segi að flokkurinn þurfi að „endurnýja eða endurhugsa vörumerki sitt“. Vitnar í Davíð Oddsson „Við sem höfum skipað okkur undir merki Sjálfstæðisflokksins höfum verið óhrædd við að mæta nýjum tímum, eiga hreinskiptin skoðanaskipti um menn og málefni. Og við vitum að stjórnmálaflokkur er mannanna verk, myndaður um sameiginlegar hugsjónir og stefnu.,“ segir Áslaug Arna og vísar svo í orð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns flokksins, en hann sagði árið 2004 í tilefni af 75 ára afmæli flokksins að stjórnmálaflokkur væri ekki „til fyrir sjálfan sig og ef hann höfðar ekki til fólksins í landinu á hann engan tilverurétt“. Áslaug segir að nú þegar styttist í að flokksmenn komi saman til landsfundar í febrúar sé áríðandi að skipað verði til verka og að þar verði mótuð stefna til framtíðar. „Tilvera Sjálfstæðisflokksins byggist á grundvallarstefi hans um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og nú ríður á að við blásum nýjum glæðum í þær klassísku hugmyndir. Sláum ekki framtíðinni á frest. Tökum höndum saman og vinnum farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins,“ segir Áslaug að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Í grein sinni segir Áslaug Arna eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig forysta flokksins verður skipuð þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur flokksins fer fram í febrúar að öllum líkindum. Einhverjir hafa lagt til að honum verði frestað en það hefur ekki verið gert. Þó nokkrir hafa verið orðaðir við formannshlutverkið. Margir í þingflokki flokksins eins og Áslaug sjálf en líka Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þá hafa einnig verið nefndir til leiks sveitarstjórnarfulltrúarr eins og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Auk þeirra hafa aðrir verið nefndir sem skipa ekkert hlutverk í dag á vegum flokksins eins og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu og Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri fasteignafélagsins Heima. Skemmtilegur samkvæmisleikur „Og það er óneitanlega skemmtilegur samkvæmisleikur fyrir okkur öll að velta upp nöfnum og máta fólk við ákveðin hlutverk í öflugasta stjórnmálaflokki landsins. Þessi miklu tímamót í Sjálfstæðisflokknum verða hins vegar að snúast um meira en persónur og leikendur,“ segir Áslaug í grein sinni. Þannig þurfi þessi tímamót að snúast um framtíð flokksins, áskoranirnar fram undan og hvernig eigi að berjast fyrir hugsjónum og tryggja framgang þeirra. Hún segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að endurheimta trúverðugleika sinn „og verða aftur það forystuafl sem hann hefur alla tíð verið í íslensku samfélagi.“ Áslaug segir þá hagsæld sem fólk búi við hér byggjast fyrst og síðast á ákvörðunum Sjálfstæðisflokksins. Einhverjir segi að flokkurinn þurfi að „endurnýja eða endurhugsa vörumerki sitt“. Vitnar í Davíð Oddsson „Við sem höfum skipað okkur undir merki Sjálfstæðisflokksins höfum verið óhrædd við að mæta nýjum tímum, eiga hreinskiptin skoðanaskipti um menn og málefni. Og við vitum að stjórnmálaflokkur er mannanna verk, myndaður um sameiginlegar hugsjónir og stefnu.,“ segir Áslaug Arna og vísar svo í orð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns flokksins, en hann sagði árið 2004 í tilefni af 75 ára afmæli flokksins að stjórnmálaflokkur væri ekki „til fyrir sjálfan sig og ef hann höfðar ekki til fólksins í landinu á hann engan tilverurétt“. Áslaug segir að nú þegar styttist í að flokksmenn komi saman til landsfundar í febrúar sé áríðandi að skipað verði til verka og að þar verði mótuð stefna til framtíðar. „Tilvera Sjálfstæðisflokksins byggist á grundvallarstefi hans um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og nú ríður á að við blásum nýjum glæðum í þær klassísku hugmyndir. Sláum ekki framtíðinni á frest. Tökum höndum saman og vinnum farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins,“ segir Áslaug að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira