Svala er þriðja barn þeirra hjóna en þau greindu frá því að þau ættu von á barni í september síðastliðnum. Svala fæddist í síðustu viku. Fyrir eiga þau stúlku fædda árið 2016 og dreng fæddan 2020.
Jóhann er landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu. Jóhann og Hólmfríður fluttu í fyrra til Sádi Arabíu þar sem hann spilar núna fyrir Al Orobah í úrvalsdeild Sádí-Arabíu. Fyrir það höfðu þau búið í Bretlandi þar sem hann var leikmaður Burnley.
Jóhann og Hólmfríður hafa verið saman um árabil en giftu sig árið 2022 á hótelinu La Finca Resort á Suður Spáni.