Sádi-Arabía

Fréttamynd

Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu

Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flug­vél Atlanta á tæpasta vaði í Ríad

Stjórnendum Boeing 747 þotu íslenska flugfélagsins Air Atlanta varð á í messunni þegar taka átti á loft frá flugvellinum í Ríad í Sádi-Arabíu á dögunum. Nauðhemla þurfti þegar í ljós kom að röng beygja hafði verið tekin inn á akstursbraut í stað flugbrautar í aðdraganda flugtaks. Flugvélin staðnæmdist um þrjátíu metrum frá enda akstursbrautarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Ræddu nauð­syn þess að draga úr spennu

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Henderson fer til Ajax

Jordan Henderson er  við það að ganga til liðs við hollenska liðið Ajax frá Al-Ettifaq í Sádi Arabíu samkvæmt nýjustu fréttum.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja hækka olíu­verð

Ráðamenn í Rússlandi og Sádi-Arabíu hafa biðlað til annarra olíuframleiðenda í OPEC+ að draga úr framleiðslu. Olíuverð hefur lækkað töluvert að á undanförnum mánuðum en í gær hafði verðið ekki verið lægra í hálft ár. Rússar og Sádar vilja stöðva þá þróun og hækka verð á nýjan leik.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Sádarnir hafa auga­stað á HM kvenna árið 2035

Sádí-Arabía hyggst gera boð um að halda Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta árið 2035 samkvæmt íþróttastjóra sambandsins. Mið-Austurlenska konungsdæmið hefur nú þegar lagt fram formlega beiðni um að halda HM karla árið 2034. 

Fótbolti
Fréttamynd

Fót­bolta­heimurinn nötrar vegna Sáda

Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Í fótboltanum er bitið til baka, á fleiri en einum vettvangi.

Fótbolti