Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2025 14:50 Slökkviliðsmaður kastar mæðinni eftir glímu við Palisades-eldinn við Los Angeles um helgina. Í baksýn sést reyk leggja frá eldi. AP/Eric Thayer Heitur og þurr vindurinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles á að magnast aftur eftir svikalogn um helgina. Santa Ana-vindarnir svonefndu eru af sama meiði og hnjúkaþeyrinn sem Norðlendingar njóta góðs af í suðlægum vindáttum. Að minnsta kosti 24 eru látnir af völdum gróðureldanna sem hafa logað í kringum Los Angeles í Kaliforníu frá því í síðustu viku. Þúsundir heimila og fyrirtækja hafa orðið eldunum að bráð. Ekki er ljóst hver upptök eldanna voru en þeir kunna að hafa kviknað út frá raflínum eða jafnvel verið kveiktir viljandi. Útilokað hefur verið að þeir hafi kviknað út frá eldingum, að sögn AP-fréttastofunnar. Eldarnir eiga það sameiginlegt að þeir hafa dreift hratt úr sér vegna sterkra árstíðarbundinna vinda sem dæla heitu og þurru lofti sem er ættað úr eyðimörkum innan úr landi á bálið. Verða heitari og þurrari þegar þeir koma yfir fjallgarðinn Santa Ana-vindarnir eru sérstaklega tengdir við haustin í Suður-Kaliforníu og norðanverðum Kaliforníuskaga en þeir geta farið af stað allt fram á vorin, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir byrja að blása þegar stórt háþrýstisvæði myndast yfir Skálinni miklu í vestanverðum Bandaríkjunum að lágþrýstisvæði undan ströndum Kaliforníu. Skálin mikla er þurrt og hrjóstrugt svæði sem nær meðal annars yfir Nevada, hluta Utah, Idaho og suðaustur Oregon. Kjöraðstæður voru fyrir gróðurelda í kringum Los Angeles þegar Santa Ana-vindarnir fóru af stað þar sem víða hefur varla komið dropi úr lofti sem talandi er um frá því í apríl. Skæðari þurrkar eru á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar.AP/Jae C. Hong Vindar snúast réttsælis í kringum miðju háþrýstisvæðisins og blása þeir heitu og þurru lofti frá eyðimörkunum suður og vestur yfir sunnanverða Kaliforníu í átt að Kyrrahafinu. Þar þurfa þeir að fara yfir Sierra-fjölin. Hlémegin fjallanna kemur niður enn heitari, þurrari og sterkari hnjúkaþeyr. Hnjúkaþeyr er hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum. Raki í lofti veldur því að það kólnar minna þegar það er þvingað yfir fjall en það hitnar á leiðinni niður aftur. Hnjúkaþeys af þessu tagi verður meðal annars vart á Norður- og Norðausturlandi í suðlægum vindáttum, að því er kemur fram á vef Veðurstofunnar. Santa Ana-vindarnir geta orðið enn öflugri þegar þeir blása í gegnum dali og fjallaskörð. Vindstyrkurinn getur jafnast á við í fellibyl þegar verst lætur. Margir eru í sárum eftir eyðilegginguna sem eldarnir við Los Angeles skilja eftir sig. Þúsundir heimila hafa fuðrað upp og á þriðja tug manna er látinn.AP/Mark J. Terrill Spáð yfir 30 m/s næstu daga Vindunum fylgir aukin hætta á gróðureldum vegna þess hversu heitt og þurrt loftið er. Það skapar kjöraðstæður fyrir elda að kvikna í. Aðstæður voru sérstaklega slæmar í Kaliforníu nú vegna langvarandi þurrks sem skapaði nægan eldsmat áður en vindarnir byrjuðu að blása. Þegar eldarnir kvikna geta Santa Ana-vindarnir dreift hratt úr þeim yfir stór svæði líkt og gerst hefur nú. Reuters-fréttastofan segir að vindurinn hafi blásið glæðum allt að þrjá kílómetra á undan eldunum. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin á svæðinu fyrir næstu daga er slæm. Frá því í gærkvöldi og fram á miðvikudag var spáð allt að 31 metra á sekúndu. Öllum hátt í tíu milljónum íbúa Los Angeles-sýslu hefur verið tilkynnt að þeim gæti verið sagt að flýja vegna eldanna eða reyks næstu daga. Bandaríkin Veður Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín. 13. janúar 2025 11:32 Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tala látinna í eldunum í Los Angeles borg í Bandaríkjunum er nú kominn í 24 og er sextán hið minnsta saknað. 13. janúar 2025 06:57 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Sjá meira
Að minnsta kosti 24 eru látnir af völdum gróðureldanna sem hafa logað í kringum Los Angeles í Kaliforníu frá því í síðustu viku. Þúsundir heimila og fyrirtækja hafa orðið eldunum að bráð. Ekki er ljóst hver upptök eldanna voru en þeir kunna að hafa kviknað út frá raflínum eða jafnvel verið kveiktir viljandi. Útilokað hefur verið að þeir hafi kviknað út frá eldingum, að sögn AP-fréttastofunnar. Eldarnir eiga það sameiginlegt að þeir hafa dreift hratt úr sér vegna sterkra árstíðarbundinna vinda sem dæla heitu og þurru lofti sem er ættað úr eyðimörkum innan úr landi á bálið. Verða heitari og þurrari þegar þeir koma yfir fjallgarðinn Santa Ana-vindarnir eru sérstaklega tengdir við haustin í Suður-Kaliforníu og norðanverðum Kaliforníuskaga en þeir geta farið af stað allt fram á vorin, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir byrja að blása þegar stórt háþrýstisvæði myndast yfir Skálinni miklu í vestanverðum Bandaríkjunum að lágþrýstisvæði undan ströndum Kaliforníu. Skálin mikla er þurrt og hrjóstrugt svæði sem nær meðal annars yfir Nevada, hluta Utah, Idaho og suðaustur Oregon. Kjöraðstæður voru fyrir gróðurelda í kringum Los Angeles þegar Santa Ana-vindarnir fóru af stað þar sem víða hefur varla komið dropi úr lofti sem talandi er um frá því í apríl. Skæðari þurrkar eru á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar.AP/Jae C. Hong Vindar snúast réttsælis í kringum miðju háþrýstisvæðisins og blása þeir heitu og þurru lofti frá eyðimörkunum suður og vestur yfir sunnanverða Kaliforníu í átt að Kyrrahafinu. Þar þurfa þeir að fara yfir Sierra-fjölin. Hlémegin fjallanna kemur niður enn heitari, þurrari og sterkari hnjúkaþeyr. Hnjúkaþeyr er hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum. Raki í lofti veldur því að það kólnar minna þegar það er þvingað yfir fjall en það hitnar á leiðinni niður aftur. Hnjúkaþeys af þessu tagi verður meðal annars vart á Norður- og Norðausturlandi í suðlægum vindáttum, að því er kemur fram á vef Veðurstofunnar. Santa Ana-vindarnir geta orðið enn öflugri þegar þeir blása í gegnum dali og fjallaskörð. Vindstyrkurinn getur jafnast á við í fellibyl þegar verst lætur. Margir eru í sárum eftir eyðilegginguna sem eldarnir við Los Angeles skilja eftir sig. Þúsundir heimila hafa fuðrað upp og á þriðja tug manna er látinn.AP/Mark J. Terrill Spáð yfir 30 m/s næstu daga Vindunum fylgir aukin hætta á gróðureldum vegna þess hversu heitt og þurrt loftið er. Það skapar kjöraðstæður fyrir elda að kvikna í. Aðstæður voru sérstaklega slæmar í Kaliforníu nú vegna langvarandi þurrks sem skapaði nægan eldsmat áður en vindarnir byrjuðu að blása. Þegar eldarnir kvikna geta Santa Ana-vindarnir dreift hratt úr þeim yfir stór svæði líkt og gerst hefur nú. Reuters-fréttastofan segir að vindurinn hafi blásið glæðum allt að þrjá kílómetra á undan eldunum. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin á svæðinu fyrir næstu daga er slæm. Frá því í gærkvöldi og fram á miðvikudag var spáð allt að 31 metra á sekúndu. Öllum hátt í tíu milljónum íbúa Los Angeles-sýslu hefur verið tilkynnt að þeim gæti verið sagt að flýja vegna eldanna eða reyks næstu daga.
Bandaríkin Veður Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín. 13. janúar 2025 11:32 Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tala látinna í eldunum í Los Angeles borg í Bandaríkjunum er nú kominn í 24 og er sextán hið minnsta saknað. 13. janúar 2025 06:57 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Sjá meira
Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín. 13. janúar 2025 11:32
Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tala látinna í eldunum í Los Angeles borg í Bandaríkjunum er nú kominn í 24 og er sextán hið minnsta saknað. 13. janúar 2025 06:57