Hinn 36 ára gamli Khabib gerði garðinn frægan í UFC-búrinu þar sem hann keppt alls 29 sinnum og stóð uppi með 29 sigra. Hann nýtti þó ekki UFC-hæfileika sína þegar hann lenti upp á kant við starfsmenn Frontier Airlines á sunnudaginn var. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá.
Í myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum má starfsmann flugfélagsins biðja Khabib um að færa sig úr sæti við neyðarútgang. Þegar bardagakappinn biður um útskýringu þá er einfaldlega sagt að starfsfólkið treysti honum ekki til að sitja við neyðarútgang.
„Það er ekki sanngjarnt,“ heyrist Khabib segja áður en hann samþykkir að yfirgefa vélina. Hann hefur nú tjáð sig um málið á X, áður Twitter. Þar segir hann starfsmenn félagsins hafa verið dónalega við sig frá upphafi samtalsins þó hann tali „ágæta ensku, skilji allt og hafi verið samvinnuþýður“ þá vildu þau samt sem áður fjarlægja hann úr sæti sínu.
„Var ástæðan byggð á kynþætti, þjóðerni eða einhverju öðru? Ég er ekki viss. Eftir tveggja mínútna samtal kallaði hún á öryggisverði og ég yfirgaf vélina. Skömmu síðar fór ég í aðra vél sem fór með mig á áfangastað minn.“
„Ég gerði hvað ég gat til að halda ró minni og sýna virðingu eins og sést í myndbandinu. En þetta starfsfólk gæti gert betur þegar kemur að framkomu sinni í garð farþega,“ segir Khabib einnig í færslu sinni.