Ráðherra sagði málið verða kynnt í þinginu á vormánuðum. Spurður um mögulega sölu á Landsbankanum sagði hann engar áætlanir uppi um það eins og staðan væri í dag.
Samkvæmt RÚV er hlutur ríkisins í Íslandsbanka metinn á um 100 milljarða króna.
Til stóð að selja helming hlutarins í fyrra og helming á þessu ári en í október síðastliðnum ákvað ráðherranefnd um ríkisfjármál að fresta sölunni. Var meðal annars vísað til markaðsaðstæðna og þess að stutt væri til kosninga.