Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. janúar 2025 09:02 Christopher Macchio og Carrie Underwood munu troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump þann 20. janúar næstkomandi. AP/Getty Töluvert betur hefur gengið að finna tónlistarmenn til að troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag en fyrir átta árum. Kántrísöngkonan Carrie Underwood kemur fram á sjálfri athöfninni en Village People hitar upp fyrir hana. Þegar Trump vann kosningarnar 2017 gekk honum hrapallega illa að fá tónlistarmenn til að koma fram á innsetningarathöfninni. Elton John, Céline Dion og Garth Brooks höfnuðu öll boði um að koma fram þá. Á endanum urðu Tabernacle-kórinn og klassíska söngkona Jackie Evancho fyrir valinu. Talsmenn Underwood og innsetningarathafnarnefnd Trump-Vance staðfestu komu Underwood í gær. Kántrístjarna sem elskar land sitt Viðburðurinn hefst á prelúdíú sem háskólakórar Nebraska-háskóla og Lincoln-háskóla munu flytja. Síðan mun Lúðrasveit sjóhersins flytja tónlistarnúmer áður en þingkonan Amy Klobuchar, formaður nefndar um 60. innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta, mun formlega setja athöfnina. Eftir það verður varaforsetinn JD Vance settur í embætti af hæstaréttardómaranum Brett Kavanaugh. Kántrísöngkonan Carrie Underwood, sem hlaut heimsfrægð þegar hún vann fjórðu seríu Idolsins 2004, mun síðan syngja „America the Beautiful“ beint áður en John Roberts, forseti hæstaréttar, setur Trump í embætti. Carrie Underwood er spennt að troða upp fyrir innsetningu 47. forseta Bandaríkjanna.Getty „Ég elska landið okkar og er heiðruð að hafa verið beðin um að syngja á innsetningunni og fá að vera lítill hluti af þessum sögulega viðburði,“ sagði Underwood í yfirlýsingu. Hún sagðist einnig svara þessu kalli auðmjúk á tíma sem krefst samheldni og að þjóðin horfi til framtíðar. Innsetningin fer fram í Washington D.C. mánudaginn 20. janúar og skarast því á við dag Martins Luthers King Jr. sem er frídagur. Skólakór bandaríska sjóhersins og kór bandaríska heraflans (e. Armed Forces Chorus) munu spila undir með henni. Trúarleiðtogar munu svo fara með bæn og klassíski söngvarinn Christopher Macchio syngur Þjóðsöng Bandaríkjanna til að ljúka athöfninni. Macchio hefur komið reglulega fram á pólitískum viðburðum Repúblikana og tróð m.a. upp á fjöldafundi Trump á Madison Square Garden. Þorpsbúarnir troða upp á ballinu Daginn fyrir sjálfa innsetninguna verður þétt dagskrá þegar Trump heldur „Make America Great Again Victory Rally“ og um kvöldið þann 19. munu samtökin Turning Point USA halda innsetningarkvöldsball (e. Inauguration eve ball). Samkvæmt yfirlýsingu frá Charlie Kirk, forstjóra Turning Point USA, er von á fjölda þekktra MAGA-liða á ballið, þar á meðal JD Vance, Donald Trump yngri og Megyn Kelly. Þorpsbúarnir (e. Village People) sem er ein eftirlætis hljómsveit Trump, mun troða upp á ballinu, en hann hefur reglulega notað lög þeirra „Y.M.C.A“ og „Macho Man” á viðburðum sínum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Þegar Trump vann kosningarnar 2017 gekk honum hrapallega illa að fá tónlistarmenn til að koma fram á innsetningarathöfninni. Elton John, Céline Dion og Garth Brooks höfnuðu öll boði um að koma fram þá. Á endanum urðu Tabernacle-kórinn og klassíska söngkona Jackie Evancho fyrir valinu. Talsmenn Underwood og innsetningarathafnarnefnd Trump-Vance staðfestu komu Underwood í gær. Kántrístjarna sem elskar land sitt Viðburðurinn hefst á prelúdíú sem háskólakórar Nebraska-háskóla og Lincoln-háskóla munu flytja. Síðan mun Lúðrasveit sjóhersins flytja tónlistarnúmer áður en þingkonan Amy Klobuchar, formaður nefndar um 60. innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta, mun formlega setja athöfnina. Eftir það verður varaforsetinn JD Vance settur í embætti af hæstaréttardómaranum Brett Kavanaugh. Kántrísöngkonan Carrie Underwood, sem hlaut heimsfrægð þegar hún vann fjórðu seríu Idolsins 2004, mun síðan syngja „America the Beautiful“ beint áður en John Roberts, forseti hæstaréttar, setur Trump í embætti. Carrie Underwood er spennt að troða upp fyrir innsetningu 47. forseta Bandaríkjanna.Getty „Ég elska landið okkar og er heiðruð að hafa verið beðin um að syngja á innsetningunni og fá að vera lítill hluti af þessum sögulega viðburði,“ sagði Underwood í yfirlýsingu. Hún sagðist einnig svara þessu kalli auðmjúk á tíma sem krefst samheldni og að þjóðin horfi til framtíðar. Innsetningin fer fram í Washington D.C. mánudaginn 20. janúar og skarast því á við dag Martins Luthers King Jr. sem er frídagur. Skólakór bandaríska sjóhersins og kór bandaríska heraflans (e. Armed Forces Chorus) munu spila undir með henni. Trúarleiðtogar munu svo fara með bæn og klassíski söngvarinn Christopher Macchio syngur Þjóðsöng Bandaríkjanna til að ljúka athöfninni. Macchio hefur komið reglulega fram á pólitískum viðburðum Repúblikana og tróð m.a. upp á fjöldafundi Trump á Madison Square Garden. Þorpsbúarnir troða upp á ballinu Daginn fyrir sjálfa innsetninguna verður þétt dagskrá þegar Trump heldur „Make America Great Again Victory Rally“ og um kvöldið þann 19. munu samtökin Turning Point USA halda innsetningarkvöldsball (e. Inauguration eve ball). Samkvæmt yfirlýsingu frá Charlie Kirk, forstjóra Turning Point USA, er von á fjölda þekktra MAGA-liða á ballið, þar á meðal JD Vance, Donald Trump yngri og Megyn Kelly. Þorpsbúarnir (e. Village People) sem er ein eftirlætis hljómsveit Trump, mun troða upp á ballinu, en hann hefur reglulega notað lög þeirra „Y.M.C.A“ og „Macho Man” á viðburðum sínum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira