Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Brimborg og Ragnheiður Tryggvadóttir 15. janúar 2025 13:27 Steindauður farsími og óraunhæfur drægnikvíði krydduðu hressilega reynsluakstur hálfa leið í kringum landið á Ford Explorer rafmagnsjeppanum. Ég horfði á líflausan símann í hendi mér. Ég var mögulega í vandræðum. Það var orðið dimmt og engin umferð. Ég fann kvíðahnútinn vaxa í maganum, þennan splunkunýja sem óreyndir rafbílaökumenn þjást af, drægnikvíðinn. Ferðin hófst í björtu veðri og í blússandi hleðslu. Færið var gott og þó það væri talsverð hálka á þjóðveginum rúlluðum við áfram af öryggi á harðkorna dekkjunum. Bíllinn stöðugur og mjúkur á vegi. Ég hafði meira að segja uppgötvað mjóbaksnudd í sætinu til viðbótar við hitann, og stýrishita og var því í frekar góðum málum. Ford Explorer er fjórhjóladrifinn rafmagnsjeppi og lá vel á hálum þjóðveginum. Nýi Ford Explorer rafmagnsjeppinn er virkilega þægilegur, fjórhjóladrifinn og flottur, með rafdrifnu ökumannssæti sem ég gat stillt að vild. Sætin í bílnum eru sportleg með innbyggðum höfuðpúðum og leðurklædd að hluta og það fór einnig vel um farþegann. Við vorum með nesti og geymsluhólfið milli sætanna tók endalaust við – tvær langlokur, tvær gosflöskur, tveir snakkpokar og nammpoki hurfu þangað ofan í. Við hefðum komið fyrir meiru. Og talandi um geymsluhólf –14.6 tommu stjórnskjárinn í miðjunni er hreyfanlegur upp og niður og undir honum leyndist auka geymsluhólf með læsingu. Nestið fyrir langferðina hvarf ofan í Mega-geymsluhólfið milli framsætanna en það tekur 17 lítra. Yfir fimmhundruð kílómetra drægni Áfangastaðurinn var 450 kílómetra í burtu og yfir nokkra fjallvegi að fara en drægni Ford Explorer er allt að 566 kílómetrar í fullri hleðslu. Hann er ekkert tröll á veginum, dálítið minni en eldri týpan en þó rúm tvö tonn að þyngd, rétt um 4.5 metrar að lengd, 1.8 m á breidd og með 20 sm veghæð. Hann er 340 hestöfl með 684 nm tog og 5.3 sekúndur í hundrað. Þegar smellt er á takka í skottinu vippast úr dráttarkrókur sem dregur 1.2 tonn. Alvöru jeppi þó nettur sé. Alvöru jeppi þó nettur sé og svo temmilegur á alla kanta. Ég hafði lagt af stað með 80% hleðslu eða ca 320 kílómetra en hafði engar áhyggjur af því þó ég þyrfti að hlaða einu sinni á leiðinni. Græja það bara í gegnum app og reyndir rafbílaeigendur höfðu nefnt Víðigerði sem þægilegt hleðslustopp. Þar ætlaði ég hlaða inn á bílinn meðan ég fengi mér kaffi. Það fór þó á annan veg. Á sama augnabliki og ég ætlaði að opna appið í símanum við dæluna steindó hann í höndunum á mér. Miðaldra dót setti strik í reikninginn Ford Exlporer er búinn þráðlausri hleðslustöð fyrir farsíma í handhægu hólfi milli framsætanna og þar að auki fjórum usb-c tengjum, tveimur aftur í og tveimur frammí. Á leiðinni hafði síminn legið í hleðslustöðinni en í ljós kom að minn hundgamli sími reyndist ekki móttækilegur slíkri tækni. Hleðslusnúran sem ég gróf í fáti upp úr töskunni reyndist einnig með of gamaldags ubs-tengi til að passa í bílinn. Úbbs. En allt í lagi ég hleð bara símann í sjoppunni, róa taugarnar með kaffi og hleð svo bílinn þegar síminn lifnar við. Þá sá ég að búið var að loka sjoppunni! Kílómetrastaðan var reyndar ekki slæm. Ég var enn með 38% og um 155 kílómetra inni og kæmist léttilega á Blönduós. Þetta stóð allt saman skýrum stöfum á upplýsingaskjánum í mælaborðinu. Ég tók mig taki, þessi drægnikvíði var bara vitleysa og ég rúllaði aftur af stað. Á Blönduósi hlóð ég símann í sjoppunni – hlóð svo niður nýju appi fyrir viðkomandi stöð og hlóð loks bílinn. Aftur komin í 80% næði ég á áfangastaðinn sem var rétt um 200 km í burtu. Síminn dó einhversstaðar á leiðinni en nú gerði það ekkert til. Ford Explorer er rúmgóður og vel fer um bæði ökumann og farþega í upphituðum sætum. Stjórnskjárinn í miðjunni er hreifanlegur, með læstu geymsluhólfi á bakvið. Notalegheit með lýsingu í lit Ég gat valið milli fimm mismunandi akstursstillinga, Normal, ECO, Sport, Individual og Traction. Sportstillingin fannst mér mest spennandi, fyrir sneggra viðbragð í stýri og inngjöf. Hálkan á veginum gaf þó lítil færi á að gefa í. Normal varð fyrir valinu nema síðasta kaflann sem er malarvegur prófaði ég Traction. Ég fann svo sem ekki mikinn mun á bíllinn var lipur og þægilegur í akstri sama hvað gekk á. Það fór virkilega vel um mig í bílnum. Hönnunin að innan er praktísk og úthugsuð. Hægt er að stilla lýsinguna í innréttingunni í mismunandi litum eftir stemmingu og svo var Ford svo vinalegur að spyrja öðru hvoru hvort ég væri þreytt og mælti með pásum. Ég tók reyndar ekkert mark á því, hélt bara áfram. Það er gaman að vera á svona flottum jeppa í vetrarferð og þó ég þyrfti ekki að ryðjast gegnum snjó á veginum eða beita einhverjum jeppastælum var gaman að bruna í gegnum hressilegan skafrenning á Ford Explorer. Hleðslan var komin niður í 23% þegar ég smellti bílnum í samband í heimahleðslunni á áfangastað. Nettur en rúmgóður Þessi jeppi er bara svo mátulegur, ekkert of stór heldur temmilegur á alla kanta. Samt er hann afar rúmgóður að innan. Farangursrýmið tekur 530 lítra og meira að segja hægt að smeygja skíðum milli aftursætanna. Hann er ekkert tröll á veginum, dálítið minni en eldri týpan en þó rúm tvö tonn að þyngd, rétt um 4.5 metrar að lengd, 1.8 m á breidd og með 20 sm veghæð. Með allt á hreinu á heimleiðinni, eða hvað? Hafandi lært af reynslunni passaði ég að hafa símann full hlaðinn á bakaleiðinni. Með FordPass-appinu hafði ég fylgst með bílnum hlaða sig og nýtti mér fjarræsinguna svo bíllinn var heitur og notalegur þegar kom að brottför. Bíllinn var í 80% þegar ég lagði af stað og af sjálfsöryggi þess sem þykist með allt á heinu snaraði ég mér á dæluna á Blönduósi þegar þangað kom og reif upp símann. Appið fraus hinsvegar aftur og aftur í símanum. Eftir fum og fát eyddi ég alveg út, hlóð því inn aftur og þá rauk hleðslan í gang. Miðaldra ég var orðin frekar skjálfhent yfir þessu appabrasi, rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar. Eftir að aulaganginum á mér með appið lauk tók ekki neima 25 mínútur að hlaða upp í 80%. Langloka með skinku, eggi og pítusósu var nesti ferðarinnar í báðar áttir. Hleðslustopp er fínasta nestisstopp. Skilvirk akstursaðstoð Í Borgarnesi ók ég inn í ausandi rigningu. Hjólförin á veginum full af vatni en það var snúið að forðast þau, Ford var strangur á því að ég héldi mig á miðri akgreininni, pípti og tók aðeins í stýrið ef ég fór of nærri kantinum eða miðlínunni. Bíllinn er búinn veglínuskynjara og nálægðarskynjara að framan og aftan og gaf mér einnig ljósmerki í hliðarspeglinum þegar einhver tók fram úr. Sem betur fer reyndi þó ekki á sjálfvirka neyðarhemlunina við hindrun framundan (Pre-Collision Assist) sem er til staðar í bílnum. Þess má geta að bíllinn bremsar líka sjálfkrafa ef hindrun reynist fyrir aftan þegar bakkað er. Gular tölur hertu hnútinn Ég sigldi því áfram í vatnsfullum hjólförunum í endalausri bílalest og sóttist ferðin frekar hægt. Allt í einu fannst mér farið að ganga hratt á hleðsluna. Ég hafði alveg gleymt að gera ráð fyrir áhrifum ytri aðstæðna á drægni og vissi í raun ekkert hversu mikil þau væru. Undir Hafnarfjalli rigndi enn meira og nú var orðið bálhvasst. Kvíðahnúturinn hertist eftir því sem prósentin lækkuðu. Við 20% og fór Ford vinsamlegast fram á að fá hleðslu. 18% og allt í einu voru tölustafirnir orðnir gulir. Gulur rafgeymir birtist líka á skjánum, Ford var orðinn svangur en öslaði áfram gegnum lemjandi vatnsveðrið. 16% þegar ég náði borgarmörkunum,15% og 62 kílómetrar þegar ég renndi í hlaðið heima. Þegar liturinn á prósentutölunum varð gulur hertist hnúturinn í maganum. Það er þó alveg óhætt að taka mark á uppgefnum kílómetrafjölda og slaka aðeins á. Á mínu dísilheimili er engin hleðslustöð og þar sem drægnikvíðinn hafði blossað upp aftur vildi ég hlaða fyrir snúninga morgundagsins. Samkvæmt öppunum var nóg af hleðslustöðvum í hverfinu, meðal annars hjá sundlauginni rétt hjá. Þau stæði reyndust hinsvegar öll upptekin og ekki af rafbílum. Rafbílaeigendur hljóta líka að búa yfir æðruleysi. Nú hófst stressandi ökutúr um hverfið. 14% og Ford minnti á sig. Appið vísaði mér þangað sem hraðhleðslustöðvar áttu að vera í hnapp en í fátinu ók ég inn á einhverja allt aðra stöð, ónei, enn eitt appið, ég dró skjálfhent upp símann. En hér þurfti allt í einu ekkert app – ég gat rennt greiðslukorti í stöð, slegið inn upphæð og valið dælu upp á gamla mátann. Fullkomið fyrir miðaldra mig. Ég sat svo í hlýjunni inni í bílnum meðan rigningin buldi á rúðunum. Það hrað-slaknaði á drægnikvíðanum í takt við hrað-hækkandi prósenturnar. Traustur, þægilegur og á viðráðanlegum prís Þessi ferð var virkilega ánægjuleg. Það er þægilegt að keyra þennan bíl og ekki bara fyrir mjóbaksnuddið. Hann er traustur og liggur vel á veginum við krefjandi aðstæður eins og hálku og vatnsfull hjólför. Mér finnst stór plús hvað hann er allur nettur að sjá en býr samt yfir jeppatöktum, með dráttarkrók og 20 sm veghæð. Það kom líka á óvart hve rúmgóður hann er að innan. Tveir karlar sem báðir eru yfir einn og níutíu á hæð mátuðust vel bæði frammi í og aftur í án þess að reka hné eða haus í. Þá er geymsluhólfið milli sætanna frábært. Það má léttilega koma fartölvu þar fyrir auk vatnsbrúsa eða handtösku. Ford Explorer kostar heldur ekki hönd og löpp, eða í kringum átta milljónir með styrknum frá Orkusjóði. Ég lærði annars tvennt í þessari ferð, ég get auðvitað bara treyst kílómetrafjöldanum sem bíllinn segist eiga eftir, drægnikvíði er óþarfur, og það er komið að því að endurnýja símann minn. Ford Explorer rafmagnsjeppinn er frábær í vetrarferðir hálfa leiðina kringum landið, öruggur, lipur og afar þægilegur. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Ferðin hófst í björtu veðri og í blússandi hleðslu. Færið var gott og þó það væri talsverð hálka á þjóðveginum rúlluðum við áfram af öryggi á harðkorna dekkjunum. Bíllinn stöðugur og mjúkur á vegi. Ég hafði meira að segja uppgötvað mjóbaksnudd í sætinu til viðbótar við hitann, og stýrishita og var því í frekar góðum málum. Ford Explorer er fjórhjóladrifinn rafmagnsjeppi og lá vel á hálum þjóðveginum. Nýi Ford Explorer rafmagnsjeppinn er virkilega þægilegur, fjórhjóladrifinn og flottur, með rafdrifnu ökumannssæti sem ég gat stillt að vild. Sætin í bílnum eru sportleg með innbyggðum höfuðpúðum og leðurklædd að hluta og það fór einnig vel um farþegann. Við vorum með nesti og geymsluhólfið milli sætanna tók endalaust við – tvær langlokur, tvær gosflöskur, tveir snakkpokar og nammpoki hurfu þangað ofan í. Við hefðum komið fyrir meiru. Og talandi um geymsluhólf –14.6 tommu stjórnskjárinn í miðjunni er hreyfanlegur upp og niður og undir honum leyndist auka geymsluhólf með læsingu. Nestið fyrir langferðina hvarf ofan í Mega-geymsluhólfið milli framsætanna en það tekur 17 lítra. Yfir fimmhundruð kílómetra drægni Áfangastaðurinn var 450 kílómetra í burtu og yfir nokkra fjallvegi að fara en drægni Ford Explorer er allt að 566 kílómetrar í fullri hleðslu. Hann er ekkert tröll á veginum, dálítið minni en eldri týpan en þó rúm tvö tonn að þyngd, rétt um 4.5 metrar að lengd, 1.8 m á breidd og með 20 sm veghæð. Hann er 340 hestöfl með 684 nm tog og 5.3 sekúndur í hundrað. Þegar smellt er á takka í skottinu vippast úr dráttarkrókur sem dregur 1.2 tonn. Alvöru jeppi þó nettur sé. Alvöru jeppi þó nettur sé og svo temmilegur á alla kanta. Ég hafði lagt af stað með 80% hleðslu eða ca 320 kílómetra en hafði engar áhyggjur af því þó ég þyrfti að hlaða einu sinni á leiðinni. Græja það bara í gegnum app og reyndir rafbílaeigendur höfðu nefnt Víðigerði sem þægilegt hleðslustopp. Þar ætlaði ég hlaða inn á bílinn meðan ég fengi mér kaffi. Það fór þó á annan veg. Á sama augnabliki og ég ætlaði að opna appið í símanum við dæluna steindó hann í höndunum á mér. Miðaldra dót setti strik í reikninginn Ford Exlporer er búinn þráðlausri hleðslustöð fyrir farsíma í handhægu hólfi milli framsætanna og þar að auki fjórum usb-c tengjum, tveimur aftur í og tveimur frammí. Á leiðinni hafði síminn legið í hleðslustöðinni en í ljós kom að minn hundgamli sími reyndist ekki móttækilegur slíkri tækni. Hleðslusnúran sem ég gróf í fáti upp úr töskunni reyndist einnig með of gamaldags ubs-tengi til að passa í bílinn. Úbbs. En allt í lagi ég hleð bara símann í sjoppunni, róa taugarnar með kaffi og hleð svo bílinn þegar síminn lifnar við. Þá sá ég að búið var að loka sjoppunni! Kílómetrastaðan var reyndar ekki slæm. Ég var enn með 38% og um 155 kílómetra inni og kæmist léttilega á Blönduós. Þetta stóð allt saman skýrum stöfum á upplýsingaskjánum í mælaborðinu. Ég tók mig taki, þessi drægnikvíði var bara vitleysa og ég rúllaði aftur af stað. Á Blönduósi hlóð ég símann í sjoppunni – hlóð svo niður nýju appi fyrir viðkomandi stöð og hlóð loks bílinn. Aftur komin í 80% næði ég á áfangastaðinn sem var rétt um 200 km í burtu. Síminn dó einhversstaðar á leiðinni en nú gerði það ekkert til. Ford Explorer er rúmgóður og vel fer um bæði ökumann og farþega í upphituðum sætum. Stjórnskjárinn í miðjunni er hreifanlegur, með læstu geymsluhólfi á bakvið. Notalegheit með lýsingu í lit Ég gat valið milli fimm mismunandi akstursstillinga, Normal, ECO, Sport, Individual og Traction. Sportstillingin fannst mér mest spennandi, fyrir sneggra viðbragð í stýri og inngjöf. Hálkan á veginum gaf þó lítil færi á að gefa í. Normal varð fyrir valinu nema síðasta kaflann sem er malarvegur prófaði ég Traction. Ég fann svo sem ekki mikinn mun á bíllinn var lipur og þægilegur í akstri sama hvað gekk á. Það fór virkilega vel um mig í bílnum. Hönnunin að innan er praktísk og úthugsuð. Hægt er að stilla lýsinguna í innréttingunni í mismunandi litum eftir stemmingu og svo var Ford svo vinalegur að spyrja öðru hvoru hvort ég væri þreytt og mælti með pásum. Ég tók reyndar ekkert mark á því, hélt bara áfram. Það er gaman að vera á svona flottum jeppa í vetrarferð og þó ég þyrfti ekki að ryðjast gegnum snjó á veginum eða beita einhverjum jeppastælum var gaman að bruna í gegnum hressilegan skafrenning á Ford Explorer. Hleðslan var komin niður í 23% þegar ég smellti bílnum í samband í heimahleðslunni á áfangastað. Nettur en rúmgóður Þessi jeppi er bara svo mátulegur, ekkert of stór heldur temmilegur á alla kanta. Samt er hann afar rúmgóður að innan. Farangursrýmið tekur 530 lítra og meira að segja hægt að smeygja skíðum milli aftursætanna. Hann er ekkert tröll á veginum, dálítið minni en eldri týpan en þó rúm tvö tonn að þyngd, rétt um 4.5 metrar að lengd, 1.8 m á breidd og með 20 sm veghæð. Með allt á hreinu á heimleiðinni, eða hvað? Hafandi lært af reynslunni passaði ég að hafa símann full hlaðinn á bakaleiðinni. Með FordPass-appinu hafði ég fylgst með bílnum hlaða sig og nýtti mér fjarræsinguna svo bíllinn var heitur og notalegur þegar kom að brottför. Bíllinn var í 80% þegar ég lagði af stað og af sjálfsöryggi þess sem þykist með allt á heinu snaraði ég mér á dæluna á Blönduósi þegar þangað kom og reif upp símann. Appið fraus hinsvegar aftur og aftur í símanum. Eftir fum og fát eyddi ég alveg út, hlóð því inn aftur og þá rauk hleðslan í gang. Miðaldra ég var orðin frekar skjálfhent yfir þessu appabrasi, rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar. Eftir að aulaganginum á mér með appið lauk tók ekki neima 25 mínútur að hlaða upp í 80%. Langloka með skinku, eggi og pítusósu var nesti ferðarinnar í báðar áttir. Hleðslustopp er fínasta nestisstopp. Skilvirk akstursaðstoð Í Borgarnesi ók ég inn í ausandi rigningu. Hjólförin á veginum full af vatni en það var snúið að forðast þau, Ford var strangur á því að ég héldi mig á miðri akgreininni, pípti og tók aðeins í stýrið ef ég fór of nærri kantinum eða miðlínunni. Bíllinn er búinn veglínuskynjara og nálægðarskynjara að framan og aftan og gaf mér einnig ljósmerki í hliðarspeglinum þegar einhver tók fram úr. Sem betur fer reyndi þó ekki á sjálfvirka neyðarhemlunina við hindrun framundan (Pre-Collision Assist) sem er til staðar í bílnum. Þess má geta að bíllinn bremsar líka sjálfkrafa ef hindrun reynist fyrir aftan þegar bakkað er. Gular tölur hertu hnútinn Ég sigldi því áfram í vatnsfullum hjólförunum í endalausri bílalest og sóttist ferðin frekar hægt. Allt í einu fannst mér farið að ganga hratt á hleðsluna. Ég hafði alveg gleymt að gera ráð fyrir áhrifum ytri aðstæðna á drægni og vissi í raun ekkert hversu mikil þau væru. Undir Hafnarfjalli rigndi enn meira og nú var orðið bálhvasst. Kvíðahnúturinn hertist eftir því sem prósentin lækkuðu. Við 20% og fór Ford vinsamlegast fram á að fá hleðslu. 18% og allt í einu voru tölustafirnir orðnir gulir. Gulur rafgeymir birtist líka á skjánum, Ford var orðinn svangur en öslaði áfram gegnum lemjandi vatnsveðrið. 16% þegar ég náði borgarmörkunum,15% og 62 kílómetrar þegar ég renndi í hlaðið heima. Þegar liturinn á prósentutölunum varð gulur hertist hnúturinn í maganum. Það er þó alveg óhætt að taka mark á uppgefnum kílómetrafjölda og slaka aðeins á. Á mínu dísilheimili er engin hleðslustöð og þar sem drægnikvíðinn hafði blossað upp aftur vildi ég hlaða fyrir snúninga morgundagsins. Samkvæmt öppunum var nóg af hleðslustöðvum í hverfinu, meðal annars hjá sundlauginni rétt hjá. Þau stæði reyndust hinsvegar öll upptekin og ekki af rafbílum. Rafbílaeigendur hljóta líka að búa yfir æðruleysi. Nú hófst stressandi ökutúr um hverfið. 14% og Ford minnti á sig. Appið vísaði mér þangað sem hraðhleðslustöðvar áttu að vera í hnapp en í fátinu ók ég inn á einhverja allt aðra stöð, ónei, enn eitt appið, ég dró skjálfhent upp símann. En hér þurfti allt í einu ekkert app – ég gat rennt greiðslukorti í stöð, slegið inn upphæð og valið dælu upp á gamla mátann. Fullkomið fyrir miðaldra mig. Ég sat svo í hlýjunni inni í bílnum meðan rigningin buldi á rúðunum. Það hrað-slaknaði á drægnikvíðanum í takt við hrað-hækkandi prósenturnar. Traustur, þægilegur og á viðráðanlegum prís Þessi ferð var virkilega ánægjuleg. Það er þægilegt að keyra þennan bíl og ekki bara fyrir mjóbaksnuddið. Hann er traustur og liggur vel á veginum við krefjandi aðstæður eins og hálku og vatnsfull hjólför. Mér finnst stór plús hvað hann er allur nettur að sjá en býr samt yfir jeppatöktum, með dráttarkrók og 20 sm veghæð. Það kom líka á óvart hve rúmgóður hann er að innan. Tveir karlar sem báðir eru yfir einn og níutíu á hæð mátuðust vel bæði frammi í og aftur í án þess að reka hné eða haus í. Þá er geymsluhólfið milli sætanna frábært. Það má léttilega koma fartölvu þar fyrir auk vatnsbrúsa eða handtösku. Ford Explorer kostar heldur ekki hönd og löpp, eða í kringum átta milljónir með styrknum frá Orkusjóði. Ég lærði annars tvennt í þessari ferð, ég get auðvitað bara treyst kílómetrafjöldanum sem bíllinn segist eiga eftir, drægnikvíði er óþarfur, og það er komið að því að endurnýja símann minn. Ford Explorer rafmagnsjeppinn er frábær í vetrarferðir hálfa leiðina kringum landið, öruggur, lipur og afar þægilegur.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira