Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. janúar 2025 17:15 Nú er tíminn kominn og ég ætla að grípa þetta segir Sveinn Jóhannsson sem koma óvænt inn í íslenska hópinn. Vísir/Vilhelm „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Sveinn kom inn í hópinn fyrir Arnar Frey Arnarsson sem meiddist í æfingaleik Íslands við Svíþjóð um helgina. Sveinn var á leið frá Íslandi heim til Noregs, hvar hann spilar með liði Kolstad, þegar hann fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum. „Ég var bókstaflega að labba inn í flugvél. Þá fæ ég símtal. Þá var ég búinn að sjá að Arnar hefði meiðst í leiknum og maður gerði sér vonir um að kallið væri að koma. Svo kom kallið og þá var flugvélin eiginlega byrjuð að keyra út á flugbraut þannig að það var ekki aftur snúið,“ segir Sveinn sem þurfti því að fara heim áður en hann gat komið til móts við landsliðið í Svíþjóð. Klippa: Á leið upp í flugvél þegar kallið kom „Við skutumst heim ég og konan til Þrándheims og náðum í dót, umpökkuðum í töskunum og svo bara af stað aftur í fyrramálið,“ segir Sveinn. En var þetta ekki hektískt allt saman? „Ég fór frá Þrándheimi til Kristianstad í Svíþjóð fyrst. Hektískir og ekki hektískir, maður er bara klár þegar landsliðið kallar. Mér var alveg sama hvort ferðalagið yrði langt eða stutt eða maður væri þreyttur. Það skiptir engu máli, maður er bara klár og bara frábært að fá kallið í landsliðið. Það er það sem mann dreymir um,“ segir Sveinn. Fjölnismenn mætast á HM Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha var kallaður inn í leikmannahóp Grænhöfðaeyja í vikunni en Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik mótsins á morgun. Hafsteinn heilsaði upp á íslensku strákana í þann mund sem viðtalið við Svein var tekið og áttu þeir gott spjall. Þeir félagar eru Fjölnismenn og ekki á hverjum degi sem tveir Grafarvogsbúar mætast á heimsmeistaramóti. „Við erum náttúrulega báðir uppaldir í Fjölni. Það er gaman að það séu tveir leikmenn uppaldir í Fjölni á heimsmeistaramótinu í handbolta. Við þekkjumst þaðan, spiluðum saman mikið. Hann er fínn strákur, við erum góðir félagar,“ Ætla að vinna riðilinn Sveinn hefur lagt sig fram við að auka samskiptin við þá sem stýra spili Íslands til að skapa betri tengingu innan vallar.Vísir/Vilhelm Sveinn segir þá markmið íslenska liðsins skýrt. Stefnt sé að því að vinna leikina þrjá í riðlinum, við Grænhöfðaeyjar, Kúbu og Slóveníu og fara með fullt hús stiga í milliriðil. „Við ætlum að vinna riðilinn. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við eigum að geta gert það en það krefst þess að við mætum eins og menn til leiks. Maður veit það sjálfur að það er miklu meiri stemning í því að mæta og klára þessa leiki eins og fagmenn og gera litlu smáatriðin vel. Þá fer maður sáttur frá borði sem hefur áhrif á fílinginn í framhaldinu,“ segir Sveinn. „Þetta er bara handbolti, þetta er bara basic“ Sveinn leikur sem línumaður en hefur verið inn og út úr landsliðshópnum að undanförnu en tók þó þátt í síðasta verkefni í nóvember. Hann segir örlitla vinnu fylgja því að ná tengingu við þá sem leika fyrir utan bardagalínuna en er bjartsýnn á gott samstarf. „Ég er duglegur að tala við gæjana sem eru fyrir utan, Aron [Pálmarsson] og Gísla [Þorgeir Kristjánsson] og alla þessa gæja til að fá fíling fyrir hvorum öðrum. Ég hef engar áhyggjur af því, þetta er bara handbolti, þetta er bara basic. Maður er bara með eitthvað kerfi sem er spilað meira og minna allsstaðar,“ „En þetta er aðallega að þekkja hvorn annan, hvað fíla ég, hvað fílar hann og hvað vill hann. Línumaður og útileikmaður þurfa að hafa ákveðna tengingu, auðvitað tekur smá tíma að byggja það upp en við erum bara duglegir að eiga samskipti og þá verður það allt í góðu,“ segir Sveinn sem er harðákveðinn í því að grípa tækifærið sem gefst á komandi móti báðum höndum. „Alveg klárlega. Það er engin spurning. Nú er tíminn kominn og ég ætla að grípa þetta.“ Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 annað kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að leik. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. 15. janúar 2025 12:00 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. 15. janúar 2025 10:31 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Sveinn kom inn í hópinn fyrir Arnar Frey Arnarsson sem meiddist í æfingaleik Íslands við Svíþjóð um helgina. Sveinn var á leið frá Íslandi heim til Noregs, hvar hann spilar með liði Kolstad, þegar hann fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum. „Ég var bókstaflega að labba inn í flugvél. Þá fæ ég símtal. Þá var ég búinn að sjá að Arnar hefði meiðst í leiknum og maður gerði sér vonir um að kallið væri að koma. Svo kom kallið og þá var flugvélin eiginlega byrjuð að keyra út á flugbraut þannig að það var ekki aftur snúið,“ segir Sveinn sem þurfti því að fara heim áður en hann gat komið til móts við landsliðið í Svíþjóð. Klippa: Á leið upp í flugvél þegar kallið kom „Við skutumst heim ég og konan til Þrándheims og náðum í dót, umpökkuðum í töskunum og svo bara af stað aftur í fyrramálið,“ segir Sveinn. En var þetta ekki hektískt allt saman? „Ég fór frá Þrándheimi til Kristianstad í Svíþjóð fyrst. Hektískir og ekki hektískir, maður er bara klár þegar landsliðið kallar. Mér var alveg sama hvort ferðalagið yrði langt eða stutt eða maður væri þreyttur. Það skiptir engu máli, maður er bara klár og bara frábært að fá kallið í landsliðið. Það er það sem mann dreymir um,“ segir Sveinn. Fjölnismenn mætast á HM Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha var kallaður inn í leikmannahóp Grænhöfðaeyja í vikunni en Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik mótsins á morgun. Hafsteinn heilsaði upp á íslensku strákana í þann mund sem viðtalið við Svein var tekið og áttu þeir gott spjall. Þeir félagar eru Fjölnismenn og ekki á hverjum degi sem tveir Grafarvogsbúar mætast á heimsmeistaramóti. „Við erum náttúrulega báðir uppaldir í Fjölni. Það er gaman að það séu tveir leikmenn uppaldir í Fjölni á heimsmeistaramótinu í handbolta. Við þekkjumst þaðan, spiluðum saman mikið. Hann er fínn strákur, við erum góðir félagar,“ Ætla að vinna riðilinn Sveinn hefur lagt sig fram við að auka samskiptin við þá sem stýra spili Íslands til að skapa betri tengingu innan vallar.Vísir/Vilhelm Sveinn segir þá markmið íslenska liðsins skýrt. Stefnt sé að því að vinna leikina þrjá í riðlinum, við Grænhöfðaeyjar, Kúbu og Slóveníu og fara með fullt hús stiga í milliriðil. „Við ætlum að vinna riðilinn. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við eigum að geta gert það en það krefst þess að við mætum eins og menn til leiks. Maður veit það sjálfur að það er miklu meiri stemning í því að mæta og klára þessa leiki eins og fagmenn og gera litlu smáatriðin vel. Þá fer maður sáttur frá borði sem hefur áhrif á fílinginn í framhaldinu,“ segir Sveinn. „Þetta er bara handbolti, þetta er bara basic“ Sveinn leikur sem línumaður en hefur verið inn og út úr landsliðshópnum að undanförnu en tók þó þátt í síðasta verkefni í nóvember. Hann segir örlitla vinnu fylgja því að ná tengingu við þá sem leika fyrir utan bardagalínuna en er bjartsýnn á gott samstarf. „Ég er duglegur að tala við gæjana sem eru fyrir utan, Aron [Pálmarsson] og Gísla [Þorgeir Kristjánsson] og alla þessa gæja til að fá fíling fyrir hvorum öðrum. Ég hef engar áhyggjur af því, þetta er bara handbolti, þetta er bara basic. Maður er bara með eitthvað kerfi sem er spilað meira og minna allsstaðar,“ „En þetta er aðallega að þekkja hvorn annan, hvað fíla ég, hvað fílar hann og hvað vill hann. Línumaður og útileikmaður þurfa að hafa ákveðna tengingu, auðvitað tekur smá tíma að byggja það upp en við erum bara duglegir að eiga samskipti og þá verður það allt í góðu,“ segir Sveinn sem er harðákveðinn í því að grípa tækifærið sem gefst á komandi móti báðum höndum. „Alveg klárlega. Það er engin spurning. Nú er tíminn kominn og ég ætla að grípa þetta.“ Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 annað kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að leik.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. 15. janúar 2025 12:00 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. 15. janúar 2025 10:31 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira
Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. 15. janúar 2025 12:00
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03
Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. 15. janúar 2025 10:31