Handbolti

HM í dag: Alls­laus leik­maður Kúbu með vindla til sölu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Leikmaðurinn kúbverski, ásamt Vilhelm Gunnarssyni, ljósmyndara Vísis, í flugvélinni í Frankfurt.
Leikmaðurinn kúbverski, ásamt Vilhelm Gunnarssyni, ljósmyndara Vísis, í flugvélinni í Frankfurt. Vísir/VPE

Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu hefja leik á HM í Zagreb í dag. Fulltrúar Vísis eru mættir á staðinn og hafa áhugaverða ferðasögu að segja.

Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik heimsmeistaramótsins í Zagreb klukkan 19:30 í kvöld og fulltrúar Vísis, þeir Henry Birgir Gunnarsson og Valur Páll Eiríksson, fóru yfir stöðuna í fyrsta þætti ársins af HM í dag.

Valur Páll Eiríksson og Henry Birgir Gunnarsson ræddu málin í HM í dag.Vísir/Vilhelm

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis á mótinu, átti áhugaverð samskipti við leikmann kúbverska liðsins sem er með vindla til sölu. Sá gat ekki fengið peninga frá foreldrum sínum áður en haldið var utan en tók öskju af kúbverskum vindlum í staðinn.

Veggjakrot, Bjössi í World Class í útrás, keppnisskap og fleira til kemur við sögu í þætti dagsins.

HM í dag mun koma inn á Vísi daglega klukkan 11:00 á meðan þátttöku Íslands á HM stendur. Sigurður Már Davíðsson sér um myndatöku og eftirvinnslu þáttana.

Þátt dagsins má sjá í heild sinni í spilaranum.

Klippa: HM í dag #1 - kúbanskir vindlar og World Class

Tengdar fréttir

Bað um nýtt herbergi í Zagreb

Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb.

Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“

„Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti.

Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb

Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í íþróttahöll liðs Tresnjevka í króatísku höfuðborginni Zagreb í morgun. Á æfingunni tóku allir leikmenn fullan þátt að Aroni Pálmarssyni undanskildum, sem leikur ekki með liðinu fyrr en í milliriðil verður komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×