„Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari er kröfuharður á sína menn. Eins og vera ber. vísir/vilhelm „Tilfinningin er góð rétt fyrir mót,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson við Vísi þegar rúmur sólarhringur var í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta. Liðið missti línumanninn Arnar Frey Arnarsson í meiðsli í æfingaleikjunum við Svíþjóð á dögunum og svo er enn óvissa með Aron Pálmarsson en hann á að hvíla í riðlakeppninni vegna meiðsla í kálfa. „Aron lítur betur út en planið er óbreytt. Hann er jákvæður sem og við. Svo er gott teymi sem metur stöðuna á honum. Auðvitað eru þetta varúðarráðstafanir hjá okkur og hans vegna setjum við fókusinn á milliriðilinn hjá honum. Mér finnst þetta hafa verið betra og get því æft með þeim mönnum sem eru til taks núna. Það verður svo fínn styrkur að fá Aron inn.“ Klippa: Ekkert framhald ef þeir eru ekki eins og menn Fyrsti leikurinn í riðlinum er gegn Grænhöfðaeyjum, sá næsti gegn Kúbu og lokaleikurinn gegn Slóveníu. Ísland á að vinna fyrstu tvo leikina en þriðji leikurinn verður hörkuleikur. Snorri vill ekki sjá að leikmenn ætli sér að taka því rólega í byrjun móts. „Fyrir mér snýst þetta um næsta leik. Ég vil bara sjá gríðarlega einbeitt lið með blóð á tönnunum. Ég vil að menn spili eins og hver einasti leikur sé síðasti leikur ferilsins. Mér finnst allt annað henta okkur mjög illa. Þar fyrir utan er ekkert framhald ef við erum ekki eins og menn í fyrsta leik. Mér finnst mikilvægt að vinna leikinn með góðri frammistöðu.“ Sem fyrr er mikils vænst af íslenska liðinu á mótinu en hvaða væntingar hefur þjálfarinn? „Ég er með hellings væntingar. Ég veit að þetta er þreytt en mér líður fáranlega vel með að taka þetta í skrefum. Mér finnst það henta okkur sem liði. Það vita allir hvað það gerir fyrir okkur að vinna riðilinn. Til að það verði að veruleika þarf að vinna alla leikina í riðlinum,“ segir Snorri Steinn en hvaða breytingar munum við sjá á leik liðsins frá síðasta stórmóti? „Ég vil sjá að við séum að mjaka okkur í áttina að því sem ég vil. Ég vil sjá hraða, hlaup og skora mikið úr hraðaupphlaupum. Það er eitthvað sem tekur tíma og þarf að gerjast. Það er vont að geta ekki æft þetta á hverjum degi. Ég viðurkenni það. Mér fannst vanta flæði og flot í sókninni á síðasta móti. Ég hef séð vísi af þessu en þetta er áframhaldandi vinna. Mér líður vel og finnst glitta í það sem ég vil sjá.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Sennilegra að Ísland komist ekki úr milliriðli en 14,2% líkur á undanúrslitum Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í HR stofunni, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Gestir HR stofunnar voru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson og þá kynnti Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið. 16. janúar 2025 13:05 Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Fyrstu mótherjar Íslands á HM í handbolta hafa litla reynslu af stórmótum og ættu ekki að reynast mikil hindrun. Í liði Grænhöfðaeyja finnast þó flottir leikmenn og einn þeirra skoraði ellefu mörk gegn Íslandi fyrir tveimur árum. 16. janúar 2025 12:31 Aron ekki skráður inn á HM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur valið 17 manna hóp fyrir komandi Heimsmeistaramót. Ísland leikur fyrsta leik sinn á mótinu í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum. Aron Pálmarsson er ekki skráður inn í mótið en hægt er að bæta honum við leikmannahópinn seinna meir. 16. janúar 2025 12:17 „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. 16. janúar 2025 09:32 HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. 16. janúar 2025 10:00 „Líður eins og ég sé tvítugur“ Markvörðurinn síungi Björgvin Páll Gústavsson er sem fyrr í leikmannahópi íslenska landsliðsins en þar hefur hann verið síðan árið 2008. 16. janúar 2025 08:04 Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Liðið missti línumanninn Arnar Frey Arnarsson í meiðsli í æfingaleikjunum við Svíþjóð á dögunum og svo er enn óvissa með Aron Pálmarsson en hann á að hvíla í riðlakeppninni vegna meiðsla í kálfa. „Aron lítur betur út en planið er óbreytt. Hann er jákvæður sem og við. Svo er gott teymi sem metur stöðuna á honum. Auðvitað eru þetta varúðarráðstafanir hjá okkur og hans vegna setjum við fókusinn á milliriðilinn hjá honum. Mér finnst þetta hafa verið betra og get því æft með þeim mönnum sem eru til taks núna. Það verður svo fínn styrkur að fá Aron inn.“ Klippa: Ekkert framhald ef þeir eru ekki eins og menn Fyrsti leikurinn í riðlinum er gegn Grænhöfðaeyjum, sá næsti gegn Kúbu og lokaleikurinn gegn Slóveníu. Ísland á að vinna fyrstu tvo leikina en þriðji leikurinn verður hörkuleikur. Snorri vill ekki sjá að leikmenn ætli sér að taka því rólega í byrjun móts. „Fyrir mér snýst þetta um næsta leik. Ég vil bara sjá gríðarlega einbeitt lið með blóð á tönnunum. Ég vil að menn spili eins og hver einasti leikur sé síðasti leikur ferilsins. Mér finnst allt annað henta okkur mjög illa. Þar fyrir utan er ekkert framhald ef við erum ekki eins og menn í fyrsta leik. Mér finnst mikilvægt að vinna leikinn með góðri frammistöðu.“ Sem fyrr er mikils vænst af íslenska liðinu á mótinu en hvaða væntingar hefur þjálfarinn? „Ég er með hellings væntingar. Ég veit að þetta er þreytt en mér líður fáranlega vel með að taka þetta í skrefum. Mér finnst það henta okkur sem liði. Það vita allir hvað það gerir fyrir okkur að vinna riðilinn. Til að það verði að veruleika þarf að vinna alla leikina í riðlinum,“ segir Snorri Steinn en hvaða breytingar munum við sjá á leik liðsins frá síðasta stórmóti? „Ég vil sjá að við séum að mjaka okkur í áttina að því sem ég vil. Ég vil sjá hraða, hlaup og skora mikið úr hraðaupphlaupum. Það er eitthvað sem tekur tíma og þarf að gerjast. Það er vont að geta ekki æft þetta á hverjum degi. Ég viðurkenni það. Mér fannst vanta flæði og flot í sókninni á síðasta móti. Ég hef séð vísi af þessu en þetta er áframhaldandi vinna. Mér líður vel og finnst glitta í það sem ég vil sjá.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Sennilegra að Ísland komist ekki úr milliriðli en 14,2% líkur á undanúrslitum Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í HR stofunni, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Gestir HR stofunnar voru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson og þá kynnti Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið. 16. janúar 2025 13:05 Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Fyrstu mótherjar Íslands á HM í handbolta hafa litla reynslu af stórmótum og ættu ekki að reynast mikil hindrun. Í liði Grænhöfðaeyja finnast þó flottir leikmenn og einn þeirra skoraði ellefu mörk gegn Íslandi fyrir tveimur árum. 16. janúar 2025 12:31 Aron ekki skráður inn á HM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur valið 17 manna hóp fyrir komandi Heimsmeistaramót. Ísland leikur fyrsta leik sinn á mótinu í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum. Aron Pálmarsson er ekki skráður inn í mótið en hægt er að bæta honum við leikmannahópinn seinna meir. 16. janúar 2025 12:17 „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. 16. janúar 2025 09:32 HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. 16. janúar 2025 10:00 „Líður eins og ég sé tvítugur“ Markvörðurinn síungi Björgvin Páll Gústavsson er sem fyrr í leikmannahópi íslenska landsliðsins en þar hefur hann verið síðan árið 2008. 16. janúar 2025 08:04 Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Sennilegra að Ísland komist ekki úr milliriðli en 14,2% líkur á undanúrslitum Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í HR stofunni, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Gestir HR stofunnar voru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson og þá kynnti Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið. 16. janúar 2025 13:05
Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Fyrstu mótherjar Íslands á HM í handbolta hafa litla reynslu af stórmótum og ættu ekki að reynast mikil hindrun. Í liði Grænhöfðaeyja finnast þó flottir leikmenn og einn þeirra skoraði ellefu mörk gegn Íslandi fyrir tveimur árum. 16. janúar 2025 12:31
Aron ekki skráður inn á HM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur valið 17 manna hóp fyrir komandi Heimsmeistaramót. Ísland leikur fyrsta leik sinn á mótinu í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum. Aron Pálmarsson er ekki skráður inn í mótið en hægt er að bæta honum við leikmannahópinn seinna meir. 16. janúar 2025 12:17
„Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. 16. janúar 2025 09:32
HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. 16. janúar 2025 10:00
„Líður eins og ég sé tvítugur“ Markvörðurinn síungi Björgvin Páll Gústavsson er sem fyrr í leikmannahópi íslenska landsliðsins en þar hefur hann verið síðan árið 2008. 16. janúar 2025 08:04
Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00