Dagur hafði betur í uppgjöri tveggja íslenskra þjálfara því Króatía vann fjórtán marka sigur á landsliði Barein, 36-22, sem er undir stjórn Arons Kristjánssonar.
Króatar voru komnir sjö mörkum yfir, 10-3, þegar sautján mínútur voru liðnar af leiknum og leiddu með átta mörkum í hálfleik, 17-9. Króatar gáfu lítið eftir í seinni hálfleiknum sem liðið vann 19-13.
Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sjö marka sigurs á Póllandi á sama tíma, 35-28 Pólverjar voru skrefinu á undan framan af en Þjóðverjar voru marki yfir í hálfleik, 15-14. Þýska liðið var síðan mun sterkara í seinni hálfleiknum.
Norðmenn töpuðu með þremur mörkum á móti Brasilíu, 26-29, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12.
Ungverjaland og Norður-Makedónía gerðu svo 27-27 jafntefli.