Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Valur Páll Eiríksson skrifar 16. janúar 2025 09:00 Kristján Andrésson þjálfaði Rhein-Neckar Löwen frá 2019 til 2020 og sænska landsliðið 2016 til 2020. Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og landsliðsþjálfari Svíþjóðar frá 2016 til 2020, telur að strákarnir okkar fari í undanúrslit á HM í handbolta. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb í dag. Kristján mun starfa í sænsku sjónvarpi í kringum mótið sem fram undan er en hann tjáði sig um möguleika íslenska liðsins í Handkastinu, sem er í umsjón Arnars Daða Arnarssonar. Kristján segir ljóst að Ísland verði í baráttu við Slóveníu, Egyptaland og Króatíu um efstu tvö sæti milliriðilsins í næstu viku. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í dag, mætir Kúbu á laugardag og Slóveníu í lokaleik riðlakeppninnar á mánudag. Egyptar og Króatar munu svo mæta Íslandi í milliriðli sem hefst á miðvikudag í næstu viku. Slóvenar mæta Kúbu áður en leikur Íslands fer fram í Zagreb í dag en Slóvenar hafa gert vel á síðustu stórmótum. Þeir eru hins vegar án tveggja reynslubolta sem hafa borið leik liðsins uppi síðustu ár. Þeir 35 ára gömlu Jure Dolenec, sem leikur í hægri skyttu, og miðjumaðurinn Dean Bombac eru ekki með. Sama er að segja um línumanninn Matej Gaber. „Það eru mjög miklir möguleikar. Slóvenar lentu í fjórða sæti á Ólympíuleikunum en eru náttúrulega búnir að missa Dolenec, Bombac og Gaber en á sama tíma er maður að bíða eftir að Makuc [Domen Makuc, leikmaður Barcelona] springi út og sýni sína hæfileika,“ segir Kristján. Dean Bombac verður ekki með Slóvenum.PressFocus/MB Media/Getty Images „Egyptar, stóri bróðir El-Deraa [Yehia El-Deraa, leikmaður Veszprem, eldri bróðir Seif El-Deraa] er ekki með. Það er rosalega þýðingarmikið fyrir þá því hann er Elvar Örn Jónsson fyrir Egypta og getur spilað bæði vörn og sókn og gerir það vel,“ segir Kristján en El-Deraa bræður eru veigamiklir í leik Egypta. „Króatar eru á heimavelli. Ég hef reynslu af því þegar við 2018 unnum þá í Split með Svíum, þá var erfitt fyrir þá þegar við náðum yfirhöndinni. Þá skapaðist mikið stress og pressa frá áhorfendum. Þeir geta haft rosalega mikil áhrif,“ segir Kristján um Króata sem leika undir stjórn Dags Sigurðssonar. Stemningin var góð er Króatar unnu Katara í fyrsta leik í Zagreb í gær en það geti snúist ef illa gengur. Tapi fyrir Dönum í undanúrslitum Kristján telur að Ísland hafi betur gegn þessum liðum sem talin eru upp að ofan og fari einnig í gegnum 8-liða úrslitin. Þar verði Danir of stór biti til að kyngja. „Mér finnst vera rosalega fínir möguleikar en á sama tíma þarf Ísland að spila góðan bolta. Markvarsla og vörn þarf að virka alla þrjá leiki gegn Slóvenum, Egyptum og Króötum,“ „Ég held að Ísland fari í undanúrslit og mæti Danmörku. Ég held að það verði of erfitt og liðið spili medalíuleik við Norðmenn um þriðja sætið. Það er mín spá,“ segir Kristján. Þátt Handkastsins má nálgast að neðan. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að leik. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15 Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Króatía og Þýskaland unnu bæði fyrsta leik sinn á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld en Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason þjálfa landslið þessara tveggja þjóða. 15. janúar 2025 21:06 „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Fleiri fréttir „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Kristján mun starfa í sænsku sjónvarpi í kringum mótið sem fram undan er en hann tjáði sig um möguleika íslenska liðsins í Handkastinu, sem er í umsjón Arnars Daða Arnarssonar. Kristján segir ljóst að Ísland verði í baráttu við Slóveníu, Egyptaland og Króatíu um efstu tvö sæti milliriðilsins í næstu viku. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í dag, mætir Kúbu á laugardag og Slóveníu í lokaleik riðlakeppninnar á mánudag. Egyptar og Króatar munu svo mæta Íslandi í milliriðli sem hefst á miðvikudag í næstu viku. Slóvenar mæta Kúbu áður en leikur Íslands fer fram í Zagreb í dag en Slóvenar hafa gert vel á síðustu stórmótum. Þeir eru hins vegar án tveggja reynslubolta sem hafa borið leik liðsins uppi síðustu ár. Þeir 35 ára gömlu Jure Dolenec, sem leikur í hægri skyttu, og miðjumaðurinn Dean Bombac eru ekki með. Sama er að segja um línumanninn Matej Gaber. „Það eru mjög miklir möguleikar. Slóvenar lentu í fjórða sæti á Ólympíuleikunum en eru náttúrulega búnir að missa Dolenec, Bombac og Gaber en á sama tíma er maður að bíða eftir að Makuc [Domen Makuc, leikmaður Barcelona] springi út og sýni sína hæfileika,“ segir Kristján. Dean Bombac verður ekki með Slóvenum.PressFocus/MB Media/Getty Images „Egyptar, stóri bróðir El-Deraa [Yehia El-Deraa, leikmaður Veszprem, eldri bróðir Seif El-Deraa] er ekki með. Það er rosalega þýðingarmikið fyrir þá því hann er Elvar Örn Jónsson fyrir Egypta og getur spilað bæði vörn og sókn og gerir það vel,“ segir Kristján en El-Deraa bræður eru veigamiklir í leik Egypta. „Króatar eru á heimavelli. Ég hef reynslu af því þegar við 2018 unnum þá í Split með Svíum, þá var erfitt fyrir þá þegar við náðum yfirhöndinni. Þá skapaðist mikið stress og pressa frá áhorfendum. Þeir geta haft rosalega mikil áhrif,“ segir Kristján um Króata sem leika undir stjórn Dags Sigurðssonar. Stemningin var góð er Króatar unnu Katara í fyrsta leik í Zagreb í gær en það geti snúist ef illa gengur. Tapi fyrir Dönum í undanúrslitum Kristján telur að Ísland hafi betur gegn þessum liðum sem talin eru upp að ofan og fari einnig í gegnum 8-liða úrslitin. Þar verði Danir of stór biti til að kyngja. „Mér finnst vera rosalega fínir möguleikar en á sama tíma þarf Ísland að spila góðan bolta. Markvarsla og vörn þarf að virka alla þrjá leiki gegn Slóvenum, Egyptum og Króötum,“ „Ég held að Ísland fari í undanúrslit og mæti Danmörku. Ég held að það verði of erfitt og liðið spili medalíuleik við Norðmenn um þriðja sætið. Það er mín spá,“ segir Kristján. Þátt Handkastsins má nálgast að neðan. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að leik.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15 Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Króatía og Þýskaland unnu bæði fyrsta leik sinn á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld en Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason þjálfa landslið þessara tveggja þjóða. 15. janúar 2025 21:06 „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Fleiri fréttir „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00
Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15
Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Króatía og Þýskaland unnu bæði fyrsta leik sinn á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld en Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason þjálfa landslið þessara tveggja þjóða. 15. janúar 2025 21:06
„Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23