Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2025 08:49 Efnin bárust í neysluvatn frá flugvelli eyjarinnar. Getty/Matt Cardy Íbúum eyjarinnar Jersey hefur verið ráðlagt að gangast undir blóðtöku til að draga úr magni svokallaðra „eilífðarefna“ í blóðrásinni. Rannsóknir hafa sýnt að í sumum íbúum er magnið af efnunum í hættulega mikið. Jersey er eitt af yfirráðasvæðum Bretlands á Ermasundi en lýtur sjálfstjórn. Neysluvatnið mengaðist í tengslum við notkun eldhamlandi froðu á flugvelli eyjarinnar, en hún inniheldur PFAS og er framleidd af bandaríska fyrirtækinu 3M. PFSA (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) er fjölskylda yfir 10.000 efna sem eiga það meðal annars sameiginlegt að vera notuð vegna eiginleika þeirra til að hrinda frá sér vatni og fitu. Þau geta safnast fyrir í líkamanum og hafa verið tengd við ónæmisbrest, skjaldkirtilssjúkdóma og nýrna- og þvagblöðrukrabbamein. „Ég vil þetta bara úr líkamanum. Ég vil ekki fá þvagblöðrukrabbamein,“ hefur Guardian eftir Söruh Simon, íbúa Jersey sem hefur mælst með mikið magn PFSA í blóðinu. Ráðgjafanefnd sérfræðinga, sem skipuð var af stjórnvöldum, hefur lagt til að íbúum verði boðið upp á blóðtöku, sem felur í sér að hóflegt magn blóðs er tekið úr líkamanum. Blóðið endurnýjar sig í kjölfarið en blóðtakan er endurtekin þar til ástandið er talið viðunandi. Nefndin hefur einnig lagt til að lyfið cholestyramine verði notað en rannsóknir sýna að það dregur fljótar úr magni PFSA í líkamanum. Það er einnig kostnaðarminna en getur haft aukaverkanir í för með sér. Efnin fundust fyrst í neysluvatninu rétt fyrir aldamót og í kjölfarið hætti 3M framleiðslu froðunnar. Íbúar á áhrifasvæðum flugvallarins hafa gagnrýnt það harðlega að hafa verið látnir drekka vatnið fram til 2006 en rannsóknir hafa sýnt að 70 prósent íbúa eru með hættulega mikið magn PFSA í blóðinu. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Jersey er eitt af yfirráðasvæðum Bretlands á Ermasundi en lýtur sjálfstjórn. Neysluvatnið mengaðist í tengslum við notkun eldhamlandi froðu á flugvelli eyjarinnar, en hún inniheldur PFAS og er framleidd af bandaríska fyrirtækinu 3M. PFSA (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) er fjölskylda yfir 10.000 efna sem eiga það meðal annars sameiginlegt að vera notuð vegna eiginleika þeirra til að hrinda frá sér vatni og fitu. Þau geta safnast fyrir í líkamanum og hafa verið tengd við ónæmisbrest, skjaldkirtilssjúkdóma og nýrna- og þvagblöðrukrabbamein. „Ég vil þetta bara úr líkamanum. Ég vil ekki fá þvagblöðrukrabbamein,“ hefur Guardian eftir Söruh Simon, íbúa Jersey sem hefur mælst með mikið magn PFSA í blóðinu. Ráðgjafanefnd sérfræðinga, sem skipuð var af stjórnvöldum, hefur lagt til að íbúum verði boðið upp á blóðtöku, sem felur í sér að hóflegt magn blóðs er tekið úr líkamanum. Blóðið endurnýjar sig í kjölfarið en blóðtakan er endurtekin þar til ástandið er talið viðunandi. Nefndin hefur einnig lagt til að lyfið cholestyramine verði notað en rannsóknir sýna að það dregur fljótar úr magni PFSA í líkamanum. Það er einnig kostnaðarminna en getur haft aukaverkanir í för með sér. Efnin fundust fyrst í neysluvatninu rétt fyrir aldamót og í kjölfarið hætti 3M framleiðslu froðunnar. Íbúar á áhrifasvæðum flugvallarins hafa gagnrýnt það harðlega að hafa verið látnir drekka vatnið fram til 2006 en rannsóknir hafa sýnt að 70 prósent íbúa eru með hættulega mikið magn PFSA í blóðinu. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira