Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 13:05 Elvar Örn Jónsson og strákarnir okkar hefja leik á HM í kvöld þegar þeir mæta Grænhöfðaeyjum. epa/Johan Nilsson Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í HR stofunni, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Gestir HR stofunnar voru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson og þá kynnti Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið. Í HR stofunni fór Peter yfir spálíkan sem hann hefur gert fyrir HM. Hann gerði einnig spálíkön fyrir HM 2023 og EM 2024. Fyrir HM 2023 spáði hann því að Íslendingar myndu enda í 12.-14. sæti og svo fór að þeir enduðu í 12. sæti. Fyrir EM í fyrra spáði Peter því að líklegast yrði að Ísland endaði í 7.-12. sæti. Tíunda sætið varð niðurstaðan. Eftir að hafa keyrt spálíkan sitt fyrir HM í ár 100.000 sinnum er niðurstaðan Peters sú að 1,7% líkur séu á að Ísland verði heimsmeistari. Telur 40% líkur á að Ísland komist í 8-liða úrslit Algengasta lokastaða Íslands reyndist 8. sæti en meðalniðurstaða Íslands var 10. sæti. Dreifingin var þó býsna mikil og það var aðeins í 7,5% tilvika sem að Ísland endaði í 8. sæti. Samkvæmt spálíkani Peters eru tæplega 40% líkur á því að Ísland komist að minnsta kosti í gegnum milliriðlakeppnina og í 8-liða úrslit. Þessar líkur hækka í 63,8% ef að Ísland vinnur G-riðil en þá er ljóst að liðið þarf að leggja Slóvena að velli í leiknum mikilvæga á mánudagskvöld. Samkvæmt spá Peters er líklegra að Slóvenía og Egyptaland komist í 8-liða úrslitin, á kostnað Íslands og Króatíu. Það eru 14,2% líkur á að Ísland komist í undanúrslit, í fyrsta sinn í sögu HM, og 5,3% líkur á að liðið komist í úrslitaleik mótsins. Eins og fyrr segir eru svo 1,7% líkur á að liðið fari alla leið en Frakkland er líklegast til að vinna mótið og tókst það í 23% tilvika í líkani Peters. Danmörk er skammt undan, eftir að hafa unnið þrjú síðustu heimsmeistaramót, en það bitnar á Dönum að vera í erfiðari helmingi mótsins. HR stofan hófst klukkan 12:30 og mátti sjá beina útsendingu frá henni hér fyrir neðan. Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fjallað verður ítarlega um leikinn í máli og myndum á Vísi í kvöld. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Háskólar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira
Í HR stofunni fór Peter yfir spálíkan sem hann hefur gert fyrir HM. Hann gerði einnig spálíkön fyrir HM 2023 og EM 2024. Fyrir HM 2023 spáði hann því að Íslendingar myndu enda í 12.-14. sæti og svo fór að þeir enduðu í 12. sæti. Fyrir EM í fyrra spáði Peter því að líklegast yrði að Ísland endaði í 7.-12. sæti. Tíunda sætið varð niðurstaðan. Eftir að hafa keyrt spálíkan sitt fyrir HM í ár 100.000 sinnum er niðurstaðan Peters sú að 1,7% líkur séu á að Ísland verði heimsmeistari. Telur 40% líkur á að Ísland komist í 8-liða úrslit Algengasta lokastaða Íslands reyndist 8. sæti en meðalniðurstaða Íslands var 10. sæti. Dreifingin var þó býsna mikil og það var aðeins í 7,5% tilvika sem að Ísland endaði í 8. sæti. Samkvæmt spálíkani Peters eru tæplega 40% líkur á því að Ísland komist að minnsta kosti í gegnum milliriðlakeppnina og í 8-liða úrslit. Þessar líkur hækka í 63,8% ef að Ísland vinnur G-riðil en þá er ljóst að liðið þarf að leggja Slóvena að velli í leiknum mikilvæga á mánudagskvöld. Samkvæmt spá Peters er líklegra að Slóvenía og Egyptaland komist í 8-liða úrslitin, á kostnað Íslands og Króatíu. Það eru 14,2% líkur á að Ísland komist í undanúrslit, í fyrsta sinn í sögu HM, og 5,3% líkur á að liðið komist í úrslitaleik mótsins. Eins og fyrr segir eru svo 1,7% líkur á að liðið fari alla leið en Frakkland er líklegast til að vinna mótið og tókst það í 23% tilvika í líkani Peters. Danmörk er skammt undan, eftir að hafa unnið þrjú síðustu heimsmeistaramót, en það bitnar á Dönum að vera í erfiðari helmingi mótsins. HR stofan hófst klukkan 12:30 og mátti sjá beina útsendingu frá henni hér fyrir neðan. Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fjallað verður ítarlega um leikinn í máli og myndum á Vísi í kvöld.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Háskólar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira