Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2025 06:37 Börnin bjuggu með móður sinni í Canton í Ohio. Getty Tvö börn frá Bandaríkjunum, sem lögregluyfirvöld vestanhafs hafa leitað frá því í október síðastliðnum, fundust á Íslandi 10. janúar síðastliðinn. Börnin voru flutt hingað af móður sinni, með viðkomu á Bretlandseyjum. Frá þessu er greint á vefsíðu U.S. Marshal Service, sem er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið og hefur meðal annars það hlutverk að hafa uppi á einstaklingum sem eru grunaðir um brot á alríkislögum og einstaklingum sem hafa flúið úr varðhaldi. Í tilkynningunni segir að fjölskyldumeðlimur hafi tilkynnt um hvarf barnanna frá Canton í Ohio 25. október 2024. Voru vísbendingar um að móðir barnanna, 34 ára, hefði hætt að taka geðlyf sem hún var á, hefði yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Börnin eru 8 og 9 ára. Slóð fjölskyldunnar var rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þaðan er móðirin sögð hafa ferðast til afskekkts sjávarþorps á Íslandi en börnin fundust að lokum á hóteli í Reykjavík. Börnin voru í umsjá barnayfirvalda þar til þau voru sótt af fjölskyldumeðlim en móðirin var lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún mun dvelja þar til hún hefur náð heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Haft er eftir Pete Elliott hjá U.S. Marshal Service að það megi ekki vanmeta þann þátt sem samvinna ólíkra aðila átti í því að börnin fundust. Í tilkynningunni er vitnað til þess að lögregluyfirvöld í Canton, bandaríska utanríkisráðuneytið, Interpol og yfirvöld í Englandi og á Íslandi hafi komið að málum. Þá fékkst fjárhagsaðstoð frá National Center for Missing and Exploited Children til að flytja börnin aftur heim. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu U.S. Marshal Service, sem er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið og hefur meðal annars það hlutverk að hafa uppi á einstaklingum sem eru grunaðir um brot á alríkislögum og einstaklingum sem hafa flúið úr varðhaldi. Í tilkynningunni segir að fjölskyldumeðlimur hafi tilkynnt um hvarf barnanna frá Canton í Ohio 25. október 2024. Voru vísbendingar um að móðir barnanna, 34 ára, hefði hætt að taka geðlyf sem hún var á, hefði yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Börnin eru 8 og 9 ára. Slóð fjölskyldunnar var rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þaðan er móðirin sögð hafa ferðast til afskekkts sjávarþorps á Íslandi en börnin fundust að lokum á hóteli í Reykjavík. Börnin voru í umsjá barnayfirvalda þar til þau voru sótt af fjölskyldumeðlim en móðirin var lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún mun dvelja þar til hún hefur náð heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Haft er eftir Pete Elliott hjá U.S. Marshal Service að það megi ekki vanmeta þann þátt sem samvinna ólíkra aðila átti í því að börnin fundust. Í tilkynningunni er vitnað til þess að lögregluyfirvöld í Canton, bandaríska utanríkisráðuneytið, Interpol og yfirvöld í Englandi og á Íslandi hafi komið að málum. Þá fékkst fjárhagsaðstoð frá National Center for Missing and Exploited Children til að flytja börnin aftur heim. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira