„Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2025 10:03 Elliði Snær Viðarsson fær rauða spjaldið. vísir/vilhelm Elliði Snær Viðarsson spilaði aðeins í rúmar tíu mínútur þegar Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar, 34-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta þar sem hann fékk rautt spjald. Elliði byrjaði á bekknum en kom inn á um miðbik fyrri hálfleiks. Hans naut þó ekki lengi við því á 27. mínútu fékk hann rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Edmilson Araújo. Þetta var annað rauða spjald Elliða í síðustu þremur leikjum en hann var einnig rekinn upp í stúku í fyrri vináttulandsleiknum gegn Svíþjóð í síðustu viku. „Glórulaus ákvörðun,“ sagði Einar Jónsson í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, um rauða spjaldið sem Elliði fékk. Einar og Ásgeir Örn Hallgrímsson gerðu Grænhöfðaeyjaleikinn upp ásamt Aroni Guðmundssyni í Besta sætinu í gærkvöldi. „Menn sögðu: Æ, hann er svo grimmur og viljugur og óheppinn. Það er óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en þegar þetta er síendurtekið er þetta bara lélegt,“ sagði Einar. Elliði hefur verið fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Arons Pálmarssonar. Einar segir að hann verði að gera betur með aukna ábyrgð á herðunum. „Þetta er fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta. Við eigum að ætlast til meira af honum,“ sagði Einar og Ásgeir Örn tók svo við. „Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald á móti Svíunum en ég held að dómararnir hafi alveg neglt þetta þarna. Þetta var svo tilgangslaust. Þetta var glórulaust. Sérstaklega í ljósi þess að hann þarf á leikjum að halda. Ég held að hann hafi bara náð einum leik með Gummersbach áður en mótið byrjaði. Svo koma þessir æfingaleikir og hann fær ekki séns á að vera á parketinu,“ sagði Ásgeir Örn. Þrátt fyrir að missa Elliða snemma af velli vann Ísland öruggan sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Kúbu annað kvöld. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Íslenska karlalandsliðið hóf vegferð sína á HM í handbolta með þrettán marka sigri gegn Grænhöfðaeyjum. Rætt var um frammistöðuna í Besta sætinu þar sem að sérfræðingar þáttarins létu þennan sigur á móti liði „sem ætti erfitt með að halda sér í Olís deildinni“ ekki slá ryki í augun á sér. Margt gott við leik íslenska liðsins en mikið rými til bætinga. 17. janúar 2025 08:03 Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjaði heimsmeistaramótið á öruggum þrettán marka sigri í Zagreb í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var vissulega betri en sá síðari hjá strákunum en sigurinn var aldrei í hættu eftir 8-2 byrjun. Tólf leikmenn komust á blað og allir fengu að spila. 17. janúar 2025 07:02 Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02 Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46 Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ „Maður er ennþá að ná að jarðtengja sig aðeins. Maður er dálítið hátt uppi núna, eftir fyrsta leik á HM, en þetta er gott fyrir reynsluna,“ sagði Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem afrekaði það að spila á móti Íslandi á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2025 21:56 „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Elliði byrjaði á bekknum en kom inn á um miðbik fyrri hálfleiks. Hans naut þó ekki lengi við því á 27. mínútu fékk hann rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Edmilson Araújo. Þetta var annað rauða spjald Elliða í síðustu þremur leikjum en hann var einnig rekinn upp í stúku í fyrri vináttulandsleiknum gegn Svíþjóð í síðustu viku. „Glórulaus ákvörðun,“ sagði Einar Jónsson í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, um rauða spjaldið sem Elliði fékk. Einar og Ásgeir Örn Hallgrímsson gerðu Grænhöfðaeyjaleikinn upp ásamt Aroni Guðmundssyni í Besta sætinu í gærkvöldi. „Menn sögðu: Æ, hann er svo grimmur og viljugur og óheppinn. Það er óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en þegar þetta er síendurtekið er þetta bara lélegt,“ sagði Einar. Elliði hefur verið fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Arons Pálmarssonar. Einar segir að hann verði að gera betur með aukna ábyrgð á herðunum. „Þetta er fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta. Við eigum að ætlast til meira af honum,“ sagði Einar og Ásgeir Örn tók svo við. „Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald á móti Svíunum en ég held að dómararnir hafi alveg neglt þetta þarna. Þetta var svo tilgangslaust. Þetta var glórulaust. Sérstaklega í ljósi þess að hann þarf á leikjum að halda. Ég held að hann hafi bara náð einum leik með Gummersbach áður en mótið byrjaði. Svo koma þessir æfingaleikir og hann fær ekki séns á að vera á parketinu,“ sagði Ásgeir Örn. Þrátt fyrir að missa Elliða snemma af velli vann Ísland öruggan sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Kúbu annað kvöld. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Íslenska karlalandsliðið hóf vegferð sína á HM í handbolta með þrettán marka sigri gegn Grænhöfðaeyjum. Rætt var um frammistöðuna í Besta sætinu þar sem að sérfræðingar þáttarins létu þennan sigur á móti liði „sem ætti erfitt með að halda sér í Olís deildinni“ ekki slá ryki í augun á sér. Margt gott við leik íslenska liðsins en mikið rými til bætinga. 17. janúar 2025 08:03 Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjaði heimsmeistaramótið á öruggum þrettán marka sigri í Zagreb í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var vissulega betri en sá síðari hjá strákunum en sigurinn var aldrei í hættu eftir 8-2 byrjun. Tólf leikmenn komust á blað og allir fengu að spila. 17. janúar 2025 07:02 Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02 Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46 Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ „Maður er ennþá að ná að jarðtengja sig aðeins. Maður er dálítið hátt uppi núna, eftir fyrsta leik á HM, en þetta er gott fyrir reynsluna,“ sagði Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem afrekaði það að spila á móti Íslandi á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2025 21:56 „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Íslenska karlalandsliðið hóf vegferð sína á HM í handbolta með þrettán marka sigri gegn Grænhöfðaeyjum. Rætt var um frammistöðuna í Besta sætinu þar sem að sérfræðingar þáttarins létu þennan sigur á móti liði „sem ætti erfitt með að halda sér í Olís deildinni“ ekki slá ryki í augun á sér. Margt gott við leik íslenska liðsins en mikið rými til bætinga. 17. janúar 2025 08:03
Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjaði heimsmeistaramótið á öruggum þrettán marka sigri í Zagreb í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var vissulega betri en sá síðari hjá strákunum en sigurinn var aldrei í hættu eftir 8-2 byrjun. Tólf leikmenn komust á blað og allir fengu að spila. 17. janúar 2025 07:02
Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02
Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46
Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32
„Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ „Maður er ennþá að ná að jarðtengja sig aðeins. Maður er dálítið hátt uppi núna, eftir fyrsta leik á HM, en þetta er gott fyrir reynsluna,“ sagði Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem afrekaði það að spila á móti Íslandi á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2025 21:56
„Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25
„Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19
Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50