Parið hefur vakið mikla athygli í íslensku samfélagi undanfarin ár og er óhætt að segja að parið sé samstíga þegar kemur að tískuáhuga og samfélagsmiðlum. Síðan þá hefur ástin blómstrað hjá parinu, en Gummi fór á skeljarnar haustið 2022 í Tuileries-garðinum í París og bað um hönd hennar.
Gummi og Lína hafa deilt fallegum myndum frá ferðalagi þeirra um Ítalíu á samfélagsmiðlum, þar sem þau njóta ítalskrar menningar, gera vel við sig bæði í mat og drykk, og þræða hátískuverslanir á borð við Louis Vuitton, eins og þeim einum er lagið.
Þá fóru þau út að borða á hátískuveitingastaðnum Gucci Osteria, í Gucci Garden í Flórens, sem þykir einkar glæsilegur. Matseðlarnir á staðnum eru fallega bleikir og réttirnir bornir fram á glæsilega skreyttum diskum með klassíska Gucci merkinu.


Gummi og Lína eru nú komin til Rómar þar sem þau drekka í sig menningu borgarinnar og virða fyrir sér heillandi kennileiti, meðal annars Trevíbrunninn, Hringleikahúsið Colosseum og Pantheon.