Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Aron Guðmundsson skrifar 18. janúar 2025 09:30 Frá leik Vals á tímabilinu Vísir/Anton Brink Valskonur geta með sigri á heimavelli í dag gegn spænska liðinu Malaga tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handbolta. Um seinni leik liðanna er að ræða, þeim fyrri lauk með jafntefli úti á Spáni. Boðið verður upp á alvöru Evrópustemningu á Hlíðarenda. Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima lauk á dögunum en hvergi betra en að svara því á heimavelli í Evrópukeppni. „Þetta leggst vel í mig. Andstæðingurinn er feyki öflugur en við gerðum jafntefli við þær á útivelli sem var kannski frekar óvænt en við ætlum að vera vel undirbúin, reyna að klára einvígið,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Þær eru í 2.sæti í deildinni í dag, eru með portúgalska landsliðsmenn bæði á miðjunni og vinstra megin, spænskan landsliðsmann á línunni og brasilíska örvhenta skyttu sem er í A-landsliðinu þar líka ásamt því að vera með tvær spænskar í viðbót. Hornamann og markmann sem eru fyrrverandi landsliðsmenn. Þetta er mjög reynslumikið lið sem við erum að mæta, mjög vel spilandi, gott lið sem spilar sterka 6-0 vörn og eru með góðar skyttur. Við þurfum bara að hitta á góðan dag. Með því að við séum á okkar besta degi og með góðan stuðning áhorfenda, getum við vel gert góða hluti.“ Frammistaða Vals í fyrri leiknum gefi góð fyrirheit þar sem að Hlíðarenda liðið var óheppið að fara ekki af hólmi með sigur. „Við leiddum meira og minna allan leikinn. Ég var mjög ánægður með úrslitin en eins og leikurinn þróaðist hefði ekkert verið óeðlilegt ef við hefðum unnið hann með tveimur til þremur mörkum. Við þurfum auðvitað að hitta á góðan leik, vera vel undirbúin sem og við verðum og ég vona virkilega að fólk fjölmenni á pallana. Þetta er frábært lið, gaman fyrir unga og efnilega handboltakrakka að koma og sjá þessa leikmenn. Ég vona að foreldrarnir drífi sig á völlinn, taki krakkana með og að við fáum hérna alvöru Evrópustemningu. Við tökum vonandi bara Spánverjana á taugum með fullt hús hérna og alvöru Evrópustemningu.“ Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari ValsVísir/Vilhelm Vissu að á einhverjum tímapunkti kæmi að tapleik Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima, sem stóð yfir í 452 daga og taldi 40 leiki lauk á miðvikudaginn síðastliðinn gegn Haukum. „Þær voru bara mun betri en við. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við vissum auðvitað að á einhverjum tímapunkti kæmi að þessu tapi, kannski var það bara ágætt til þess að ýta aðeins við okkur og koma okkur aðeins aftur upp á tær. Það breytir engu við mætum á fullu gasi á morgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. Það er stórt hrós til liðsins. Faglegar í allri sinni nálgun Ekki á hverjum degi sem lið fer á slíka sigurgöngu. „Þetta er auðvitað einstakt, mjög stórt og þetta er ekkert auðvelt. Ég hef bara sagt það um leikmannahópinn hjá mér að þetta eru mjög reynslumiklir leikmenn í bland við mjög unga og efnilega. Þær eru mjög agaðar, vinnusamar og mjög faglegar í allri sinni nálgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. “ Ágúst Þór með sínu liðivísir/hulda „Það er stórt hrós til liðsins. Það eru auðvitað á sama tíma mörg önnur góð lið í deildinni. Haukarnir voru feikilega öflugar á móti okkur og áttu bara skilið að vinna en við höldum áfram og ætlum okkur að vera áfram á toppnum.“ Seinni leikur Vals og Malaga fer fram í N1-höllinni að Hlíðarenda í dag og hefst klukkan hálf fimm. Sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar bíður sigurliðsins. Valur Handbolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig. Andstæðingurinn er feyki öflugur en við gerðum jafntefli við þær á útivelli sem var kannski frekar óvænt en við ætlum að vera vel undirbúin, reyna að klára einvígið,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Þær eru í 2.sæti í deildinni í dag, eru með portúgalska landsliðsmenn bæði á miðjunni og vinstra megin, spænskan landsliðsmann á línunni og brasilíska örvhenta skyttu sem er í A-landsliðinu þar líka ásamt því að vera með tvær spænskar í viðbót. Hornamann og markmann sem eru fyrrverandi landsliðsmenn. Þetta er mjög reynslumikið lið sem við erum að mæta, mjög vel spilandi, gott lið sem spilar sterka 6-0 vörn og eru með góðar skyttur. Við þurfum bara að hitta á góðan dag. Með því að við séum á okkar besta degi og með góðan stuðning áhorfenda, getum við vel gert góða hluti.“ Frammistaða Vals í fyrri leiknum gefi góð fyrirheit þar sem að Hlíðarenda liðið var óheppið að fara ekki af hólmi með sigur. „Við leiddum meira og minna allan leikinn. Ég var mjög ánægður með úrslitin en eins og leikurinn þróaðist hefði ekkert verið óeðlilegt ef við hefðum unnið hann með tveimur til þremur mörkum. Við þurfum auðvitað að hitta á góðan leik, vera vel undirbúin sem og við verðum og ég vona virkilega að fólk fjölmenni á pallana. Þetta er frábært lið, gaman fyrir unga og efnilega handboltakrakka að koma og sjá þessa leikmenn. Ég vona að foreldrarnir drífi sig á völlinn, taki krakkana með og að við fáum hérna alvöru Evrópustemningu. Við tökum vonandi bara Spánverjana á taugum með fullt hús hérna og alvöru Evrópustemningu.“ Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari ValsVísir/Vilhelm Vissu að á einhverjum tímapunkti kæmi að tapleik Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima, sem stóð yfir í 452 daga og taldi 40 leiki lauk á miðvikudaginn síðastliðinn gegn Haukum. „Þær voru bara mun betri en við. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við vissum auðvitað að á einhverjum tímapunkti kæmi að þessu tapi, kannski var það bara ágætt til þess að ýta aðeins við okkur og koma okkur aðeins aftur upp á tær. Það breytir engu við mætum á fullu gasi á morgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. Það er stórt hrós til liðsins. Faglegar í allri sinni nálgun Ekki á hverjum degi sem lið fer á slíka sigurgöngu. „Þetta er auðvitað einstakt, mjög stórt og þetta er ekkert auðvelt. Ég hef bara sagt það um leikmannahópinn hjá mér að þetta eru mjög reynslumiklir leikmenn í bland við mjög unga og efnilega. Þær eru mjög agaðar, vinnusamar og mjög faglegar í allri sinni nálgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. “ Ágúst Þór með sínu liðivísir/hulda „Það er stórt hrós til liðsins. Það eru auðvitað á sama tíma mörg önnur góð lið í deildinni. Haukarnir voru feikilega öflugar á móti okkur og áttu bara skilið að vinna en við höldum áfram og ætlum okkur að vera áfram á toppnum.“ Seinni leikur Vals og Malaga fer fram í N1-höllinni að Hlíðarenda í dag og hefst klukkan hálf fimm. Sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar bíður sigurliðsins.
Valur Handbolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira