Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Íþróttadeild Vísis skrifar 18. janúar 2025 21:42 Aron Pálmarsson var frábær þær tæpu sautján mínútur sem hann spilaði gegn Kúbu. vísir/vilhelm Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. Eins og við mátti búast voru yfirburðir íslenska liðsins gríðarlega miklir. Það breytti stöðunni úr 6-5 í 17-5 og Kúba skoraði ekki í tólf mínútur. Aron var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu sautján mínútur leiksins. Hann spilaði stórvel og kom með beinum hætti að sjö mörkum. Munurinn í hálfleik var tólf mörk, 21-9. Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, skoruðu fyrstu fjögur mörk hans og náðu sextán marka forskoti, 25-9. Bilið breikkaði sífellt og mestur varð munurinn 23 mörk. Kúba skoraði síðustu tvö mörk leiksins og á endanum munaði því 21 marki á liðunum, 40-19. Íslenska liðið nálgaðist leikinn af fagmennsku og hélt dampi allan tímann. Allir leikmenn liðsins spiluðu slatta og fjórtán komust á blað. Markaskorið dreifðist vel en enginn skoraði meira en fimm mörk. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Kúbu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 4 (8 varin skot - 29:31 mín.) Spilaði fyrri hálfleikinn líkt og gegn Grænhöfðaeyjum. Lék einkar vel og varði átta af þeim sautján skotum sem hann fékk á sig (47 prósent). Viktor hefur byrjað mótið vel sem veit á gott. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 3 (3 mörk - 30:00 mín.) Skoraði úr fyrstu tveimur skotunum sínum, klikkaði á næstu tveimur en skoraði úr því fimmta. Ágætis frammistaða hjá Bjarka. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 5 (3 mörk - 16:43 mín.) Kom nokkuð óvænt inn í íslenska hópinn og byrjaði inn á. Aron gaf tóninn og var besti maður vallarins meðan hann var inni á vellinum, skoraði þrjú mörk og dældi út stoðsendingum. Lét svo gott heita eftir sautján mínútur enda leikurinn unninn og hann kominn í gang og orðinn heitur fyrir framhaldið. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 18:30 mín.) Allt önnur og miklu betri frammistaða en gegn Grænhöfðaeyjum. Íslendingar skoruðu mikið eftir hraðar sóknir en þegar það þurfti að stilla upp hélt Gísli vel utan um hlutina. Tætti vörn Kúbu margoft í sig, skoraði tvö mörk, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði þrjár brottvísanir. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (4 mörk - 30:00 mín.) Spilaði fyrri hálfleikinn og svitnaði varla. Lét boltann ganga vel, gaf þrjár stoðsendingar og skoraði svo úr öllum fjórum vítaköstunum sem hann tók. Sigvaldi Björn Guðjónsson, hægri hornamaður - 3 (3 mörk - 28:45 mín.) Byrjaði inn á og spilaði fyrri hálfleikinn að þessu sinni. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu en skoraði úr næstu þremur. Fínasta frammistaða hjá Sigvalda. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (5 mörk - 28:45 mín.) Virtist staðráðinn í að svara fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í síðasta leik. Var gríðarlega öflugur í vörninni og eldfljótur fram þegar boltinn vannst. Skoraði fimm mörk, þar af fjögur úr hraðaupphlaupum. Gerði sitt lítið af hverju í vörninni; var með sex löglegar stöðvanir, tvö varin skot, einn stolinn bolta og tók þrjú fráköst. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 3 (7 varin skot - 29:36 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn. Fór rólega af stað en endaði með sjö varin skot, þar af þrjú í sömu sókninni, og 41 prósent hlutfallsvörslu. Skoraði líka eitt mark. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 19:15 mín.) Fastur fyrir og traustur í vörninni og skilaði tveimur mörkum. Annað þeirra var sérlega glæsilegt. Fékk nauðsynlega hvíld í kvöld. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 3 (1 mark - 23:00 mín.) Rólegur dagur hjá Janusi. Sterkur í vörninni og gaf fimm stoðsendingar en þrír tapaðir boltar voru óþarfi. Skoraði eitt mark með snöggu gólfskoti. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 3 (0 mörk - 16:51 mín.) Eftir að hafa spilað mikið gegn Grænhöfðaeyjum fékk Ýmir góða hvíld í kvöld. Ætti að vera ferskur fyrir leikinn gegn Slóveníu. Eini útileikmaðurinn sem komst ekki á blað í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - 4 (4 mörk - 29:52 mín.) Það er svo gaman að sjá hann negla boltanum í netið! Gerði það fimm sinnum í leiknum og sýndi hversu vel hann getur nýst íslenska liðinu. Líka sterkur í vörninni og var með sjö löglegar stöðvanir. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 30:00 mín.) Spilaði allan seinni hálfleikinn en greip ekki gæsina. Skoraði eitt mark úr fjórum skotum og virðist ekki alveg vera í takti við aðra leikmenn liðsins. Getur miklu betur en hann hefur sýnt til þessa á mótinu. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - 4 (5 mörk - 30:00 mín.) Skilaði topp frammistöðu eins og alltaf þegar hann spilar. Skaut framhjá úr vítakasti en skoraði fimm mörk og var markahæstur ásamt Elliða og Þorsteini. Gríðarlega snöggur fram. Hreinlega breimar af sjálfstrausti þessa dagana. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 30:00 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn í kvöld og var pottþéttur í færunum sínum. Þrjú mörk og hundrað prósent nýting. Sveinn Jóhannsson, línumaður - 3 (2 mörk - 20:16 mín.) Flott innkoma hjá Sveini sem var ekki í neinum vandræðum með treyjuna sína í kvöld. Fastur fyrir í vörninni og náði vel saman með Þorsteini í miðju hennar. Skoraði svo tvö mörk og getur verið sáttur með sína frammistöðu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari - 4 Bað um að leikmenn íslenska liðsins yrðu á fullu allan tímann og þeir bænheyrðu hann. Andstæðingurinn var vissulega ekki upp á neina fiska en Íslendingar spiluðu af krafti og einbeitingu og gáfu aldrei neitt eftir. Hraðaupphlaupin og hröðu sóknirnar gengu vel og skiluðu alls sextán mörkum. Snorri dreifði álaginu vel og hlýtur að ganga glaður frá þessum leik. En nú tekur alvaran við og það reynir verulega á íslenska liðið gegn Slóveníu á mánudaginn. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Eins og við mátti búast voru yfirburðir íslenska liðsins gríðarlega miklir. Það breytti stöðunni úr 6-5 í 17-5 og Kúba skoraði ekki í tólf mínútur. Aron var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu sautján mínútur leiksins. Hann spilaði stórvel og kom með beinum hætti að sjö mörkum. Munurinn í hálfleik var tólf mörk, 21-9. Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, skoruðu fyrstu fjögur mörk hans og náðu sextán marka forskoti, 25-9. Bilið breikkaði sífellt og mestur varð munurinn 23 mörk. Kúba skoraði síðustu tvö mörk leiksins og á endanum munaði því 21 marki á liðunum, 40-19. Íslenska liðið nálgaðist leikinn af fagmennsku og hélt dampi allan tímann. Allir leikmenn liðsins spiluðu slatta og fjórtán komust á blað. Markaskorið dreifðist vel en enginn skoraði meira en fimm mörk. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Kúbu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 4 (8 varin skot - 29:31 mín.) Spilaði fyrri hálfleikinn líkt og gegn Grænhöfðaeyjum. Lék einkar vel og varði átta af þeim sautján skotum sem hann fékk á sig (47 prósent). Viktor hefur byrjað mótið vel sem veit á gott. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 3 (3 mörk - 30:00 mín.) Skoraði úr fyrstu tveimur skotunum sínum, klikkaði á næstu tveimur en skoraði úr því fimmta. Ágætis frammistaða hjá Bjarka. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 5 (3 mörk - 16:43 mín.) Kom nokkuð óvænt inn í íslenska hópinn og byrjaði inn á. Aron gaf tóninn og var besti maður vallarins meðan hann var inni á vellinum, skoraði þrjú mörk og dældi út stoðsendingum. Lét svo gott heita eftir sautján mínútur enda leikurinn unninn og hann kominn í gang og orðinn heitur fyrir framhaldið. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 18:30 mín.) Allt önnur og miklu betri frammistaða en gegn Grænhöfðaeyjum. Íslendingar skoruðu mikið eftir hraðar sóknir en þegar það þurfti að stilla upp hélt Gísli vel utan um hlutina. Tætti vörn Kúbu margoft í sig, skoraði tvö mörk, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði þrjár brottvísanir. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (4 mörk - 30:00 mín.) Spilaði fyrri hálfleikinn og svitnaði varla. Lét boltann ganga vel, gaf þrjár stoðsendingar og skoraði svo úr öllum fjórum vítaköstunum sem hann tók. Sigvaldi Björn Guðjónsson, hægri hornamaður - 3 (3 mörk - 28:45 mín.) Byrjaði inn á og spilaði fyrri hálfleikinn að þessu sinni. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu en skoraði úr næstu þremur. Fínasta frammistaða hjá Sigvalda. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (5 mörk - 28:45 mín.) Virtist staðráðinn í að svara fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í síðasta leik. Var gríðarlega öflugur í vörninni og eldfljótur fram þegar boltinn vannst. Skoraði fimm mörk, þar af fjögur úr hraðaupphlaupum. Gerði sitt lítið af hverju í vörninni; var með sex löglegar stöðvanir, tvö varin skot, einn stolinn bolta og tók þrjú fráköst. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 3 (7 varin skot - 29:36 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn. Fór rólega af stað en endaði með sjö varin skot, þar af þrjú í sömu sókninni, og 41 prósent hlutfallsvörslu. Skoraði líka eitt mark. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 19:15 mín.) Fastur fyrir og traustur í vörninni og skilaði tveimur mörkum. Annað þeirra var sérlega glæsilegt. Fékk nauðsynlega hvíld í kvöld. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 3 (1 mark - 23:00 mín.) Rólegur dagur hjá Janusi. Sterkur í vörninni og gaf fimm stoðsendingar en þrír tapaðir boltar voru óþarfi. Skoraði eitt mark með snöggu gólfskoti. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 3 (0 mörk - 16:51 mín.) Eftir að hafa spilað mikið gegn Grænhöfðaeyjum fékk Ýmir góða hvíld í kvöld. Ætti að vera ferskur fyrir leikinn gegn Slóveníu. Eini útileikmaðurinn sem komst ekki á blað í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - 4 (4 mörk - 29:52 mín.) Það er svo gaman að sjá hann negla boltanum í netið! Gerði það fimm sinnum í leiknum og sýndi hversu vel hann getur nýst íslenska liðinu. Líka sterkur í vörninni og var með sjö löglegar stöðvanir. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 30:00 mín.) Spilaði allan seinni hálfleikinn en greip ekki gæsina. Skoraði eitt mark úr fjórum skotum og virðist ekki alveg vera í takti við aðra leikmenn liðsins. Getur miklu betur en hann hefur sýnt til þessa á mótinu. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - 4 (5 mörk - 30:00 mín.) Skilaði topp frammistöðu eins og alltaf þegar hann spilar. Skaut framhjá úr vítakasti en skoraði fimm mörk og var markahæstur ásamt Elliða og Þorsteini. Gríðarlega snöggur fram. Hreinlega breimar af sjálfstrausti þessa dagana. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 30:00 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn í kvöld og var pottþéttur í færunum sínum. Þrjú mörk og hundrað prósent nýting. Sveinn Jóhannsson, línumaður - 3 (2 mörk - 20:16 mín.) Flott innkoma hjá Sveini sem var ekki í neinum vandræðum með treyjuna sína í kvöld. Fastur fyrir í vörninni og náði vel saman með Þorsteini í miðju hennar. Skoraði svo tvö mörk og getur verið sáttur með sína frammistöðu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari - 4 Bað um að leikmenn íslenska liðsins yrðu á fullu allan tímann og þeir bænheyrðu hann. Andstæðingurinn var vissulega ekki upp á neina fiska en Íslendingar spiluðu af krafti og einbeitingu og gáfu aldrei neitt eftir. Hraðaupphlaupin og hröðu sóknirnar gengu vel og skiluðu alls sextán mörkum. Snorri dreifði álaginu vel og hlýtur að ganga glaður frá þessum leik. En nú tekur alvaran við og það reynir verulega á íslenska liðið gegn Slóveníu á mánudaginn. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira