Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir, Thor Aspelund og Jóhanna E. Torfadóttir skrifa 19. janúar 2025 22:01 Hópur tíu lækna með „áhuga og þekkingu á lífsstíls– og samfélagssjúkdómum og rannsóknum þeim tengdum“, eins og þeir segja, skrifa grein um mettaða fitu og upplýsingaóreiðu sem þarf svara við. Í greininni er gefið í skyn að opinberar ráðleggingar taki mið af hagsmunum iðnaðarins. Þessir sömu læknar segja þó ekki frá því að mörg þeirra eru í einkarekstri þar sem í boði eru ýmis námskeið gegn háu gjaldi um lífsstílsjúkdóma. Eins eru í boði ýmsar mælingar/rannsóknir sem kosta aukalega. Til þess að fá þátttakendur í svona námskeið getur verið vænlegt að segja eitthvað annað en að fylgja einfaldlega ráðleggingum landlæknis um mataræði þar sem lögð er áhersla á að auka neyslu grænmetis, ávaxta, fisks og heilkorna vara og minnka neyslu á sykri, mettaðri fitu, salti og mikið unnum matvælum. Þess ber einnig að geta að næringarráðleggingarnar byggja á niðurstöðum stórra rýnihópa frá öllum Norðurlöndunum og áhrif mataræðis á heilsu sem yfir 400 vísindamenn komu að og eru þær því ekki kostaðar af neinum hagsmunaaðilum hérlendis. Það sem þau virðast boða er lágkolvetna og háfitu (dýrafitu) mataræði og því mögulegir hagsmunir í að tala mettaða fitu upp. Það boðar ekki gott enda vísbendingar að koma fram hér og hér, um að slíkt mataræði tengist aukinni dánartíðni og hjartasjúkdómum. Svo það er ekki æskileg nálgun. Samsæriskenningar Þau byrja greinina með að rekja úreltar samsæriskenningar um að mikilvægum niðurstöðum varðandi mettaða fitu í Bandaríkjunum hafi verið haldið leyndum í kringum 1970. Því er til að svara að þar hefur einhver vitur einstaklingur ráðlagt að birta ekki þær niðurstöður vegna þess að þátttakendur rannsóknarinnar voru aðallega vistmenn á stofnunum fyrir fólk með geðsjúkdóma, sem voru ekki vistlegar stofnanir í kringum 1970. Það hafa verið viðkvæmir hópar og ekki var leitað eftir upplýstu samþykki þátttakenda. Þar að auki voru líka vistmenn á einu hjúkrunarheimili með í rannsókninni. Svona rannsókn væri aldrei gerð í dag og ekki tekin gild. Eins hefði hún engu breytt um framhald rannsókna eftir það. Þessi sama falda rannsókn á samkvæmt þeim að hafa afsannað kenninguna um að mettuð fita geti haft skaðleg áhrif. Þau nefna þó ekki að samanburðarhópurinn fékk smjörlíki sem var stútfullt af transfitusýrum á þessum tíma. Svo samanburðurinn var í raun ekki mettuð fita á móti línólsýru. Hófleg neysla á dýrafitu er ekki það sama og engin neysla Næsta sem læknarnir vitna í eru niðurstöður þar sem borin eru saman áhrif efri og neðri marka neyslu á mettaðri fitu á sjúkdóma. Svona nálgun og greining er úrelt í dag. Sambönd næringar og sjúkdóma er flóknari en svona einföld línuleg tölfræðigreining getur varpað ljósi á. Það skal ítrekað að ráðleggingar landlæknis segja ekkert um að forðast beri mettaða fitu svo sem mjólkurvörur og rautt kjöt. Bara að gæta skuli hófs í neyslunni, og muna að meira er ekki betra. Mettuð fita er í raun nauðsynleg fyrir okkur og of lítið af henni er ekki gott fyrir heilsu en þó heldur ekki of mikið. Það er nú allt og sumt. Ef aðeins eru borin saman efri og neðri mörk neyslu getur jafnvel ekki virst munur á sjúkdóma og dánartíðni. En þá gleymist að skoða miðjuna eða meðalhófið sem kemur í raun oftast best út. Það er þetta sem gleymist og læknarnir ættu að skoða niðurstöður þessara rannsókna betur. Læknarnir halda svo áfram með samsæriskenningar frá Bandaríkjunum um íhlutun sykuriðnarins í kringum 1965 sem eiga ekkert við hér. Eins og áður sagði þá byggja norrænar ráðleggingar á niðurstöðum stórra rýnihópa frá öllum Norðurlöndunum. Nýjasta útgáfan er frá 2023 og hefur verið kynnt í Læknablaðinu. Það er undarlegt að benda á eitthvað alls óviðkomandi frá Bandaríkjunum í stað þess að horfa til þess sem hefur verið unnið hér á landi og á Norðurlöndunum um heilsu og næringu í samstarfi okkar helstu sérfræðinga. Það er táknrænt á tímum upplýsingaóreiðu að greinarhöfundar skuli grípa til samsæriskenninga í skrifum sínum. Dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma lækkað mikið á Íslandi síðan 1980 Það má heldur ekki gleyma að stórkostlegur árangur hefur náðst í baráttu við kransæðasjúkdóma hér á landi. Árangurinn varð sýnilegur eftir 1980 eða löngu eftir tíma þessara samsæriskenninga. Dánartíðni hjá fólki undir 75 ára hefur lækkað um meira en 80% frá 1980, sjá hér. Þar munar um líf meira en samtals 300 karla og kvenna á besta aldri á ári. Margt hefur breyst til batnaðar hér á landi frá 1980 en einkum minnkandi reykingar og framboð á næringarríkari mat og bættar neysluvenjur. Margir lögðust á eitt í baráttunni en fremst í flokki fór Manneldisráð með okkar færustu næringarfræðingum og læknum á sviða hjartasjúkdóma og efnaskiptavillu. Þó hefur ýmislegt óæskilegt bæst við sem vinnur á móti, eins og vörur með hátt sykurinnihald og gjörunnin matvæli. Grein læknanna vekur vissulega upp réttmætar áhyggjur af mikilli neyslu ákveðinna tegunda af unnum matvælum. Það virðist þó vera sem að umræddir læknar hafi ekki kynnt sér næringarráðleggingarnar nægilega vel. Þar sem einmitt er mælt með takmörkun á þeim unnu matvælum sem þau segja hafa komið í stað kjöts og mjólkur. Greinarhöfundar halda því líka fram að í ráðleggingum sé fólki ráðlagt, eins og þau segja, „að forðast náttúrulega fituríkan mat eins og kjöt og mjólkurvörur,“ það er einfaldlega ekki rétt. Í ráðleggingum er ekki talað um að forðast þau matvæli, heldur talað um neyslu í hófi. Heil, óunnin matvæli ættu vissulega að vera í forgangi, en það dregur þó ekki úr hlutverki mikillar mettaðrar fitu í hjartaheilsu. Nútíma næringarráðleggingar byggja á yfirgripsmiklum, ritrýndum rannsóknum. Fullyrðingar um villandi ráðleggingar um mataræði frá embætti landlæknis þar sem samsæriskenningum er beitt til að sá efa ætti að skoða með gagnrýnum huga. Nýjar ráðleggingar um mataræði verða gefnar út á næstu vikum Læknahópurinn gefur í skyn að þjóðin sé veik vegna ráðlegginganna en þó vitum við að Íslendingar eru fæstir að fylgja ráðleggingum og borða almennt of mikið af mettaðri fitu, rauðu kjöti, ekki nógu mikið af fiski og aðeins 2% landsmanna ná að borða nóg af ávöxtum og grænmeti. Nú stendur til að birta nýjar ráðleggingar um mataræði á næstu vikum þar sem tekið er mið af Norrænu ráðleggingunum frá 2023 og mataræði landsmanna. Faghópur hefur unnið að gerð ráðlegginganna með embætti landlæknis í eitt ár. Í þessum hópi eru okkar færustu vísindamenn sem hafa birt tugi rannsókna á sviði næringar og heilsu. Þessir vísindamenn hafa engra annarra hagsmuna að gæta en að vinna að almannaheill. Þessar ráðleggingar hafa það að markmiði að styðja við og bæta heilsu landsmanna þar sem aðalatriðið er að valda engum skaða. Læknar myndu gera meira gagn að ráðleggja skjólstæðingum samkvæmt bestu stöðu þekkingar sem finna má í ráðleggingum um mataræði. Sérstaklega í ljósi þess að 98% þátttakenda í síðustu landskönnun á mataræði neyttu meira af mettaðri fitu en ráðlagt er. Til þess að ræða þessi mál frekar verður málþing á vegum Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands þann 31. janúar kl. 11:30 til 13:00. Meðal annars verður farið yfir Norrænar ráðleggingar, fjallað um próteinneyslu, matarkúra og rýnt í þessar rannsóknir sem læknarnir vísa til og fleiri sem sýna svart á hvítu hvernig hófið kemur best út. Sjá hér: Heilsan okkar: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? | Háskóli Íslands Höfundar eru Guðrún Nanna Egilsdóttir, næringarfræðingur (M.Sc), Thor Aspelund (PhD), prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og Jóhanna E. Torfadóttir (PhD), verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis og lektor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Matur Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Hópur tíu lækna með „áhuga og þekkingu á lífsstíls– og samfélagssjúkdómum og rannsóknum þeim tengdum“, eins og þeir segja, skrifa grein um mettaða fitu og upplýsingaóreiðu sem þarf svara við. Í greininni er gefið í skyn að opinberar ráðleggingar taki mið af hagsmunum iðnaðarins. Þessir sömu læknar segja þó ekki frá því að mörg þeirra eru í einkarekstri þar sem í boði eru ýmis námskeið gegn háu gjaldi um lífsstílsjúkdóma. Eins eru í boði ýmsar mælingar/rannsóknir sem kosta aukalega. Til þess að fá þátttakendur í svona námskeið getur verið vænlegt að segja eitthvað annað en að fylgja einfaldlega ráðleggingum landlæknis um mataræði þar sem lögð er áhersla á að auka neyslu grænmetis, ávaxta, fisks og heilkorna vara og minnka neyslu á sykri, mettaðri fitu, salti og mikið unnum matvælum. Þess ber einnig að geta að næringarráðleggingarnar byggja á niðurstöðum stórra rýnihópa frá öllum Norðurlöndunum og áhrif mataræðis á heilsu sem yfir 400 vísindamenn komu að og eru þær því ekki kostaðar af neinum hagsmunaaðilum hérlendis. Það sem þau virðast boða er lágkolvetna og háfitu (dýrafitu) mataræði og því mögulegir hagsmunir í að tala mettaða fitu upp. Það boðar ekki gott enda vísbendingar að koma fram hér og hér, um að slíkt mataræði tengist aukinni dánartíðni og hjartasjúkdómum. Svo það er ekki æskileg nálgun. Samsæriskenningar Þau byrja greinina með að rekja úreltar samsæriskenningar um að mikilvægum niðurstöðum varðandi mettaða fitu í Bandaríkjunum hafi verið haldið leyndum í kringum 1970. Því er til að svara að þar hefur einhver vitur einstaklingur ráðlagt að birta ekki þær niðurstöður vegna þess að þátttakendur rannsóknarinnar voru aðallega vistmenn á stofnunum fyrir fólk með geðsjúkdóma, sem voru ekki vistlegar stofnanir í kringum 1970. Það hafa verið viðkvæmir hópar og ekki var leitað eftir upplýstu samþykki þátttakenda. Þar að auki voru líka vistmenn á einu hjúkrunarheimili með í rannsókninni. Svona rannsókn væri aldrei gerð í dag og ekki tekin gild. Eins hefði hún engu breytt um framhald rannsókna eftir það. Þessi sama falda rannsókn á samkvæmt þeim að hafa afsannað kenninguna um að mettuð fita geti haft skaðleg áhrif. Þau nefna þó ekki að samanburðarhópurinn fékk smjörlíki sem var stútfullt af transfitusýrum á þessum tíma. Svo samanburðurinn var í raun ekki mettuð fita á móti línólsýru. Hófleg neysla á dýrafitu er ekki það sama og engin neysla Næsta sem læknarnir vitna í eru niðurstöður þar sem borin eru saman áhrif efri og neðri marka neyslu á mettaðri fitu á sjúkdóma. Svona nálgun og greining er úrelt í dag. Sambönd næringar og sjúkdóma er flóknari en svona einföld línuleg tölfræðigreining getur varpað ljósi á. Það skal ítrekað að ráðleggingar landlæknis segja ekkert um að forðast beri mettaða fitu svo sem mjólkurvörur og rautt kjöt. Bara að gæta skuli hófs í neyslunni, og muna að meira er ekki betra. Mettuð fita er í raun nauðsynleg fyrir okkur og of lítið af henni er ekki gott fyrir heilsu en þó heldur ekki of mikið. Það er nú allt og sumt. Ef aðeins eru borin saman efri og neðri mörk neyslu getur jafnvel ekki virst munur á sjúkdóma og dánartíðni. En þá gleymist að skoða miðjuna eða meðalhófið sem kemur í raun oftast best út. Það er þetta sem gleymist og læknarnir ættu að skoða niðurstöður þessara rannsókna betur. Læknarnir halda svo áfram með samsæriskenningar frá Bandaríkjunum um íhlutun sykuriðnarins í kringum 1965 sem eiga ekkert við hér. Eins og áður sagði þá byggja norrænar ráðleggingar á niðurstöðum stórra rýnihópa frá öllum Norðurlöndunum. Nýjasta útgáfan er frá 2023 og hefur verið kynnt í Læknablaðinu. Það er undarlegt að benda á eitthvað alls óviðkomandi frá Bandaríkjunum í stað þess að horfa til þess sem hefur verið unnið hér á landi og á Norðurlöndunum um heilsu og næringu í samstarfi okkar helstu sérfræðinga. Það er táknrænt á tímum upplýsingaóreiðu að greinarhöfundar skuli grípa til samsæriskenninga í skrifum sínum. Dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma lækkað mikið á Íslandi síðan 1980 Það má heldur ekki gleyma að stórkostlegur árangur hefur náðst í baráttu við kransæðasjúkdóma hér á landi. Árangurinn varð sýnilegur eftir 1980 eða löngu eftir tíma þessara samsæriskenninga. Dánartíðni hjá fólki undir 75 ára hefur lækkað um meira en 80% frá 1980, sjá hér. Þar munar um líf meira en samtals 300 karla og kvenna á besta aldri á ári. Margt hefur breyst til batnaðar hér á landi frá 1980 en einkum minnkandi reykingar og framboð á næringarríkari mat og bættar neysluvenjur. Margir lögðust á eitt í baráttunni en fremst í flokki fór Manneldisráð með okkar færustu næringarfræðingum og læknum á sviða hjartasjúkdóma og efnaskiptavillu. Þó hefur ýmislegt óæskilegt bæst við sem vinnur á móti, eins og vörur með hátt sykurinnihald og gjörunnin matvæli. Grein læknanna vekur vissulega upp réttmætar áhyggjur af mikilli neyslu ákveðinna tegunda af unnum matvælum. Það virðist þó vera sem að umræddir læknar hafi ekki kynnt sér næringarráðleggingarnar nægilega vel. Þar sem einmitt er mælt með takmörkun á þeim unnu matvælum sem þau segja hafa komið í stað kjöts og mjólkur. Greinarhöfundar halda því líka fram að í ráðleggingum sé fólki ráðlagt, eins og þau segja, „að forðast náttúrulega fituríkan mat eins og kjöt og mjólkurvörur,“ það er einfaldlega ekki rétt. Í ráðleggingum er ekki talað um að forðast þau matvæli, heldur talað um neyslu í hófi. Heil, óunnin matvæli ættu vissulega að vera í forgangi, en það dregur þó ekki úr hlutverki mikillar mettaðrar fitu í hjartaheilsu. Nútíma næringarráðleggingar byggja á yfirgripsmiklum, ritrýndum rannsóknum. Fullyrðingar um villandi ráðleggingar um mataræði frá embætti landlæknis þar sem samsæriskenningum er beitt til að sá efa ætti að skoða með gagnrýnum huga. Nýjar ráðleggingar um mataræði verða gefnar út á næstu vikum Læknahópurinn gefur í skyn að þjóðin sé veik vegna ráðlegginganna en þó vitum við að Íslendingar eru fæstir að fylgja ráðleggingum og borða almennt of mikið af mettaðri fitu, rauðu kjöti, ekki nógu mikið af fiski og aðeins 2% landsmanna ná að borða nóg af ávöxtum og grænmeti. Nú stendur til að birta nýjar ráðleggingar um mataræði á næstu vikum þar sem tekið er mið af Norrænu ráðleggingunum frá 2023 og mataræði landsmanna. Faghópur hefur unnið að gerð ráðlegginganna með embætti landlæknis í eitt ár. Í þessum hópi eru okkar færustu vísindamenn sem hafa birt tugi rannsókna á sviði næringar og heilsu. Þessir vísindamenn hafa engra annarra hagsmuna að gæta en að vinna að almannaheill. Þessar ráðleggingar hafa það að markmiði að styðja við og bæta heilsu landsmanna þar sem aðalatriðið er að valda engum skaða. Læknar myndu gera meira gagn að ráðleggja skjólstæðingum samkvæmt bestu stöðu þekkingar sem finna má í ráðleggingum um mataræði. Sérstaklega í ljósi þess að 98% þátttakenda í síðustu landskönnun á mataræði neyttu meira af mettaðri fitu en ráðlagt er. Til þess að ræða þessi mál frekar verður málþing á vegum Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands þann 31. janúar kl. 11:30 til 13:00. Meðal annars verður farið yfir Norrænar ráðleggingar, fjallað um próteinneyslu, matarkúra og rýnt í þessar rannsóknir sem læknarnir vísa til og fleiri sem sýna svart á hvítu hvernig hófið kemur best út. Sjá hér: Heilsan okkar: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? | Háskóli Íslands Höfundar eru Guðrún Nanna Egilsdóttir, næringarfræðingur (M.Sc), Thor Aspelund (PhD), prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og Jóhanna E. Torfadóttir (PhD), verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis og lektor við Háskóla Íslands.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun