Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg, Margrét Edda Gnarr og Hannes Daði Haraldsson skrifa 20. janúar 2025 11:02 Stjórn foreldrafélags Múlaborgar vill taka undir orð foreldra barna á Brákaborg sem birtust í greininni „Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta”. Lokanir vegna manneklu hafa verið algengar á Múlaborg frá upphafi skólaársins haustið 2024, þ.e. eftir að sumarlokun ’24 lauk. Til að byrja með voru foreldrar/forsjáraðilar látnir vita af lokun með skilaboðum og/eða símtali sama morgun. Fljótlega varð ljóst að grípa þyrfti til frekari aðgerða og hafa lokanir því verið ákveðnar fram í tímann til þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika á starfseminni. Á þessu um hálfa ári hafa lokanir fyrir sérhvert barn verið 21 talsins. Tveir heilir dagar og 19 dagar þar sem sækja þurfti barn fyrir kl.12.00 á hádegi. Það vakti því undrun stjórnarinnar þegar það birtist frétt þess efnis að stækka ætti leikskólann Múlaborg og fjölga þar plássum um 48-120. Í dag eru alls 128 börn í skólanum og er því um að ræða allt að tvöföldun á fjölda barna. Vissulega þarf að horfa til framtíðar og útbúa fleiri pláss fyrir stækkandi þjóð en nauðsynlegt er að horfa á þá stöðu sem uppi er og hefur viðgengist lengur en þetta hálfa ár sem talið er til.Ekki hefur tekist að manna leikskólann fyrir það skólastarf sem á að vera starfrækt í dag, hvernig á þá að finna kennara fyrir þessa stækkun, þessi börn 48-120 til viðbótar við þau 128 sem vantar fleiri kennara nú þegar? Í 21 skipti hafa foreldrar/forsjáraðilar þurft að gera ráðstafanir fyrir barnið því það getur ekki verið á leikskólanum vegna manneklu - starfsdagar og aðrar lokanir sem tilheyra venjulegu leikskólastarfi eru ekki inn í þessari tölu. Þetta eru 21 skipti fyrir foreldra/forsjáraðila 128 barna. Foreldrar og aðrir aðstandendur hafa mismikil tök á því að bregðast við þessum vanda. Það gefur hins vegar augaleið að þetta er ekki auðvelt fyrir neinn og algjörlega óboðleg staða. Múlaborg er leikskóli án aðgreiningar sem sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna. Þar eru því börn sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir breytingu á rútínu og þurfa að fá sína sérkennslu. Að halda uppi faglegu starfi í þessum aðstæðum fylgir mikið álag. Skv. frétt Vísis frá 8. okt 2024 voru 140 pláss ónýtt vegna manneklu. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það kostar að uppræta vandamálið en eins og staðan er nú þá er álaginu og kostnaðinum velt yfir á foreldra/forsjáraðila. Gjöld eru felld niður fyrir skertan vistunartíma en það er klink miðað við það tekjutap sem heimilin hafa þurft að taka á sig vegna þessara síendurteknu lokana, þar ber sérstaklega að nefna þau heimili sem hafa ekki sterkt bakland og hafa því þurft að taka launalaust frí að öllu eða hluta í a.m.k.21 dag (aftur, þar sem starfsdagar eru fyrir utan þessa tölu). Hafa ber í huga að sumarleyfisdagar á vinnumarkaði eru yfirleitt á bilinu 20-30 talsins og duga þar með oft rétt fyrir þeirri leikskólalokun sem er á sumrin (sumarfríi barnanna). Lokanirnar hafa einnig í för með sér breyttan vinnutíma starfsfólks og takmarkanir á sveigjanleika þeirra varðandi styttingu vinnuvikunnar, sem þrengir þar með að kjörum þeirra. Starfsmannaveltan veldur auknu álagi á alla, starfsfólk og börn. Vert er að undirstrika að með þessum skrifum er ekki verið að gagnrýna stjórnendur Múlaborgar né heldur annað starfsfólk leikskólans, heldur þvert á móti. Þau eiga þakkir skilið og standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Aðstæðum þar sem ekki eru veitt þau verkfæri sem til þarf til þess að styrkja starfið og halda utan um stöðugleika í því námi sem fram fer í leikskólanum. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það þarf að ráðast að rót vandans og bæta kjör og vinnuumhverfi starfsfólks. Tóm pláss leysa ekki vandann, ekkert frekar en tóm loforð. Höfundar sitja í stjórn Foreldrafélags Múlaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Stjórn foreldrafélags Múlaborgar vill taka undir orð foreldra barna á Brákaborg sem birtust í greininni „Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta”. Lokanir vegna manneklu hafa verið algengar á Múlaborg frá upphafi skólaársins haustið 2024, þ.e. eftir að sumarlokun ’24 lauk. Til að byrja með voru foreldrar/forsjáraðilar látnir vita af lokun með skilaboðum og/eða símtali sama morgun. Fljótlega varð ljóst að grípa þyrfti til frekari aðgerða og hafa lokanir því verið ákveðnar fram í tímann til þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika á starfseminni. Á þessu um hálfa ári hafa lokanir fyrir sérhvert barn verið 21 talsins. Tveir heilir dagar og 19 dagar þar sem sækja þurfti barn fyrir kl.12.00 á hádegi. Það vakti því undrun stjórnarinnar þegar það birtist frétt þess efnis að stækka ætti leikskólann Múlaborg og fjölga þar plássum um 48-120. Í dag eru alls 128 börn í skólanum og er því um að ræða allt að tvöföldun á fjölda barna. Vissulega þarf að horfa til framtíðar og útbúa fleiri pláss fyrir stækkandi þjóð en nauðsynlegt er að horfa á þá stöðu sem uppi er og hefur viðgengist lengur en þetta hálfa ár sem talið er til.Ekki hefur tekist að manna leikskólann fyrir það skólastarf sem á að vera starfrækt í dag, hvernig á þá að finna kennara fyrir þessa stækkun, þessi börn 48-120 til viðbótar við þau 128 sem vantar fleiri kennara nú þegar? Í 21 skipti hafa foreldrar/forsjáraðilar þurft að gera ráðstafanir fyrir barnið því það getur ekki verið á leikskólanum vegna manneklu - starfsdagar og aðrar lokanir sem tilheyra venjulegu leikskólastarfi eru ekki inn í þessari tölu. Þetta eru 21 skipti fyrir foreldra/forsjáraðila 128 barna. Foreldrar og aðrir aðstandendur hafa mismikil tök á því að bregðast við þessum vanda. Það gefur hins vegar augaleið að þetta er ekki auðvelt fyrir neinn og algjörlega óboðleg staða. Múlaborg er leikskóli án aðgreiningar sem sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna. Þar eru því börn sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir breytingu á rútínu og þurfa að fá sína sérkennslu. Að halda uppi faglegu starfi í þessum aðstæðum fylgir mikið álag. Skv. frétt Vísis frá 8. okt 2024 voru 140 pláss ónýtt vegna manneklu. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það kostar að uppræta vandamálið en eins og staðan er nú þá er álaginu og kostnaðinum velt yfir á foreldra/forsjáraðila. Gjöld eru felld niður fyrir skertan vistunartíma en það er klink miðað við það tekjutap sem heimilin hafa þurft að taka á sig vegna þessara síendurteknu lokana, þar ber sérstaklega að nefna þau heimili sem hafa ekki sterkt bakland og hafa því þurft að taka launalaust frí að öllu eða hluta í a.m.k.21 dag (aftur, þar sem starfsdagar eru fyrir utan þessa tölu). Hafa ber í huga að sumarleyfisdagar á vinnumarkaði eru yfirleitt á bilinu 20-30 talsins og duga þar með oft rétt fyrir þeirri leikskólalokun sem er á sumrin (sumarfríi barnanna). Lokanirnar hafa einnig í för með sér breyttan vinnutíma starfsfólks og takmarkanir á sveigjanleika þeirra varðandi styttingu vinnuvikunnar, sem þrengir þar með að kjörum þeirra. Starfsmannaveltan veldur auknu álagi á alla, starfsfólk og börn. Vert er að undirstrika að með þessum skrifum er ekki verið að gagnrýna stjórnendur Múlaborgar né heldur annað starfsfólk leikskólans, heldur þvert á móti. Þau eiga þakkir skilið og standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Aðstæðum þar sem ekki eru veitt þau verkfæri sem til þarf til þess að styrkja starfið og halda utan um stöðugleika í því námi sem fram fer í leikskólanum. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það þarf að ráðast að rót vandans og bæta kjör og vinnuumhverfi starfsfólks. Tóm pláss leysa ekki vandann, ekkert frekar en tóm loforð. Höfundar sitja í stjórn Foreldrafélags Múlaborgar.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun