Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 13:04 Cheney, Milley og Fauci eru meðal þeirra sem Biden hefur náðað fyrirfram en óvinalisti Trump telur fjölda nafna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gripið til fordæmalausra aðgerða til að náða fyrirfram einstaklinga sem Donald Trump, verðandi forseti, hefur beint reiði sinni gegn. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna beitir valdi sínu með þessum hætti, það er að segja í forvarnarskyni, en í yfirlýsingu ef haft eftir Biden að um sé að ræða einstakar kringumstæður og hann geti ekki, samvisku sinnar vegna, gert ekki neitt. Meðal þeirra einstaklinga sem Biden hefur náðað eru Anthony S. Fauci, fyrrverandi sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, Mark A. Milley, formaður herráðsins, og Liz Cheney, fyrrverandi þingkona Repúblikanaflokksins fyrir Wyoming. Milley hefur þegar tjáð sig um málið og segist afar þakklátur, enda hafði Trump sagt að hann verðskuldaði að vera tekinn af lífi. Milley’s response, via @PamelaBrownCNN “My family and I are deeply grateful for the President’s action today. After forty-three years of faithful service in uniform to our Nation, protecting and defending the Constitution, I do not wish to spend whatever remaining time the…— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) January 20, 2025 „Staðhæfulausar og pólítiskar rannsóknir eyðileggja líf, öryggi og fjármál einstaklingana sem þær beinast gegn og fjölskyldum þeirra,“ segir forsetinn fráfarandi í yfirlýsingunni. „Jafnvel þegar einstaklingar hafa ekki gert neitt af sér, og raunar gert hið rétta og verða á endanum hreinsaðir af sök, þá getur rannsókn eða saksókn ein og valdið óafturkræfum skaða á orðspori og fjármálum einstaklinga.“ Náðanirnar hafa verið til umræðu í Hvíta húsinu síðustu daga og aðstoðarmenn hans lagt áherslu á að þær þýði ekki að forsetinn telji viðkomandi hafa gerst seka um eitthvað. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða í ljósi fyrirheita Trump um að leita hefnda gegn andstæðingum sínum. Sumir þeir sem Trump hefur hótað hefndum hafa stigið fram og sagst mótfallnir náðunum í forvarnarskyni. Þeirra á meðal er öldungadeildarþingamaðurinn Adam B. Schiff, sem fór fyrir rannsókn þingsins á Trump í fyrri forsetatíð hans. „Það væri rangt fordæmi að setja,“ sagði Schiff í samtali við CNN fyrr í mánuðinum. „Ég vil ekki sjá alla forseta hér eftir gefa út víðtækar náðanir til samstarfsmanna sinna á leiðinni út um dyrnar.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Mun þetta vera í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna beitir valdi sínu með þessum hætti, það er að segja í forvarnarskyni, en í yfirlýsingu ef haft eftir Biden að um sé að ræða einstakar kringumstæður og hann geti ekki, samvisku sinnar vegna, gert ekki neitt. Meðal þeirra einstaklinga sem Biden hefur náðað eru Anthony S. Fauci, fyrrverandi sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, Mark A. Milley, formaður herráðsins, og Liz Cheney, fyrrverandi þingkona Repúblikanaflokksins fyrir Wyoming. Milley hefur þegar tjáð sig um málið og segist afar þakklátur, enda hafði Trump sagt að hann verðskuldaði að vera tekinn af lífi. Milley’s response, via @PamelaBrownCNN “My family and I are deeply grateful for the President’s action today. After forty-three years of faithful service in uniform to our Nation, protecting and defending the Constitution, I do not wish to spend whatever remaining time the…— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) January 20, 2025 „Staðhæfulausar og pólítiskar rannsóknir eyðileggja líf, öryggi og fjármál einstaklingana sem þær beinast gegn og fjölskyldum þeirra,“ segir forsetinn fráfarandi í yfirlýsingunni. „Jafnvel þegar einstaklingar hafa ekki gert neitt af sér, og raunar gert hið rétta og verða á endanum hreinsaðir af sök, þá getur rannsókn eða saksókn ein og valdið óafturkræfum skaða á orðspori og fjármálum einstaklinga.“ Náðanirnar hafa verið til umræðu í Hvíta húsinu síðustu daga og aðstoðarmenn hans lagt áherslu á að þær þýði ekki að forsetinn telji viðkomandi hafa gerst seka um eitthvað. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða í ljósi fyrirheita Trump um að leita hefnda gegn andstæðingum sínum. Sumir þeir sem Trump hefur hótað hefndum hafa stigið fram og sagst mótfallnir náðunum í forvarnarskyni. Þeirra á meðal er öldungadeildarþingamaðurinn Adam B. Schiff, sem fór fyrir rannsókn þingsins á Trump í fyrri forsetatíð hans. „Það væri rangt fordæmi að setja,“ sagði Schiff í samtali við CNN fyrr í mánuðinum. „Ég vil ekki sjá alla forseta hér eftir gefa út víðtækar náðanir til samstarfsmanna sinna á leiðinni út um dyrnar.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira