Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. janúar 2025 14:02 Nína Dögg fer með hlutverk Vigdísar og Thelma Rún Hjartardóttir leikur Ástríði dóttur hennar. Fjórði og síðasti þáttur af Vigdísi, sjónvarpsþáttum Vesturports um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur fór í loftið í gær. Það fór líklega ekki framhjá neinum enda lögðu margir orð í belg á samfélagsmiðlum og kepptist fólk við að lýsa skoðunum sínum á þáttunum og rifja upp minningar frá þessum tíma. Óhætt er að segja að Vigdísaræði hafi gripið þjóðina síðustu vikur á meðan serían hefur verið í sýningu í Ríkisútvarpinu. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem sjálf Vigdís en Elín Hall túlkar Vigdísi á hennar yngri árum. Minningarnar hellast yfir Fólk hefur keppst við að ræða lokaþáttinn og seríuna í heild sinni sín á milli á samfélagsmiðlum. Þar kennir ýmissa grasa en ljóst er að minningarnar hellast yfir flesta við að sjá þá atburði sem lýst er í þáttunum. Meðal þeirra er Norðfirðingurinn Gísli Gíslason sem rifjar það upp í íbúahópi Norðfjarðar að hann hafi á þeim tíma sem lokaþátturinn gerist unnið í saltfiskskemmu Síldarvinnslunnar. Þar vann hann mikið með vini sínum Bjarna heitnum sem hringdi sjálfur í Vigdísi til að skora á hana að bjóða sig fram. Framboðsauglýsing frá árinu 1980 til vinstri. Hægra megin eru þær Nína Dögg og Kristín Þóra í hlutverkum sínum að bíða eftir tölunum á æsispennandi kosninganótt. „Ég og Bjarni vorum svo að pakka skreið í skreiðarpressuna, þegar Vigdís kom í heimsókn við undirbúning kosninganna. Þá kynnti Bjarni sig og það urðu fagnaðarfundir. Ég man hún spurði hann hvort hann væri búinn að bregða búi og eitthvað fleira var rætt. Vigdís fékk fjölmargar hvatningar til að bjóða sig fram og ég er viss um að hvatning frá bónda í Norðfjarðarsveit var sannarlega eitt lóð á vogarskálarnar að hún að endingu bauð sig fram, og varð forseti.“ Hrossabóndinn og faðir Sóla Hólm, Sólmundur Sigurðsson rifjar upp þennan tíma á sinn einstaka og spaugilega hátt. Hann segir allar konurnar í fjölskyldunni hafa stutt Vigdísi. Hann hafi átt í vök að verjast sem einn af köllunum, litlu hafi mátt muna að honum væri hótað líkamsmeiðingum. Vigdís með móframbjóðendum sínum í þættinum auk fréttamanns. Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk Albert Guðmundssonar, Sveinn Geirsson leikur Guðlaug Þorvaldsson, Magnús Ragnarsson leikur Pétur J. Thorsteinsson. Ragnar Ísleifur Bragason Nínu á vinstri hönd fer svo með hlutverk fréttamanns. „Stóð ég það nú allt af mér. En þegar mér var hótað að lifa einlífi í gestaherberginu þá bugaðist ég enda rétt liðlega tvítugur maður með þónokkra orku. Annað mál væri kæmi þessi staða upp í dag,“ skrifar Sólmundur léttur í bragði. Hann hafi að endingu lofað að kjósa Vigdísi, þó hann muni ekki hvort hann hafi staðið við það. Hann hafi að minnsta kosti ekki sofið í gestaherberginu. Þá eru nokkrir sem líta um öxl og sjá söguna í nýju ljósi þökk sé þáttunum. Þeirra á meðal er Austfirðingurinn Svala Guðjónsdóttir sem segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hve hart Vigdís þurfti að leggja að sér og við hve ramman reip var að draga hjá henni, enda hafi ekki verið til net- eða samfélagsmiðlar árið 1980. „Þegar ég sofnaði þessa kosninganótt var Guðlaugur meðframbjóðandi efstur og beðið eftir að talningu atkvæða frá Austfjörðum, þar á meðal utankjörstæðaatkvæðis míns. Gleðin var ósvikin að morgni þegar ljóst var að við Austfirðingar breyttum stöðunni og Vigdís var kjörin fyrsti kvenforseti í heimi hér. Ég er og verð alltaf stolt af að hafa upplifað þennan atburð og lagt þarna hönd á plóg og í fyrsta og eina skipti ævinnar mætti ég í hóp fólks til að hylla nýkjörinn forseta.“ Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri segist þakklát Vesturporti fyrir að hafa fengið að setjast í leikstjórastólinn. Hún er líka þakklát Vigdísi. Forsetamæður og söknuður eftir þéringum Óhætt er að fullyrða að hamingjuóskum rigni yfir framleiðendur og leikara hjá Vesturporti fyrir seríuna. Diljá Ámundadóttir varaþingmaður Viðreisnar segist einfaldlega hafa farið að skæla úr þakklæti síðustu mínúturnar af lokaþættinum. Hún segist þakklát fyrir að finna daglega fyrir áhrifum þess að Vigdís hafi verið kjörin forseti. Nína Dögg fer með hlutverk Vigdísar. Diljá hefur meðal annars mynd af Vigdísi í efstu hillu á svefnherbergisganginum. „Ég sé hana á hverjum morgni þegar ég fer fram úr út í daginn. Myndin minnir mig daglega á það að einstæðar mæður og konur geta allt sem þær vilja. Við erum nokkrar vinkonur sem höfum ákveðið að skilgreina okkar foreldrahlutverk sem forsetamæður - þar sem við förum einar með umönnun barnanna okkar - og orðið er að sjálfsögðu með vísun í Vigdísi Finnbogadóttur.“ Þrátt fyrir allar hamingjuóskirnar er líka að finna snefil af gagnrýni á ýmsar ákvarðanir. Skemmst er að rifja upp þegar Hallgrímur Helgi Helgason þýðandi, handritahöfundur og sonur Helga Skúlasonar leikara og leikstjóra benti á í aðsendri grein á Vísi að furðulegu ljósi væri brugðið upp af föður hans í þáttunum. Honum væri lýst sem þröngsýnum manni sem ekki hefði hugnast nýstárlegt leikverk Sartres Lokaðar dyr undir stjórn Vigdísar. Rakel Garðarsdóttir framleiðandi sagði síðar í samtali við Vísi að persónan Elmar í þættinum ætti ekki að tákna Helga. Þá hefur tungumálið í þáttunum vakið mikla athygli. Þannig deilir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda grein málvísindaprófessorsins Þórhalls Eyþórssonar í Morgunblaðinu. Þar veltir Þórhallur fyrir sér tungumálinu í þáttunum og segist meðal annars sakna þéringa í þættinum enda hafi Vigdís útskrifast úr MR árið 1949 þegar slíkt var enn við lýði. Hann segir heldur ekki góða latínu að finna í þáttunum. Ólafur slær á létta strengi vegna málsins. „Það bezta í Mogganum í dag. Ekki einu sinni hægt að hafa latínuna í þessum Vigdísarþáttum rétta!“ Fleiri velta tungumálinu í þáttunum fyrir sér, meðal annars söngvarinn og söngkennarinn Hallveig Rúnarsdóttir. Hún segir að sér þyki þættirnir hrein dásemd. Hún segist taka undir gagnrýnina um málfar í þáttunum. Vigdís sé alveg einstaklega vel máli farin og með gríðarlega víðtækan orðaforða. „Mér fannst málið í þáttunum of nútímavætt og tel það vera gert til þess að nálgast yngri áhorfendur. Þetta held ég að sé helber misskilningur, því ekki víkkum við orðskilning og orðaforða yngri kynslóðanna með því að sleppa því að nota orð sem við höldum að þau skilji ekki. En að öðru leyti voru þessir þættir sköpurum sínum og þátttakendum öllum til mikils sóma og ég naut þess mjög að horfa á sögu þessarar merkustu konu okkar tíma hér á Íslandi. Þættirnir hefðu gjarnan mátt vera sex talsins!“ Fleiri færslur um þættina af samfélagsmiðlum má lesa hér fyrir neðan: Bíó og sjónvarp Vigdís Finnbogadóttir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Óhætt er að segja að Vigdísaræði hafi gripið þjóðina síðustu vikur á meðan serían hefur verið í sýningu í Ríkisútvarpinu. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem sjálf Vigdís en Elín Hall túlkar Vigdísi á hennar yngri árum. Minningarnar hellast yfir Fólk hefur keppst við að ræða lokaþáttinn og seríuna í heild sinni sín á milli á samfélagsmiðlum. Þar kennir ýmissa grasa en ljóst er að minningarnar hellast yfir flesta við að sjá þá atburði sem lýst er í þáttunum. Meðal þeirra er Norðfirðingurinn Gísli Gíslason sem rifjar það upp í íbúahópi Norðfjarðar að hann hafi á þeim tíma sem lokaþátturinn gerist unnið í saltfiskskemmu Síldarvinnslunnar. Þar vann hann mikið með vini sínum Bjarna heitnum sem hringdi sjálfur í Vigdísi til að skora á hana að bjóða sig fram. Framboðsauglýsing frá árinu 1980 til vinstri. Hægra megin eru þær Nína Dögg og Kristín Þóra í hlutverkum sínum að bíða eftir tölunum á æsispennandi kosninganótt. „Ég og Bjarni vorum svo að pakka skreið í skreiðarpressuna, þegar Vigdís kom í heimsókn við undirbúning kosninganna. Þá kynnti Bjarni sig og það urðu fagnaðarfundir. Ég man hún spurði hann hvort hann væri búinn að bregða búi og eitthvað fleira var rætt. Vigdís fékk fjölmargar hvatningar til að bjóða sig fram og ég er viss um að hvatning frá bónda í Norðfjarðarsveit var sannarlega eitt lóð á vogarskálarnar að hún að endingu bauð sig fram, og varð forseti.“ Hrossabóndinn og faðir Sóla Hólm, Sólmundur Sigurðsson rifjar upp þennan tíma á sinn einstaka og spaugilega hátt. Hann segir allar konurnar í fjölskyldunni hafa stutt Vigdísi. Hann hafi átt í vök að verjast sem einn af köllunum, litlu hafi mátt muna að honum væri hótað líkamsmeiðingum. Vigdís með móframbjóðendum sínum í þættinum auk fréttamanns. Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk Albert Guðmundssonar, Sveinn Geirsson leikur Guðlaug Þorvaldsson, Magnús Ragnarsson leikur Pétur J. Thorsteinsson. Ragnar Ísleifur Bragason Nínu á vinstri hönd fer svo með hlutverk fréttamanns. „Stóð ég það nú allt af mér. En þegar mér var hótað að lifa einlífi í gestaherberginu þá bugaðist ég enda rétt liðlega tvítugur maður með þónokkra orku. Annað mál væri kæmi þessi staða upp í dag,“ skrifar Sólmundur léttur í bragði. Hann hafi að endingu lofað að kjósa Vigdísi, þó hann muni ekki hvort hann hafi staðið við það. Hann hafi að minnsta kosti ekki sofið í gestaherberginu. Þá eru nokkrir sem líta um öxl og sjá söguna í nýju ljósi þökk sé þáttunum. Þeirra á meðal er Austfirðingurinn Svala Guðjónsdóttir sem segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hve hart Vigdís þurfti að leggja að sér og við hve ramman reip var að draga hjá henni, enda hafi ekki verið til net- eða samfélagsmiðlar árið 1980. „Þegar ég sofnaði þessa kosninganótt var Guðlaugur meðframbjóðandi efstur og beðið eftir að talningu atkvæða frá Austfjörðum, þar á meðal utankjörstæðaatkvæðis míns. Gleðin var ósvikin að morgni þegar ljóst var að við Austfirðingar breyttum stöðunni og Vigdís var kjörin fyrsti kvenforseti í heimi hér. Ég er og verð alltaf stolt af að hafa upplifað þennan atburð og lagt þarna hönd á plóg og í fyrsta og eina skipti ævinnar mætti ég í hóp fólks til að hylla nýkjörinn forseta.“ Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri segist þakklát Vesturporti fyrir að hafa fengið að setjast í leikstjórastólinn. Hún er líka þakklát Vigdísi. Forsetamæður og söknuður eftir þéringum Óhætt er að fullyrða að hamingjuóskum rigni yfir framleiðendur og leikara hjá Vesturporti fyrir seríuna. Diljá Ámundadóttir varaþingmaður Viðreisnar segist einfaldlega hafa farið að skæla úr þakklæti síðustu mínúturnar af lokaþættinum. Hún segist þakklát fyrir að finna daglega fyrir áhrifum þess að Vigdís hafi verið kjörin forseti. Nína Dögg fer með hlutverk Vigdísar. Diljá hefur meðal annars mynd af Vigdísi í efstu hillu á svefnherbergisganginum. „Ég sé hana á hverjum morgni þegar ég fer fram úr út í daginn. Myndin minnir mig daglega á það að einstæðar mæður og konur geta allt sem þær vilja. Við erum nokkrar vinkonur sem höfum ákveðið að skilgreina okkar foreldrahlutverk sem forsetamæður - þar sem við förum einar með umönnun barnanna okkar - og orðið er að sjálfsögðu með vísun í Vigdísi Finnbogadóttur.“ Þrátt fyrir allar hamingjuóskirnar er líka að finna snefil af gagnrýni á ýmsar ákvarðanir. Skemmst er að rifja upp þegar Hallgrímur Helgi Helgason þýðandi, handritahöfundur og sonur Helga Skúlasonar leikara og leikstjóra benti á í aðsendri grein á Vísi að furðulegu ljósi væri brugðið upp af föður hans í þáttunum. Honum væri lýst sem þröngsýnum manni sem ekki hefði hugnast nýstárlegt leikverk Sartres Lokaðar dyr undir stjórn Vigdísar. Rakel Garðarsdóttir framleiðandi sagði síðar í samtali við Vísi að persónan Elmar í þættinum ætti ekki að tákna Helga. Þá hefur tungumálið í þáttunum vakið mikla athygli. Þannig deilir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda grein málvísindaprófessorsins Þórhalls Eyþórssonar í Morgunblaðinu. Þar veltir Þórhallur fyrir sér tungumálinu í þáttunum og segist meðal annars sakna þéringa í þættinum enda hafi Vigdís útskrifast úr MR árið 1949 þegar slíkt var enn við lýði. Hann segir heldur ekki góða latínu að finna í þáttunum. Ólafur slær á létta strengi vegna málsins. „Það bezta í Mogganum í dag. Ekki einu sinni hægt að hafa latínuna í þessum Vigdísarþáttum rétta!“ Fleiri velta tungumálinu í þáttunum fyrir sér, meðal annars söngvarinn og söngkennarinn Hallveig Rúnarsdóttir. Hún segir að sér þyki þættirnir hrein dásemd. Hún segist taka undir gagnrýnina um málfar í þáttunum. Vigdís sé alveg einstaklega vel máli farin og með gríðarlega víðtækan orðaforða. „Mér fannst málið í þáttunum of nútímavætt og tel það vera gert til þess að nálgast yngri áhorfendur. Þetta held ég að sé helber misskilningur, því ekki víkkum við orðskilning og orðaforða yngri kynslóðanna með því að sleppa því að nota orð sem við höldum að þau skilji ekki. En að öðru leyti voru þessir þættir sköpurum sínum og þátttakendum öllum til mikils sóma og ég naut þess mjög að horfa á sögu þessarar merkustu konu okkar tíma hér á Íslandi. Þættirnir hefðu gjarnan mátt vera sex talsins!“ Fleiri færslur um þættina af samfélagsmiðlum má lesa hér fyrir neðan:
Bíó og sjónvarp Vigdís Finnbogadóttir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira