„Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 09:00 Viktor Gísli Hallgrímsson fagnar einni af fjölmörgum markvörslum sínum í gær. Vísir/Vilhelm Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórkostlegan leik í marki Íslands og hann fékk líka hrós fyrir sína mögnuðu frammistöðu. Sérfræðingarnir eru á því að íslenski markvörðurinn sé einn sá besti í heimi að verja frá mönnum úr dauðafærum. „Ég held að allir séu í skýjunum með þetta. Þetta var hreint út sagt bara stórkostleg frammistaða. Strákarnir, þjálfararnir og allir eiga heiður skilinn fyrir það hvernig þetta var lagt upp og hvernig þetta var framkvæmt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Ég verð bara að segja fyrir mitt leyti. Aðra eins markmanns- og varnarframmistöðu hef ég ekki séð í helvíti langan tíma,“ sagði Ásgeir. „Þegar frammistaðan er svona þá er ekki hægt að setja út á eitt eða neitt,“ sagði Ásgeir. Íslenska liðið komst í 11-4 í leiknum og þeir slóvensku aðeins búnir að skora fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútunum í leiknum. Viktor var mikið að verja bolta úr mjög góðum færum. Einn sá besti í heiminum „Viktor Gísli er einn af bestu markvörðum í heiminum. Ég held að hann sé einn af tveimur, þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum,“ sagði Einar Jónsson og á þá við að verja frá mönnum í návígi. „Svo sér maður stundum sjónarhornið þegar myndavélarnar eru þannig. Þegar leikmennirnir eru að fara inn og vinkillinn hjá þeim með hann fyrir framan sig. Maður skilur alveg að það sér erfitt að koma tuðrunni fram hjá honum,“ sagði Einar. Hann á fimmtán ár eftir „Þetta er ekkert smá stykki, faðmurinn á honum og allt þetta. Hann er alltaf að verða betri og betri leikmaður. Það má ekki gleyma því að Viktor Gísli er bara 25 ára gamall,“ sagði Einar. „Hann á ekkert eðlilega mikið eftir,“ sagði Einar. „Hann á fimmtán ár eftir,“ skaut Ásgeir Örn inn. „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því. Þetta er enginn smá gullmoli sem við eigum. Ég er búinn að segja það þrjú, fjögur síðustu mót. Mér finnst markvarslan vera búin að vera fín á öllum þessum mótum,“ sagði Einar. „Þetta var líka stöðug markvarsla yfir sextíu mínútur. Þetta var ekki eins og maður sér svo rosalega oft hjá markvörðum sem detta í stuð og eiga einhverja svakalega kafla. Maður hugsar kannski: Hann er bara búinn með kvótann í fyrri hálfleik. Þetta var bara stöðugt, áfram, áfram og áfram,“ sagði Ásgeir. „Alltaf þegar þeir eru aðeins líklegir þá tekur hann skot. Það voru þessi móment. Hann slökkti í þeim,“ sagði Ásgeir. Hér fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn þar sem strákarnir fóru vel yfir leikinn á móti Slóvenum. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórkostlegan leik í marki Íslands og hann fékk líka hrós fyrir sína mögnuðu frammistöðu. Sérfræðingarnir eru á því að íslenski markvörðurinn sé einn sá besti í heimi að verja frá mönnum úr dauðafærum. „Ég held að allir séu í skýjunum með þetta. Þetta var hreint út sagt bara stórkostleg frammistaða. Strákarnir, þjálfararnir og allir eiga heiður skilinn fyrir það hvernig þetta var lagt upp og hvernig þetta var framkvæmt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Ég verð bara að segja fyrir mitt leyti. Aðra eins markmanns- og varnarframmistöðu hef ég ekki séð í helvíti langan tíma,“ sagði Ásgeir. „Þegar frammistaðan er svona þá er ekki hægt að setja út á eitt eða neitt,“ sagði Ásgeir. Íslenska liðið komst í 11-4 í leiknum og þeir slóvensku aðeins búnir að skora fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútunum í leiknum. Viktor var mikið að verja bolta úr mjög góðum færum. Einn sá besti í heiminum „Viktor Gísli er einn af bestu markvörðum í heiminum. Ég held að hann sé einn af tveimur, þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum,“ sagði Einar Jónsson og á þá við að verja frá mönnum í návígi. „Svo sér maður stundum sjónarhornið þegar myndavélarnar eru þannig. Þegar leikmennirnir eru að fara inn og vinkillinn hjá þeim með hann fyrir framan sig. Maður skilur alveg að það sér erfitt að koma tuðrunni fram hjá honum,“ sagði Einar. Hann á fimmtán ár eftir „Þetta er ekkert smá stykki, faðmurinn á honum og allt þetta. Hann er alltaf að verða betri og betri leikmaður. Það má ekki gleyma því að Viktor Gísli er bara 25 ára gamall,“ sagði Einar. „Hann á ekkert eðlilega mikið eftir,“ sagði Einar. „Hann á fimmtán ár eftir,“ skaut Ásgeir Örn inn. „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því. Þetta er enginn smá gullmoli sem við eigum. Ég er búinn að segja það þrjú, fjögur síðustu mót. Mér finnst markvarslan vera búin að vera fín á öllum þessum mótum,“ sagði Einar. „Þetta var líka stöðug markvarsla yfir sextíu mínútur. Þetta var ekki eins og maður sér svo rosalega oft hjá markvörðum sem detta í stuð og eiga einhverja svakalega kafla. Maður hugsar kannski: Hann er bara búinn með kvótann í fyrri hálfleik. Þetta var bara stöðugt, áfram, áfram og áfram,“ sagði Ásgeir. „Alltaf þegar þeir eru aðeins líklegir þá tekur hann skot. Það voru þessi móment. Hann slökkti í þeim,“ sagði Ásgeir. Hér fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn þar sem strákarnir fóru vel yfir leikinn á móti Slóvenum.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira