Er það mat forystufólks í verkalýðshreyfingunni að SA-fólkið eigi rétt á því að skipa til jafns við eigendur eftirlaunasjóðanna (launafólk) í stjórnir eftirlaunasjóðanna og tryggja þannig gagnkvæmt neitunarvald um hvernig eftirlaun okkar eru ávöxtuð/fjárfest ? Launafólk hefur 100% eignarhald á eftirlaunasjóðunum.
Gagnkvæmt neitunarvald er samtrygging forystufólks beggja samtakanna (ASÍ og SA)
Þegar eftirlaunasjóðirnir voru stofnaðir 1969 varaði Eðvarð Sigurðsson verkalýðsforingi við stjórnarsetu fulltrúa atvinnulífsins (SA) í eftirlaunasjóðunum, vegna mikilvægi þess að stofna eftirlaunasjóði fyrir launafólk/verkafólk var núverandi fyrirkomulag samþykkt.
Öllum þessum árum seinna (56ár) hefur ekki farið fram skoðanakönnun að ég best veit á meðal félagsmanna verkalýðsfélaganna í landinu um hvort sé tímabært að endurskoða þetta fyrirkomulag þar sem samfélagið okkar hefur tekið stökkbreytingum frá því fyrir 56árum.
Eftir hrun-þjófnað (2008) kom í ljós gríðarlegt tap eftirlaunasjóðanna vegna fjárfestinga í ný einkavæddum bönkum og öðrum fyrirtækjum.
Þetta tækifæri var ekki notað til að endurskoða/endurmeta aðild SA-fólksins í stjórnum eftirlaunasjóðanna okkar illu heilli fyrir sjóðsfélaga/launafólk (eigendur eftirlaunasjóðanna) afhverju ekki ? Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar skuldar félögum sínum skýringar.
Að mér skilst hafa verið gerðar margháttaðar breytingar á lögum um eftirlaunasjóðina okkar hafa verið samþykktar á alþingi á milli 200 og 250 samtals, en engin sem lítur að stjórnasetu SA-fólksins í eftirlaunasjóðum sem er í 100% eignarhaldi sjóðsfélaga, það er athyglisvert í meira lagi.
1. Hvet foringja verkalýðsfélaganna að framkvæma skoðanakönnun á meðal félaga sinna um hvort SA-fólkið eigi að hafa sína fulltrúa í stjórnum eftirlaunasjóðanna.
2. innleiða verður beint lýðræði sjóðsfélaga í kosningum til stjórna eftirlaunasjóðanna.
3. Svara verður þeirri spurningu skýrt og skorinort afhverju stjórnir eftirlaunasjóðanna eru óvirkir hluthafar í fyrirtækjunum sem eru í meirihlutaeign eftirlaunasjóðanna.
Höfundur er í Sósíalistaflokknum.