Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. janúar 2025 09:33 Snorri Steinn Guðjónsson segir íslenska liðið þurfa að gleyma Slóvenaleiknum en byggja á frammistöðuna gegn Egyptum. Vísir/Vilhelm „Það versta sem við gerum er að staldra við þennan leik og fara að hrósa okkur of mikið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, og á þar við sigur Íslands á Slóveníu í fyrrakvöld. Öll einbeiting er á Egyptum sem strákarnir mæta í kvöld. „Þú getur ekki verið uppi í hæstu hæðum. Þetta var nú bara riðillinn sko, það er nóg eftir og ekkert búið að gerast nema að við erum með fjögur stig. Mikið fram undan og erfiðir leikir,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Búast má við töluvert frábrugðnum leik en þeim sem strákarnir spiluðu við Slóvena. Egyptar eru allt öðruvísi lið, en að sama skapi vill Snorri halda í einkenni íslenska liðsins. „Auðvitað þurfum við að hafa okkar identity á hreinu en við þurfum líka að geta aðlagað það að öðrum. Það er alveg rétt að þetta er öðruvísi lið. Töluvert frábrugðið því sem Slóvenar gera. Það er gríðarleg vigt í þessu, þeir eru þungir, stórir og sterkir. Þeir geta skotið fyrir utan og eru með frábæran línumann sem er mjög erfitt að eiga við,“ segir Snorri og bætir við: „Við þurfum að fara yfir eitt og annað og vera tilbúnir í það. En á sama tíma, það sem þarf að vera eins, er að við þurfum að spila okkar varnarleik, helst, á okkar forsendum. Að við séum að sækja hlutina frekar en að vera að bíða eftir því sem Egyptarnir ætli að gera,“ segir Snorri Steinn. Líkt og greint var frá á Vísi í fyrradag gáfu Egyptar það út að stórskyttan Dodo yrði ekki með í milliriðlinum. Það munar um minna en þegar eru tveir í hans stöðu frá. Snorri segir þó geta verið að Egyptar séu að setja upp leikþátt og geti verið að Dodo verði klár í slaginn. „Alveg örugglega. Þetta er frábær leikmaður og einn af þeirra lykilmönnum. Það hefur eflaust einhver áhrif. Kannski er þetta einhver póker, ég veit það ekki, við þurfum líka að gera ráð fyrir honum. Þetta er bæði gott og slæmt hvað undirbúninginn varðar. En þeir eru með fullt af leikmönnum, sem kannski ekki allir þekkja,“ segir Snorri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Það er leikdagur á HM í Zagreb og ýmislegt sem þurfti að fara yfir í HM í dag. 22. janúar 2025 11:03 „Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00 „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32 Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Óhapp varð á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb nú síðdegis. 21. janúar 2025 16:47 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Þú getur ekki verið uppi í hæstu hæðum. Þetta var nú bara riðillinn sko, það er nóg eftir og ekkert búið að gerast nema að við erum með fjögur stig. Mikið fram undan og erfiðir leikir,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Búast má við töluvert frábrugðnum leik en þeim sem strákarnir spiluðu við Slóvena. Egyptar eru allt öðruvísi lið, en að sama skapi vill Snorri halda í einkenni íslenska liðsins. „Auðvitað þurfum við að hafa okkar identity á hreinu en við þurfum líka að geta aðlagað það að öðrum. Það er alveg rétt að þetta er öðruvísi lið. Töluvert frábrugðið því sem Slóvenar gera. Það er gríðarleg vigt í þessu, þeir eru þungir, stórir og sterkir. Þeir geta skotið fyrir utan og eru með frábæran línumann sem er mjög erfitt að eiga við,“ segir Snorri og bætir við: „Við þurfum að fara yfir eitt og annað og vera tilbúnir í það. En á sama tíma, það sem þarf að vera eins, er að við þurfum að spila okkar varnarleik, helst, á okkar forsendum. Að við séum að sækja hlutina frekar en að vera að bíða eftir því sem Egyptarnir ætli að gera,“ segir Snorri Steinn. Líkt og greint var frá á Vísi í fyrradag gáfu Egyptar það út að stórskyttan Dodo yrði ekki með í milliriðlinum. Það munar um minna en þegar eru tveir í hans stöðu frá. Snorri segir þó geta verið að Egyptar séu að setja upp leikþátt og geti verið að Dodo verði klár í slaginn. „Alveg örugglega. Þetta er frábær leikmaður og einn af þeirra lykilmönnum. Það hefur eflaust einhver áhrif. Kannski er þetta einhver póker, ég veit það ekki, við þurfum líka að gera ráð fyrir honum. Þetta er bæði gott og slæmt hvað undirbúninginn varðar. En þeir eru með fullt af leikmönnum, sem kannski ekki allir þekkja,“ segir Snorri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Það er leikdagur á HM í Zagreb og ýmislegt sem þurfti að fara yfir í HM í dag. 22. janúar 2025 11:03 „Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00 „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32 Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Óhapp varð á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb nú síðdegis. 21. janúar 2025 16:47 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Það er leikdagur á HM í Zagreb og ýmislegt sem þurfti að fara yfir í HM í dag. 22. janúar 2025 11:03
„Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00
„Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32
Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Óhapp varð á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb nú síðdegis. 21. janúar 2025 16:47