Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. janúar 2025 22:06 Donald Trump með eina af fjölmörgum tilskipunum sem hann undirritaði í gær. AP/Matt Rourke Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. Eins og kveður á í fjórtándu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna fá börn sem fæðast í landinu sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt við fæðingu, óháð því hvort foreldrar þeirra séu með ríkisborgararétt. Í gær, fyrsta degi sínum sem forseti, skrifaði Trump undir tilskipun um afnám sjálfkrafa réttar barna innflytjenda sem fæðast í Bandaríkjunum til ríkisborgararéttar. Ríkissaksóknarar átján ríkja stefndu forsetanum en þau eru New Jersey, Massachusetts, Kalifornía, Colorado, Connecticut, Delaware, Hawaii, Maine, Maryland, Michigan, Minnesota, Nevada, New Mexcio, New York, Norður-Karólína, Rhode Island, Vermont og Wisconsin ásamt því að ríkissaksóknara borganna San Francisco og Washington DC tóku þátt. Þá stefndu ríkissaksóknarar ríkjanna Washington, Arizona, Illinois og Oregon einnig ákvörðuninni í annari kæru. Matthew J. Platkin, ríkissaksóknari New Jersey kallar ákvörðun Trump „einstaka og róttæka.“ Hann sagði forseta vera valdamikla en þeir séu ekki kóngar. „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki,“ segir Platkin í umfjöllun New York Times. Nick Brown, ríkissaksóknari Washington-ríkis, segir að um 150 þúsund börn í þessari stöðu fæðist í landinu á hverju ári. Brown ætlar að halda áfram að fylgjast með tilskipunum Trump og býst við fleiri málaferlum. Ríkið myndi því ekki höfða mál vegna hneykslanlegra ákvarðana sem eru löglegar. Brown tekur sem dæmi ákvörðun Trump um að náða þá sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. „Ég hef engan áhuga á því að halda áfram að kæra forseta Bandaríkjanna, hvort það er Donald Trump eða hver það er sem verður næsti forseti, en ég hef svarið eið að því að verja stjórnarskrána,“ sagði Brown. Tilskipunin tekur gildi eftir þrjátíu daga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var farið yfir nokkura tugi tilskipana sem Trump undirritaði í gær. Donald Trump Bandaríkin Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. 21. janúar 2025 21:53 Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21. janúar 2025 16:19 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Eins og kveður á í fjórtándu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna fá börn sem fæðast í landinu sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt við fæðingu, óháð því hvort foreldrar þeirra séu með ríkisborgararétt. Í gær, fyrsta degi sínum sem forseti, skrifaði Trump undir tilskipun um afnám sjálfkrafa réttar barna innflytjenda sem fæðast í Bandaríkjunum til ríkisborgararéttar. Ríkissaksóknarar átján ríkja stefndu forsetanum en þau eru New Jersey, Massachusetts, Kalifornía, Colorado, Connecticut, Delaware, Hawaii, Maine, Maryland, Michigan, Minnesota, Nevada, New Mexcio, New York, Norður-Karólína, Rhode Island, Vermont og Wisconsin ásamt því að ríkissaksóknara borganna San Francisco og Washington DC tóku þátt. Þá stefndu ríkissaksóknarar ríkjanna Washington, Arizona, Illinois og Oregon einnig ákvörðuninni í annari kæru. Matthew J. Platkin, ríkissaksóknari New Jersey kallar ákvörðun Trump „einstaka og róttæka.“ Hann sagði forseta vera valdamikla en þeir séu ekki kóngar. „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki,“ segir Platkin í umfjöllun New York Times. Nick Brown, ríkissaksóknari Washington-ríkis, segir að um 150 þúsund börn í þessari stöðu fæðist í landinu á hverju ári. Brown ætlar að halda áfram að fylgjast með tilskipunum Trump og býst við fleiri málaferlum. Ríkið myndi því ekki höfða mál vegna hneykslanlegra ákvarðana sem eru löglegar. Brown tekur sem dæmi ákvörðun Trump um að náða þá sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. „Ég hef engan áhuga á því að halda áfram að kæra forseta Bandaríkjanna, hvort það er Donald Trump eða hver það er sem verður næsti forseti, en ég hef svarið eið að því að verja stjórnarskrána,“ sagði Brown. Tilskipunin tekur gildi eftir þrjátíu daga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var farið yfir nokkura tugi tilskipana sem Trump undirritaði í gær.
Donald Trump Bandaríkin Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. 21. janúar 2025 21:53 Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21. janúar 2025 16:19 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30
Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. 21. janúar 2025 21:53
Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21. janúar 2025 16:19
Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59